Byggðasafnið Hvoll á Dalvík er í fjórum deildum.  Byggðasafnið sjálft gefur góða hugmynd um lifnaðarhætti folks á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta hinnar 20.  Náttúrugripasafnið á m.a. uppstoppaðan, fullvaxinn ísbjörn, flestar tegundir íslenzkra varpfugla og eitthvert fullkomnasta eggjasafn landsins.  Plöntusafnið er mjög yfirgripsmikið.  Talsvert safn skelja og náttúrusteina er athyglisvert.  Kristjánsstofa Eldjárns geymir myndir og ýmsa hluti til minningar um þriðja forseta landsins, en hann var frá  Tjörn í Svarfaðardal.  Jóhannsstofa Svarfdælings vekur athygli allra, sem koma í heimsókn, ekki sízt hinna yngri.  Jóhann Kristinn Pétursson  var hæsti Íslendingurinn fyrr og síðar, 2,34 m á hæð.  Hann starfaði lengstum við fjölleikahús í Evrópu og Bandaríkjunum og í Hvoli eru ýmsir muna hans geymdir. 
 

Jóhannsstofa Svarfdælings

 

Heimasíða Jóhanns

Kristjánsstofa

 
 Kristjánsstofa Eldjárns geymir myndir og ýmsa hluti til minningar
um þriðja forseta landsins, en hann var frá  Tjörn í Svarfaðardal.
 Ættartala  
Kristjáns Eldjárns. 
 

 
 Jóhann og Kristján
 
 
Myndasíða 
 Munir úr safninu
 

 
Grænlandsbjörn 
Ísbjörninn í safninu er fullorðið karldýr, sem fellt var árið 1991 á Grænlandsjökli af þarlendum veiðimönnum á stað: 78,00 gráður norður og 28,00 gráður vestur. 
Kópur sá er ísbjörninn hefur lagt að fótum sér var merktur í vestur ísnum af norðmönnum þann 24. mars 1991 á stað:  
74,05 gráður norður og 5,58 gráður vestur þann 10. maí sama ár veiddi Brynjar Baldvinsson kópinn í net 1 1/2 sjómílu vestur af gjögurtá við Eyjafjörð. 
Á þessum tíma hefur "Kobbi" lagt að baki 541 sjómílu (1002 km) eða 12 sjómílur á dag miðað við beina línu milli staðanna.
 

Myndir
Frá heimsókn Bjarna Tryggvasonar (geimfara) og fjölskyldu í safnið

Byggðasafnið Hvoll - Karlsrauðatorgi - 620 Dalvík - Sími: 4661497  
 

TIL BAKA