Byggðasafnið Hvoll á Dalvík
er í fjórum deildum. Byggðasafnið sjálft
gefur góða hugmynd um lifnaðarhætti folks á
síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta hinnar 20. Náttúrugripasafnið
á m.a. uppstoppaðan, fullvaxinn ísbjörn, flestar
tegundir íslenzkra varpfugla og eitthvert fullkomnasta eggjasafn
landsins. Plöntusafnið er mjög yfirgripsmikið.
Talsvert safn skelja og náttúrusteina er athyglisvert.
Kristjánsstofa Eldjárns geymir myndir og ýmsa hluti
til minningar um þriðja forseta landsins, en hann var frá
Tjörn í Svarfaðardal. Jóhannsstofa Svarfdælings
vekur athygli allra, sem koma í heimsókn, ekki sízt
hinna yngri. Jóhann Kristinn Pétursson var hæsti
Íslendingurinn fyrr og síðar, 2,34 m á hæð.
Hann starfaði lengstum við fjölleikahús í Evrópu
og Bandaríkjunum og í Hvoli eru ýmsir muna hans geymdir. |