Þjóðsögur úr byggðalaginu |
Krosshólshlátur
Heiðinnamannahellir heitir hellir nokkur inni
í Skíðadal. Þar lá á sú trú,
að jötunn einn byggi. Krosshóll heitir bær innarlega
í Skíðadal. Eitt haust er sagt, að þangað
kæmi kýr, sem enginn þekkti. Bóndi tekur kúna,
elur hana um veturinn og skoðar sem eign sína.
|
Draugur setur vagl á auga
Maður einn var sá á Árskógsströnd
sem Pétur hét; lifði hann fram á 19. öld
og dó gamall. Hann var einsýnn og hafði stórt
vagl á öðru auganu er hann fékk snemma aldurs síns
af orsök þeirri að sagan segir að hann fór að
læra galdur. Og sem hann þóttist fullnuma í því
vildi hann reyna mennt sína og vekja upp draug. Fór hann
á náttarþeli til starfa þess í kirkjugarðinn
á Stærra Árskógi. Fólk var allt í
svefni á staðnum og allt þar kyrrt. Pétur fer nú
að öllu sem lög stóðu til og eftir langvinnar
særingar kemur upp draugur; lízt Pétri hann heldur
ófrýnn og brestur nú áræði að
karra honum, en svo óhappalega tókst hér til að
það var móðir hans sem hann vakti upp. Kerling magnast
skjótt, bröltir á fætur og ræður heldur
óþyrmilega á son sinn. Reyna þau nú fangbrögð
með sér og hún því æstari sem þau
þreyta lengur glímuna.
Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur
og ævintýri I
|
Klútarnir á Hillunum
Einu sinni voru vinnuhjú í Ytri-Haga á Árskógsströnd; þau voru heitbundin hvort öðru og ætluðu að ganga í hjónaband á hausti því, er þessi saga hefst. Þau voru fátæk og hugðu því að hafa fáa menn í boði sínu. Einu sinni voru vinnuhjú í Ytri-Haga á Árskógsströnd; þau voru heitbundin hvort öðru og ætluðu að ganga í hjónaband á hausti því, er þessi saga hefst. Þau voru fátæk og hugðu því að hafa fáa menn í boði sínu. Einu sinni voru vinnuhjú í Ytri-Haga á Árskógsströnd; þau voru heitbundin hvort öðru og ætluðu að ganga í hjónaband á hausti því, er þessi saga hefst. Þau voru fátæk og hugðu því að hafa fáa menn í boði sínu. Brúðkaup þeirra dróst fram yfir veturnætur vegna ótíðar, en þegar leið fram undir jólaföstuna, gerði þíður, svo að örísti og var hin bezta veðrátta. Þá tók vinnumaður sér ferð á hendur inn á Akureyri, til þess að sækja veizluföngin, sem áttu að verða aðeins lítið eitt af útlendu brauði og fáeinir pottar af brennivíni, en þá voru tíðkaðar brauðs- og brennivínsveizlur. Vinnumaður fór gangandi af stað í ljósaskiptunum; veður var hið bezta, frostaþel nokkur á jörðu og bjart tunglskin. Hann stefndi suður og upp frá Haga og ætlaði að komast á hinn svokallaða Vatnamýrarveg og fara fyrir ofan bæinn á Hillum. Þar er á einum stað klettabelti; þegar hann kom að því, sá hann að klútar margir voru breiddir á eina klöppina, bæði silkiklútar og léreftsklútar og voru sumir þeirra forkunnarfallegir og fáránlegir að lit. Hann nam staðar , virti fyrir sér klútana og kom þá til hugar, að gaman væri nú að eiga einn klútinn til þess að færa hann brúðarefni sínu að gjöf; réðst hann þá til að taka þann klútinn , sem honum þótti fallegastur og stakk honum í vasa sinn. Síðan hélt hann áfram ferð sinni og létti ekki göngunni fyrr en hann kom að Dagverðareyri og var þá komið fram yfir háttatíma; þar fékk hann að hvíla sig seinni hluta nætur. Þegar hann var sofnaður, dreymdi hann að til hans kæmi kona heldur fasmikil og alvarleg á svip; sagði hún að illa hefði hann gert í kvöld að taka klútinn á Hillunum; hefði hann ekkert átt með það, en þá skuli það tilvik hans verða hefndarlaust af sinni hendi, ef hann skili klútnum á sama stað sem hann hafi tekið hann, þegar hann fari út hjá aftur; ef hann aftur á móti geri það ekki, þá muni hann verða var við einhver missmíði á ráði sínu. Eftir þetta vaknaði vinnumaðurinn, bjó sig skjótt til ferðar í kaupstaðinn inn á Akureyri, gegndi þar erindum sínum og að því búnu sneri hann heim á leið. ekki skilaði hann klútnum aftur, heldur gaf hann heitmey sinni, þegar hann kom heim. |
Folaldið
Sú venja hélzt lengi, að Eyfirðingar færu á haustin til skreiðarkaupa út á strandirnar báðum megin fjarðarins, á Látraströnd að Austan, en á Árskógsströnd og Upsaströnd að vestan. Eitt haust komu Eyfirðingar sem oftar að Sauðanesi, og var einn þeirra með færleik, sem folald gekk undir. Þovaldi leizt vel á folaldið og lagði fölur á það, en eigandinn synjaði þverlega. Þorvaldur bauð honum tvöfalt verð eða þrefalt, ef laust væri að heldur, en Eyfirðingurinn sat við sinn keip og kvaðst eigi vilja farga því , hvað sem í boði væri. Síðan héldu komumenn aftur af stað heim á leið suður frá bænum sem leið liggur. Stóð Þorvaldur úti, horfði á eftir folaldinu og kvað fyrir munni sér: Fáðu skák folald
Ærðist folaldið þá og hljóp í ýmsar áttir, og gekk á þeim ærslum, þangað til komið var suður á Böggvisstaðasand. Þar námu menn staðar, en folaldið hjóp sem hamstola suður Böggvisstaðaflæðar og stakk sér þar á hausinn í poll, sem síðar er kallaður Folaldspyttur. Sjö
þættir íslenzkra galdramanna
|
Þorvaldur dregur ýsu upp úr
flórnum
Vinnukona nokkur, trú og dygg, var lengi í vist hjá Þorvaldi, og mat hana mikils, enda var hann hjúum sínum góður og lét þau njóta hollustu þeirra og trúmennsku. Maður nokkur var í þingum við vinnukonu þessa, og varð hún barnshafandi af hans völdum. Fékk hún þá svo mikla löngun í nýja ýsu, að hún gat ekki um annað hugsað, en þetta var á áliðnum vetri og fiskilaust við Eyjafjörð, svo sem jafnaðarlega er um það leyti árs. Kvað svo mikið að þessum kenjum stúlkunnar, að hún missti alla lyst á öðrum mat, og var óttast um, að hún mundi svelta sig í hel; þótti húsbændum hennar óvænlega horfast. Eitt kvöld spurði Þorvaldur hana, hvort hún gæti etið nýja ýsu, þótt hún væri úr flórnum, en hún kvaðst mundu geta það, hvaðan sem hún fengist. – Svo var baðstofunni á Sauðanesi háttað, að pallar voru í báðum endum, kýr undir pöllunum, en flórinn undir pallstokknum. Þá tók Þorvaldur fiskiöngul sinn og færi, renndi fram af pallinum ofan í flórinn, að því er mönnum sýndist, og kvað vísu, en því miður er hún nú týnd. – Kona sú, er sagan er eftir höfð, kvaðst hafa heyrt hana ung og ekki numið, en það mundi hún, að öngull og færi var nefnt í vísunni. – Að lítilli stundu liðinni dró Þorvaldur spriklandi ýsu á önglinum og kastaði henni til vinnukonunnar. Ekki er getið um, hvort hún hafi etið hana eða ekki, en hitt er almælt, að ekki hafi hana langað jafnmikið í ýsu eftir það og getið þá líka etið annan mat.
Sjö þættir íslenzkra galdramanna
|
Nykurtjörn í Svarfaðardal
Einu sinni var stúlka á Grund í Svarfaðadal að smala ám í fjallinu upp frá bænum. Hún kom að tjörn nokkurri, sem er þar í fjallinu, og sá hest standa við hana. Gengur hún að honum og sezt á bak. Þetta sá smali frá næsta bæ við Grund, er var staddur þar skammt frá. En um leið og slúlkan er komin á bak hestinum, sér smalinn, að hann tekur snöggt viðbragð og sekkur með stúlkuna út í tjörnina og hvarf með hana á bólakaf. Sást stúlkan aldrei framar. Þóttust menn þess fullvissir, að það hefði verið nykur, sem henni hefði sýnzt vera hestur. Hefur tjörnin síðan verið nefnd Nykurtjörn. Gríma hin nýja,
3.bindi.
|