FYRIRBÆNASÍÐA - FYRIRBÆNABÓK

Á þessari fyrirbænasíðu er boðið uppá að senda inn fyrirbænir , bænarefnin og nafn viðkomandi fer í fyrirbænabókina og á fleiri góða staði . Það verður beðið fyrir viðkomandi einstaklingi og eða fjölskyldu. Nú bætist við að þeir sem vilja senda inn fyrirbænir og láta þær birtast hér á síðunni, til þess að  gestir síðunnar geti komið hér við og beðið fyrir og hugsað fallega til þeirra sem eiga við veikindi að stríða, eiga erfitt eða um sárt að binda á einhvern máta. Með þessu búum við til í sameiningu stóran og kröftugan bænahóp.Þessi litla síða verður nokkurskonar opin fyrirbænabók. Ég hvet alla til að koma hér við daglega og gefa sér örlitla stund til að  biðja og senda fallegar hugsanir á bænarefnin. 

 

Senda inn inn fyrirbænir, muna að klikka á það sem við á, birta á síðunni eða ekki.

  FYRIRBÆNIR BIRTA                -            FYRIRBÆNIR EKKI BIRTA

 

 

Í sjúkdómum og þjáning.


Drottinn minn og guð minn, 
ég ákalla þig í neyð minni
og treysti þér frelsa mig svo ég
geti vegsamað þig alla mína daga

Ég tigna kærleikskraftinn hljóða
kristur sem birtist oss í þér
þú hefur föður hjartað góða
himnanna ríki opnar mér
Ég tilbið undur elsku þinnar
upphaf og takmark veru minnar.

Drottinn hjálpa mér að standa í dag
þér við hlið í baráttunni gegn hinu illa
í veröldinni og mannlífinu.
Lát á góðan vilja minn og ásetning
en ekki mistök mín og synd.
Styrk mig  í gleðinni,reis mig upp
er ég missi móðinn.
Drottinn lát mig fá að sjá þig skýrar
færast þér nær,elska þig innilegar
í Jesú nafni  Amen.

 

 Þú skalt alltaf  trúa því að bænin virkar, aldrei að víkja frá því. Bænin berst um allan heiminn fljótar en þig grunar, þú skalt ætíð biðja  heitt og vandlega frá þínu brjósti, niðurstaðan verður alltaf sú besta sem er fáanleg hverju sinni. J.J

 

 

Listi yfir þá aðila sem taka við fyrirbænaefnum. Ef þú veist um fleiri, vinsamlegast láttu mig vita. HÉR

Digraneskirkja

Biblían.is

Sálarrannsóknar fél Ak saloak@simnet.is

Ólafur Ólafsson miðill tekur við fyrirbænum á netfanginu : midill@torg.is Ólafur starfar meðal annars hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands Garðastræti 8, Reykjavík.www.srfi.is Sálarrannsóknarfélag Íslands
Garðastræti 8
Sími. 551-8130
srfi@srfi.is  -   www.srfi.is
Lindin Kristileg útvarpsstöð tekur við fyrirbænarefnum á lindin@lindin.is og í síma 5671818. Beðið er fyrir bænarefnunum í beinni útsendingu alla virka daga. Kl 10:30; 16:30 og 22:30. Einnig fara bænarefnin til fyrirbænahóps sem biður fyrir þeim áfram.

Valgarður Einarsson

Guðrún Jóhannesdóttir

Lágafellskirkja
Á Omega TV Gospel.is

Í hádeginu í Glerárkirkju 

Sálarrannsóknarfélag Stykishólms.
Fundir öll mánudagskvöld kl 20,00 með fyrirbænum
Guðrún Jóhannesdóttir
nemi í Bowen tækni
email: rsrgj@simnet.is 
s 861-4208
Hug og mannræktarfélagið Bjarminn  á Dalvík - þar starfa  tveir hringir - annar er með fyribænastund alla þriðjudaga en hinn alla miðvikudaga -óskum um fyrirbænir má koma til skila í síma Bjarmanns sem er 862 8821.
Skúli Viðar Lórenzson

Guffa Fyrirbænir
Jóhanna Sveinsdóttir tekur við fyrirbænum. Senda má á netfangið gistihs@simnet.is 

 

Guðrún Haraldsdóttir tekur við fyrirbænum á síðunni sinni eða í netfangið   www.gudrun-healing.dk   gudrun@gudrun-healing.dk
Nunnurnar í Karmel Klaustrinu taka við tölvupósti:
 í Subject:  Ósk um tilbeiðslu
5550378    Fax: 5550872
 

 




30. janúar 2011
 

Góðan daginn, mig langar að biðja alla að biðja fyrir 14 ára dreng sem var að greinast með hvítblæði í gær.

Hann heitir Birkir Alfons, og býr í Keflavík. H.E

 

Sunnudagur 14. nóvember 2010


 

Góðan daginn, mig langar að biðja þig/ykkur að biðja fyrir 14 ára dreng sem var að greinast með hvítblæði í gær. Hann heitir Birkir Alfons, og býr í Keflavík.Væri yndislegt ef að það væri beðið fyrir honum.

Biðjum fyrir Ellu Dís sem er mjög veik núna.

 

Júlí 2010


Litli bróðir minn greindist með bráðahvítblæði þann 22.júní og frétti það í dag 6.júlí 2010 að hann þarf að fara í beinmergsskipti í lok sumars. Hann er mjög jákvæður og tekur einn dag í einu. Viljið þið biðja fyrir honum með mér að allt fari vel.

Kv Petrína Þórunn Jónsdóttir og fjölskylda í Laxárdal.

Mars 2010

Við erum ung hjón sem stríðum við ófrjósemi og erum við búin að far í 15 meðferðir allt í allt með hjálp lækna fórum við þá síðast í okkar 4 glasameðferð og vita læknarnir ekki hvað þeir eiga að gera meira fyrir okkur þar sem að eggin mín eru mjög óðþroskuð og taka illa við lyfjagjöf.Þessi 5 ár sem að við höfum verið að  reyna að eignast barn hafa tekið mjög mikið á andlega og líkamlega.Viljum við byðja ykkur að byðja fyrir okkur um von um að kraftaverk gerist hjá okkur og við verðum blessuð með barni sem að við þráum svo heitt. Með fyrir  fram þökk ung hjón.



 

Mig langar að biðja ykkur um að biðja fyrir syni vinkonu minnar, honum Aroni Inga Ásgeirssyni, hann lenti í hræðilegu bílslysi á fimmtudaginn var og liggur þungt haldinn á gjörgæslu, hann hlaut mikla heilablæðingu og höfuðkúpubrot. hann er aðeins 9ára gamall. Guð blessi ykkur.
 
kv. Brynja Eldon

 

Við viljum að það verði beðið mikið fyrir okkur við þurfum á því halda vegna veikinda er mikið þunglynd og skapið er stundum ekki í lagi Maðurinn minn er með MS sjúkdóminn getur hvorki hreyft hendur eða fætur Höfuðið er í lagi. Ég hugsa um hann heima með aðstoð á morgnana í 2 tíma. Ég bið góðan guð um lækningu fyrir okkur bæði.Erum í Vestmannaeyjum.  Elsku guð viltu hjálpa okkur með fjárhaginn svo við getum keypt okkur mat til mánaðarmóta. Ef einhver vill hjálpa okkur þarna úti má hann eða hún hafa samband í síma: 481-2147. 

Í dag 15. 11 er Ragnheiður Sæmundsdóttir í erfiðri aðgerð...við skulum biðja fyrir henni.
Vinir.

25.10 2007 -Mig langar til að fá fyrirbæn fyrir litla frænku mína, sem er 16 daga stúlka Hilmarsdóttir.  Hún á í öndunarerfiðleikum og er núna á Landspítala að bíða eftir lungna og hjartamyndatöku. Þetta er fyrsta barn foreldra og ég bið að þeim verði geftin huggun og kærleiksríkur styrkur á meðan þau bíða eftir góðri niðurstöðu.   Þetta er líka fyrsta ömmubarn Boggu systur minnar og ég bið að góður Guð veri með henni og gefi henni trú á að allt fari vel.    Með kærri kveðju og blessun fyrir bænirnar.    María Sigþórsdóttir

Fimmtudagurinn 23. ágúst.

Við erum ungt par sem erum í glasafrjóðgunarferli, þetta ferli hefur tekið mikið á okkur líkamlega og andlega. En núna er ferlið loks á enda og uppsetning fóstuvísins okkar er á morgun, mig langar að biðja þig um að biðja fyrir okkur og litla fóstuvísins okkar  biðja um að hjálpa honum að festa sig við mig svo að hann verði af litlu yndislegu barni..!!  

Við eigum að mæta niðureftir kl 10:30 á morgun föstudag 24. ágúst., og ég bíst við að uppsetningin verði á bilinu 11 og hálf 12.  Með fyrir fram þökk  - Ungt par

 

Mig langar að biðja um að það sé beðið fyrir dóttur minni og dótturdóttur ,þær eiga báðar við erfið veikindi að stríða og sú yngri er að ganga í gegn um erfiða lyfjameðferð,sem veldur miklu álagi á heimilinu hjá þeim.
Í Guðs friði og með kæru þakklæti.

Þeir segja mig látna, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.

Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem að mun ykkur gleðja.
(G. Ingi)

ÉG LIFI Í JESÚ NAFNI Í JESÚ NAFNI ÉG DEY ÞÓ HEILSA OG LÍF MÉR HAFNI HRÆÐIST ÉG DAUÐAN EI DAUÐI ÉG  ÓTTAST EIGI AFL ÞITT NÉ VALDIÐ GILT Í KRISTÍ KRAFTI ÉG SEGI KOM ÞÚ SÆLL ÞÁ ÞÚ VILT/ELSKU AMMA MAGGA GUÐ GEIMI ÞÍNA SÁL ÉG ELSKA ÞIG AF ÖLLU HJARTA ÞÍN GUÐBJÖRG GUÐNÝ

 

Nú bið ég um bón og bið alla að að biðja fyrir foreldrum  og systur Guðbjörtu Lóu Sæmundsdóttir því að hún yfirgaf þau þ. 4 júní .

Nöfn þeirra eru :
Sæmundur Þorvaldsson
Auðbjörg Halla Knútsdóttir
Salvör Gyða Sæmundóttir


Heimili þeirra er á Læk í Dýrafyrði en eru núna stödd í Reykjavík - 
Björk

Ég bið fyrir Hlyn sem er nýbúinn í aðgerð og líður illa andlega og líkamlega. Kv Eygló.

Fyrirbæn fyrir systir mína .

Hún er að far aí langa og erfiða aðgerð á morgun í Noregi , þar sem á að spengja bakið á henni . Hún er búinn að vera mjög veik og allveg rúmligjandi í næstum 3 mánuði núna og er hún mjög langt niðri af hvölum og vonleisi . Hefur litla trú á að hún eigi eftir að ná einhverjum bata eftir þetta og verði kanski lömuð í vinstri fæti áfram . Vinsamlega biðjið fyrir henni go fjölsk hennar bæði nær og fjær þetta er búið að taka stóran toll eins og öll langvarandi veikindi gera .

Með fyrir framm þakklæti Heiða og fjölsk.

Bið um liðstyrk í að biðja fyrir dóttur minni sem er þungt haldin af krabbameini. Hún er tvítug og heitir Guðbjört Lóa. Bestu kveðjur, Auðbjörg Halla.

Ég vil biðja fyrir dóttir minni sem er alltaf veik,hún er með sykursýki,slæma gigt og astma,góði Guð gefðu
henni styrk að takast á við alla þessa sjúkdóma.Magga.

Biðja fyrir ungri konu í Noregi sem er að bíða eftir að komast í bjrósklosaðgerð og spengingu á hrignum og er orðinn allveg rúmföst . Það er smá möguleiki að læknirinn geti skorið næsta mánudag og þætti okkur mjög vænt um ef það yrði beðið fyrir því að það gerðist . Hún er mjög  hvalin og getur ekki séð um sig sjálf lengur og er lömuð niður í annan fótinn .

Með fyrir framm þaklæti . Megi Guð blessa ykkur Kveðja Heiða og fjölsk

 

Ólafur Alti Jónsson
Anna Kristín Atladóttir
Ruth Jensdóttir

Benedikt H, Þorbjörnsson
Jenný Bára Benediktsdóttir
Michael Mání Berry 5 ára

Jens Jensson
Kristín Birgisdóttir
Birna Jensdóttir

 
Bið fyrir að vinkonu,hún nái fullum bata. Bið fyrir að fjölsk. í Rvík fari að ná saman og vera vinir
GUÐ þekki allar þessar bænir - Bið fyrir að mér gangi vel í lífinu eins og venjulega
 
      Ég þakka jesús fyrir allt sem ég á í dag og allt sem hann hefur gert fyrir mig.
 
                                Ég elska JESÚS í dag...

Guð blessi ykkur öll sem kíkið hér inn og takið til ykkar fyrirbænirnar og látð gott af ykkur leiða,
Ég bið ykkur að taka í kærleiksljósið ykkar
Friðrik S Kristinsson Nesbakka 19 Neskaupstað hann er að glíma við augnsjúkdóm.
og Hrafnhildi Hallgrímsdóttir Laugarnesveg 118 Reykjavík
og Garðar S Jóhannesson Laugarnesveg 118 reykjavík
og Jóhannes H Garðarsson Álftamýri 22 108 Reykjavík
 
kærleikskveðja, Jóhanna S Garðars

Biðja fyrir systir minni sem býr í Noregi og er með mjög slæmt brjósklos , er búinn að vera skorinn 3 á sama stað og er þetta 5 skiptið sem brjósklosið kemur aftur á sama stað . Hún er svo kvalin og er orðin föst í rúmini getur hvorki gengið eða setið . Einnig þætti mér vænt um ef það væri beðið fyrir manninum hennar . Hann fór í erfiða aðgerð á baki fyrir ári og hún hepnaðist ekki vel og þarf hann því að fara í aðra .

Með fyrirfram þökk Heiða og fjölsk.

Mér þætti vænt um ef þú/þið vilduð biðja fyrir mér , er að jafna mig eftir aðgerð og gengur ekki vel þarf mjög senilega að fara í aðra aðgerð því sárið grær ekki .

Megi Guð blessa ykkur Heiða

Mig langar til að biðja ykkur um að biðja með mér fyrir vinafólki mínu, sænskri fjölskyldu sem á í erfiðleikum.
Þau Sandra og Anders eiga synina Anton 3 ára, Mathias 2 ára og Jonathan sem fæddist núna 25 mars.  Anton fékk hálsbólgu fyrir tæpum mánuði síðan og upp úr því veiktist hann alvarlega (þetta kallast á sænsku "Henoch-Schönleins purpura").  Hann hefur verið með útbrot, ekki haldið neinu niðri, liðir hafa þrefaldast af bólgum og nú fannst blóð í þvagi og er því talið að nýrun geti verið að gefa sig, einnig er víst hætta á heilahimnubólgu í kjölfarið.
Sandra er með Jonathan, litla bróður á brjósti í öllu amstrinu og veitir ekki af öllum þeim styrk sem hún getur fengið æðandi með Anton í misjöfnu ástandi inn og út af sjúkrahúsunum.
Biðjum fyrir því að Guð gefi þeim styrk til að takast á við erfiðleikana og að Anton megi batna sem fyrst án þess að skaðast af veikindunum.
Guð blessi ykkur, takk fyrir
Ásta Dís

Bið um handleiðslu fyrir 19 ára son minn sem hefur verið á villigötu lengi.  Kveðja Hlíf.

Vil biðja ykkur um að biðja fyrir Ástu Lovísu, sem á erfitt núna.Megi guð og englarnir vera með henni og börnum hennar. Freyja Magnúsdóttir.

Ég vil byðja fyrir ömmu minni og afa mínum sem hvíla svo vel í kirkjugarði Hafnarfjarðar kveðja Dagný.

22.02.07




Kveikjum öll á kerti kl 20.00 í kvöld fimmtudaginn 22. febrúar og gefum okkur stund til að hugsa til hennar Ástu Lovísu og biðja fyrir henni.  Hún er einstæð 30 ára, þriggja barna móðir með krabbamein sem á erfitt núna.  Bentu vinum þínum á beiðnina.

Kærleikskveðja J.J.


Bloggsíða Ástu Lovísu
 

16.01.07




Kveikjum öll á kerti kl 21.00 í kvöld þriðjudaginn 16. janúar og gefum okkur stund til að hugsa til þessarar stúlku og biðja fyrir henni.  Sendu þetta áfram á vini þína.

Kærleikskveðja Júlli J


Ákall er til ykkar allra sem getið veitt ungri stúlku 19 ára fyrirbæn sem berst við illvigan sjúkdóm - siðastliðin 3 ár.
Guðbjört Lóa Sæmundardóttir – Læk Dýrafirði – og allri fjölkyldu hennar.
Í kvöld 16 Jan. 07 kl. 21 ætla allir sem að henni standa að kveikja á kerti og biðja heitt fyrir henni.
Ég bið ykkur um að hjálpa okkur og kveikja á kerti og að senda henni styrk, kraft og mátt svo að hún geti haldið
áfram lífsgöngu sinni

Með fyrirfram þökk,Björk Harðardóttir

Á morgun þriðjudaginn 16.janúar 2007 er ætlunin að kveikja á kertum klukkan 21:00 og biðja fyrir Guðbjörtu Lóu Sæmundsdóttur, sem hefur barist hetjulega við illvígan sjúkdóm síðastliðin þrjú ár. Vil ég biðja ykkur að biðja fyrir henni því öll trúm við á bænina. Kveðja Linda

 

Biðja fyrir Gíslínu Erlendsdóttir og fjöldskyldu en hun liggur mikið veik á landspítalanum.K.D.

Viljið þið biðja fyrir henni Guðbjörtu Lóu, ungri stúlku, sem búin er að berjast við krabbamein frá 15 ára aldri, hún á mjög bágt núna í sinni báráttu við meinið. Þakkir og kveðja Oddný.

Bið fyrir elskulegum syni mínum sem á erfiða daga núna vegna veikinda bið um vernd og blesun honum til handa frá móðir til elskulegs sonar.  Fyrirfram þökk mamma

Vinsamlegast hafið þetta fólk með í bænum ykkar.

Gísli Hvanndal Jónsson og Jóna Kristlaug Einarsdóttir Aðalgata 46, 625 Ólafsfjörður
Agnar Baldur Víglundsson og Guðrún Stefanía Jakobssdóttir Strandgata 9, 625 Ólafsfjörður
Dagbjört Gísladóttir,Jakob Agnarsson,Guðrún Stefanía Jakobssdóttir,Kristófer Baldur Jakobsson,Gísli Hvanndal Jakobsson Ægisgata 10,625 Ólafsfjörður

 

Vinsamlegast hjálpið mér að biðja fyrir Guðbjörtu Lóu Sæmundsdóttur Læk Dýrafirði.
Hún er 19 ára, og berst við illvígan sjúkdóm. Biðjið einnig fyrir allri fjölskyldu hennar. Með þakklæti.
Kveðja Helga Skúla.

04.01.07.
Vantar góðar fyrirbænir fyrir góðri vinkonu. Sú heitir Íris Björk Viðarsdóttir og er er að fara í erfiða aðgerð í dag. Guð blessi hana og hennar fjölskyldu. Kær kveðja, Gísli B. Ívarsson
 


 

2007 - 2007 - 2007 - 2007

Ég vil biðja ykkur um að biðja fyrir fjölskyldu og aðstandendum Pétur Snæs Péturssonar sem kvaddi þennan heim snögglega í maí 2006 aðeins 13 ára að aldri. Ég vona að guð almáttugur sendi fjölskyldu hans og aðstandendum styrk yfir hátíðirnar og í nánri framtíð.

Ég vil einnig biðja ykkur um að hugsa til fjölskyldu og aðstandenda allra sem létust í bílslysum á árinu sem er að líða. 
Kv. Elín.

12.12.2006.
Viljið þið hjálpa mér að biðja fyrir Ásgeiri Sæmundssyni sem er að fara í mjög stóra og margþætta aðgerð í dag.  Einnig að góður Guð gefi foreldrum hans og öðrum aðstandendum styrk og frið á þessum erfiðu tímum.
 
Sigrún Inga


Óska eftir að beðið verði fyrir manninum mínum, hann er með hjartasjúkdóm. Ég er að vona að honum batni enn hann sefur mikið af hjartalyfjunum. Drífa.
 

Ég vil byðja fyrir æsku vinkonu minni Henný Ósk Gunnarsdóttir og einnig fyrir dóttir æsku vinkonu minnar Elvu Dögg Pedersen. Þær eru báðar greindar með krabbamein og eru báðar að berjast eins og hetjur á móti því. Einnig vil ég byðja fyrir fjölskyldum þeirra sem standa saman í þessari baráttu. Eg byð Drottin Guð að færa þeim, og fjölskyldum þeirra og öllum sem eiga sárt um að binda allan þann styrk sem að þau þarfnast til að sigrast á þessum erfileikum. Kveðja Heiðbrá

Mig langar að biðja ykkur  að biðja fyrir henni Ástu Lovísu hugrökku ungu konunni sem er að berjast við krabbamein, mega allar þær fyrirbænir og góðu hugsanir, sem henni eru sendar lækna hana . Með hlýhug og góðum óskum. Móðir og amma
 

Viljið þið öll vera svo væn að biðja fyrir fjölskyldu þrettán ára drengs í Árbænum Sem tók líf sitt. Biðjið einnig fyrir vinum hans og skólafélögum sem hafa orðið fyrir miklu áfalli og syrgja Góðan vin og skólafélaga. 

Bestu þakkir. Vinir.

Ég vil biðja fyrir ungri konu sem er að berjast við illvígan sjúkdóm. Bið Guð um að umvefja hana í kærleika sínum og veita henni von og styrk. Bið fyrir börnum hennar einnig.

Mig langar að biðja ykkur að biðja fyrir veikri móður minni sem liggur á K-1 deild á Landakoti.  Hún fékk blóðtappa í heila fyrir 4 mánuðum og er í endurhæfingu.  Hún er stundum kvíðin fyrir framtíðinni og sefur ekki alltaf nógu vel. Hún hefur mikla trú á bænheitu fólki og bað mig um að koma sér á framfæri til fyrirbæna.
 
 Kærar þakkir og Guð blessi ykkur, Hjördís 

Ég vil biðja fyrir ungri konu sem berst fyrir lífi sínu hún heitir Sólveig Sigurðardóttir  býr í Grindavík bið eg guð um að gefa fjölskyldu hennar styrk . E.

Ég vil biðja fyrir æsku vinkonu minni Sólveigu Sigurðardóttur sem liggur núna ( 27. sept 2006)mikið veik á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir að hafa fengið heilablóðfall.  'Eg vil einnig biðja guð að styðja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum .  Ása Helgadóttir.

Ég vil biðja fyir Bryndísi Evu Hjörleifsdóttur og foreldrum hennar og öfum og ömmmum og fjölskyldu .Guð gefi þeim styrk og vaki yfir þeimTakk fyrir. Valdís Skúlad.

Ég vil byðja fyrir móður minni, Jóhönnu, sem greynist með krabbamein fyrir jól og er nú í lyfjameðferð. Einnig vil ég byðja fyrir fjölskyldu ungu mannana sem létust í hörmurlegum bílslysum, Sesar Þór og Tómast Ýmir. Eg vil líka byðja fyrir fjölskyldu Ivars Pals, hann kvaddi okkur einning allt of ungur fyrir rétt um ári síðan, blessuð sé minning þessa ungu drengja. Eg byð Drottin Guð að færa þeim, móður minni og öllum sem eiga sárt um að binda allan þann styrk sem að þau þarfnast til að sigrast á þessum erfileikum.  Kveðja Margrét
 

Kæru ljós
 
Það eru 2 frænkur mínar sum þurfa á fyrirbænum að halda. Elín Eiríksdóttir til heimilis Vítastíg 5 í Hafnafirði, hún liggur núna á deild B-6 á Borgaspítala í Fossvogi. Taka þurfti hægri fótinn af henni fyrir nokkrum dögum. Hún þarf á líkamlegum og andlegum styrk að halda........Vinsamlegist byðjið fyrir henni. Þórey Dan Kuzmack til heimilis Christie St. Janesville CA USA hún þarf sérstaklega á andlegum styrk að halda ásamt líkamlegum. Vinsamlegist byðjið fyrir henni.
 
Ég þakka ykkur innilega, kærlega fyrir...Megi ljós ykkar skýna skært um allan heim
Kveðja Linda og fjölskylda

Ég vil biðja fyrir Bryndísi Evu Hjörleifsdóttir og foreldrum hennar í þeim miklu veikindum sem hún gengur í gegnum. Guð veri með ykkur. Valdís, Ægir og börn

fyrir Sesari Þór, fjölskyldu hans öðrum ættingjum og vinum. Gunnari Árna og fjölskyldu hans.  Kveðja Ásdís.

Óska eftir því að beðið verði fyrir henni litlu frænku minni henni Guðrún Erlu Guðmundsdóttir sem býr að birkiholt 6 225 Álftanesi .föður mínum Þorvarði Inga Vilhjálmssyni Faxastígur 11 900 vestmannaeyjar Takk takk fyrir Jóhanna þorvarðardóttir

Vilji þið hjálpa mér að biðja fyrir bróður mínum sem er á spítala mikið veikur núna takk Inga.

ég bið ykkur að biðja með mér fyrir mákonu minn sem er 45 ára gömul og var að greynast með krabbamein á háu stig hún heitir Neves Rivera. Megi Guð vaka yfir henni og stiðja á þessu erfiðu tímum. Febrúar 2006.

Ég vil biðja fyrir henni litlu Bryndísu Evu og foreldrum hennar. Megi allir englar heims vaka yfir ykkur og öllum öðrum sem eiga um sárt að binda.

Dufa María Ólafsdóttir f’æddist í Zurik Sviss á mánudag og er á sjúkrahúsi mjög veik. Óska eftir að þið minnist hennar í bænum ykkar að hún fái bata sem fyrst .  Kveðja Anna Kjartansdóttir Reyðarfirði

Ég vil kveikja á kerti fyrir hana Bryndísi Evu sem liggur á barnaspítalanum.  Guð veri með ykkur.  Kveðja Þórey

 

Ég vil biðja fyrir henni Bryndísi Evu Hjörleifsdóttur en hún berst nú hetjulega fyrir lífi sínu. Einnig vil ég biðja fyrir foreldrum hennar og öðrum aðstandendum.  Kveðja Inga.

Viltu vera svo elskulegur að byðja fyrir lítili stúlku sem er svo veik hún heitir Bryndís Eva  Hjörleifsdóttir er á Gjörgæslu Landsspítala og foreldrum hennar þau heyta Hjörleifur og Bergþóra Björnsdóttir
Með þökk . V: S:

Það er lítill drengur sem heitir Brynjar Snær sem berst fyrir lífi sínu núna. Brynjar Snær er aðeins 6 vikna og kominn með RS vírusinn og lungabólgu. Hann er á barnaspítala hringsins í lífshættu. Hann er að fara í öndunarvél núna á eftir.

Okkur langar til að biðja fyrir yndislegum manni honum Guðmundi Ingasyni sem er með krabbamein,með einlægri ósk um bata . Einnig viljum við biðja fyrir konu hans og börnum
Kærleikskveðja Gústa og Jón

Ég vil biðja fyrir öllum sem eiga um sártbágt að binda...... Sumt er til góðs eða aðeins til að styrkja okkur.....
En annað á sér ekki neina góða ástæðu :'(

Ég vil byðja fyrir elsku systur minni Björgu sem er búin að vera lasin með ósk um góðan bata við elskum þig öll kveðja þín systir Hugrún

Ég vil byðja fyrir afa mínum Guðjóni sem er lasinn sem býr í Ólafsvegi 14 í Ólafsfirði. Kveðja Gerða

Í gær 1.des komu fjölmargar beiðnir um fyrirbæn fyrir lítinn dreng Huginn Heiðar, sem liggur á gjörgæsludeild í öndunarvél. Huginn Heiðar er mikli hetja og hefur átt við veikindi að stríða. Leggjumst öll á eitt að biðja fyrir honum og hans fjölskyldu. Kæri góði guð við biðjum þig um að aðstoða Hugin Heiðar og fjölskyldu. Kveikjum á kerti heima hjá okkur og sendum honum fallegt ljós í huganum, það skilar sér. - Ættingjar, vinir, kunningjar, og fleiri sem ekki þekkja til.

3.12 Hér er heimasíða Hugins Heiðars - Höldum áfram að hafa litlu hetjuna og fjölskyldu hans í bænum okkar.

Mig langar að biðja ykkur um að biðja fyrir systur minni Helgu Kristínu og litla barninu hennar. Vonandi gengur allt vel. Þín systir Fjóla.

Mig langar að biðja fyrir afa minum sem er veikur með Kabbamein.Hann byr að ólafsveigi 14 í ólafsfirði kær kveðja Gerða.

Ég vil biðja ykkur um að senda mér ljós og styrk á efiðum tímum og baráttu við sjúkdóma mína. Þakka ykkur kærlega fyrir og megi ljósið alltaf ná að skína.. Kata

Biðjum fyrir Elísabetu og sendum henni og fjölskyldu hennar ljós og kærleik og styrk.

Biðja fyrir Andreu Birna Aðalssteindóttur Mánagötu 2 Reyðarfirði og fjölskyldu.

Biðjum fyrir Unnsteini og börnunum hans. Sendum öllum þeim sem eru að kljást við erfiða hluti styrk, kærleik og ljós.

Ég vil byðja fyrir pabba mínum Guðjóni sem er með krabbamein og heilsu móður minnar kveðja Björg

Ég vil biðja fyrir sjálfri mér heilsu minni ég veit ekki hvað er að en mér líður illa innvortis(magi eða ristill? kanski er það eitthvað annað) Ólöf

Ég vil biðja fyrir heimilinu sem ég bý á um náð og miskun Guðs og fyrir starfsfólkinu að það sé sátt og samlyndi kærleikur og friður. ég bið að Drottinn Jesús blessi og vermndi alla íbúana og starfsfólk kveðja OGH

Ég vil biðja ykkur um að biðja fyrir systur minni henni Sigrúnu Gunnarsdóttur sem greindist með hvítblæði nú fyrir stuttu. Hún liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans að berjast fyrir lífi sínu. Megi allir englar Guðs vaka yfir þér, elsku Sissa mín, þín systir Sara Lind

Sigurður eyjólfsson ársölum 1 8h kópavogi naesta þridjudag á landsspitala hrringbraut 11d reykjavik Gudrun jonsdottir ársölum1 8h kopavogi Edith mara oladottir vallarbraut 6 njardvik Kv Halla

Mig langar að biðja ykkur um að biðja fyrir Birni Kristjánssyni sem er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans, eftir mikla aðgerð þar sem fjarlægt var vélindað sökum krabbameins.  Jafnframt vil ég biðja ykkur um að biðja fyrir fjölskyldu hans þar sem ástand hans er mjög tvísýnt.  Sérstaklega fyrir Láru Huld dóttur hans. Með fyrirfram þökk.  Anna Bentína

Mig langar til að biðja um fyrirbæn handa Unnari bróðir mínum sem grendist með krabbamein nýlega ,ég bið Guð um styrk handa honum og fjölskyldu hans ,
Kveðja Doddi og fjölskylda

Biðja fyrir Fríðu og Guðmundi og fjölskyldu. Sendum þeim styrk á erfiðum tímum.

 

Mig langar til að biðja ykkur um að biðja fyrir Benjamín Nökkva sem er rétt tveggja ára og hefur átt frekar erfiða baráttu við hvítblæði og er enn að fara í stóra aðgerð.  Biðjum líka fyrir fjölskyldu hans sem mun þurfa allann þann styrk sem hægt er að veita þeim.  Byð ég góðan guð að vera með ykkur og syni ykkar.

Dagbjört og fjölskylda

Viljið þið vera svo væn að biðja fyrir Hrafnhildi ömmu sem er á spítala eftir að hafa fengið fyrir hjartað.

Kveðja Sirrý

Ég vil biðja fólk um að biðja til guðs fyrir unga hetju sem er að ganga í gegnum bráðahvítblæði í annað sinn. Hann er aðeins tveggja ára gamall og fór í beinmergsaðgerð í fyrra og mun þurfa að fara aftur í svona stóra aðgerð og þetta er frekar stór aðgerð fyrir svona lítinn líkama !!! Ykkar besta gjöf til hans og fjölskyldu hans er að biðja til þeirra ..... biðja um styrk svo honum eigi eftir að batna sem fyrst.  Kveðja Linda.

 

Mig langar að biðja alla að biðja fyrir hjálp fyrir 20 mánaða frænda mínum, Benjamíni Nökkva (heimasíða: www.medferd.com/Benjamin ) sem á við hvítblæði að stríða. Ekki má heldur gleyma foreldrum hans, sem eru líka að ganga í gegnum  mikið út af þessu.  Kveðja Andrea.

 
Okkur langar að biðja fólk á Reykjavíkursvæðinu að koma og sameinast með okkur í fyribænum.
Það eru svo mörg bænarefni sem koma,og eftir sem við erum fl því betra og sterkari erum við.
Jú Jesú sagði að hvar sem tveir eða þrír væru samankomnir væri hann mitt á meðal okkar.
Síminn er 568-1422 ef einhverjir vilja lelggja okkur lið.
Með fyrirframm þökk starfsfólk Pýramídans.....

 
Elsku amma mín var að greinast með krabbamein, viljiði biðja fyrir henni. Afi fékk krabbamein og dó en það er ekki langt síðan. Góði Guð vertu hjá ömmu. MSG.
 

 
Drottinn, ég bið fyrir elskulegum foreldrum og systur Mörtu Traustadóttur sem lést á þessum degi fyrir ári síðan.  Guð gef þeim styrk og blessaðu framtíð þeirra.

Með bænum mínum óska ég eftir styrk fyrir dætur mínar, þá eldri til að segja frá þeim miska sem var gerður á sakleysi hennar. Kjark til að segja frá, segja til þess sem misnotaði traust hennar.
Þá yngri til að njóta þess sakleysis sem hún nýtur og hjálpa systur sinni að vera barn en ekki sjúgast inn í heim fullorðna aðeins 6 ára gömul vegna skilningsleysis á því sem á hennar hlut var gert.
Styrk fyrir sjálfa mig að berjast og ég meina berjast fyrir hjálp til handar mínum börnum og öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.
 
Fegurð æskunnar og ljósið sem börnin hafa innra með sér.
 

 Biðja fyrir Hafdísi Láru sem liggur á gjörgæsludeild  með alvarlegan ættarsjúkdóm megi guð og allir englarnir vaka yfir henni . Þín  frænka

Af auðmýkt bið ég góðan Guð að gefa mér styrk og gleði til að gera vel og sinna öllu því sem mér hefur verið úthlutað.  Guð, þú sem þekkir innstu þrár og þarfir hvers og eins viltu vera hjá honum Inga mínum.
Í fullri einlægni og trú. Gróa
 

Ég vil biðja fyrir öllum sem eiga bágt núna vegna hörmunganna við Indlandshaf og bið einnig að við fáum styrk til að geta hjálpað.
Jenný

Gleðilega hátíð!
en hún er það því miður ekki fyrir alla
vinsamlega biðjið fyrir fórnarlömbum náttúruhamfaranna og ættingjum þeirra og ástvinum ........

Ég vil biðja fyrir mömmu vinkonu minnar sem greindist með krabbamein  22.desember.2004...
Megi guð og allir englar vaka yfir henni..
 
Áslaug Eva

Ég vil biðja guð að hjálpa honum Elmari sem lenti í snjósleðaslysinu, ég vil biðja fyrir því að hann nái sér til fulls.
megi guð geyma þig. ES

Á hverjum morgni kveiki ég á kertinu mína, ég bið um hjálp fyrir mig svo ég geti hjálpað öðrum. Síðan bið ég fyrir öllum sem eiga um sárt að binda,gleymi engum. Drífa.

Sveinn Þorvaldsson, Geitlandi 4, 2hæð tv. Reykjavík.
Hann er með eitthvað í lungum hvort heldur krabba eða eitthvað annað.  Þetta er að koma í ljós í dag eða á morgun. 7/12 2004
 
 
Kveðja Rán.

Ég vil biðja fyrir ungu konuni sem var myrt í kópavoginum og börnunum hennar og fjölskyldu. Einnig vil ég biðja fyrir manninum hennar sem framdi verknaðin og fjölskyldu hans. Kær kveðja, Jóhanna  

Ég vil Einning biðja fyrir Önnu Pálínu og fjölskyldu hennar.

Mig langar að biðja um fyrirbæn handa henni frænku minni hún greindist með krabbamein í síðustu viku (  nóv 2004 ) og vona ég allt það besta handa henni og að Guð gefi henni stirk í hennar raunum.
Ég vil einnig biðja um fyrirbæn handa mér í mínum veikindum. Kær Kveðja Inga.
 

Mig langar til þess að senda inn fyrirbæn fyrir móðir mína sem er búin að vera á gjörgæsludeild í 43 daga, og með von að margar raddir heyrist bertur en ein eða tvær. Með fyrirfram þakklæti. Lára Emilsdóttir dóttir.

Biðja fyrir litla englinum mínum, sem er að fá rör í eyrun.mamma hans hefur átt pínu erfitt vegna þunglyndis.
allar bænir munu lýsa upp líf litlu fjölskyldunnar.

Biðja fyrir sjómönnum á hafi úti sérstaklega áhöfnini á Faxaborg frá Rifi

Ég vil láta byðja fyrir henni Allý litlu í Keflavík sem brann svo illa hún er í Danmörku núna

Okkur langar að biðja fyrir honum Jakob Leví sem fæddist 19 okt með hjartagalla og þarf hann að fara í aðgerð út til Boston  Kveðja Áslaug Gerða Grétar og Óskar
 

Ágætu lesendur síðunnar.  Ég vil biðja ykkur að vera svo yndisleg að biðja fyrir góðri vinkonu minni Sigurrósu Ósk Karlsdóttur, Berjarima 22 íb.105  Reykjavík.   Hún er einstæð, fötluð móðir með tvö börn 3.og 6.ára. Ég er mest hrædd um að hún sé komin með magasár.  Hún hefur staðið sig á allan hátt eins og hetja, en þetta er allt saman búið að taka mikinn toll af henni, fjárhagsáhyggjur og allt  sem fylgir því að reka heimili og ala ein upp tvö börn. Þetta er mjög erfitt allt saman.    Vilduð þið vera svo elskuleg að biðja fyrir henni og börnunum, að allt megi fara á sem bestan veg....  Með innilegri þökk og Guðs blessun... Anna María Blöndal  Reykjavík.

Mig langar að láta biðja fyrir Söru og Karen litlu tvíburasystrunum sem búa í Danmörku.  Þær fæddust 10 vikum fyrir tímann þann 2. október 2004. Biðjum einnig fyrir foreldrum þeirra þeim Möggu og Gunna og systkinum þeirra Bryndísi, Baldvin og Birgi.
Kv frá Vin

Elsku Sigmar, reyndu og reyndu að koma til okkar aftur, við elskum þig öll, þínir frændur og frænkur.  Dísa, Gunni og afkomendur.  

Mig langar að biðja um fyrirbæn fyrir Braga Gunnarsson sem lést 18.sept.aðeins 20 ára að aldri.

Einnig vil ég biðja fyrir fjölskylu Braga, móður, föður, fósturmóður, systkinum og fjölsk. Þeirra.

Með þakklæti.   Ásdís og Bjarni Ómar og Magnús og Láru.

 

Ég bið alla Kristi kæra að biðja fyrir einstæðum konum sem eiga við sárt að binda vegna andlegs og fjárhagslegs ofbeldis karlmanna. Margar konur sitja á vonarvöl vegna misnotkunar. Í góðri trú gáfu þær hjónabandsheit sín en eru nú á vonarvöl vegna svika og ómannúðlegrar meðferðar af völdum maka. Þær geta ekki rönd við reist --ekki leitað stuðnings löggjafavalds. Þær sópast nú að krossi Krists þar sem vonin ríkir um að Frelsarinn létti þeim byrðina. Biðjið, biðjið án afláts fyrir þessum fórnardýrum óprúttina manna sem hafa leitt þær út á gaddinn og skilið þær eftir þar hjálparvana. Með kærleikskveðju frá einni sem fékk hjálp frá Kristi og gat að lokum rönd við reist.
 

Biðja fyrir ungri konu í Reykjavík sem býr í ofbeldishjónabandi að Drottinn hjálpi henni og gefi henni kraft og kjark að losna úr úr þessu.Hún má ekki tala við fjölskyldu sína. Fyrirfram þökk. Lilja K.

Okkur langar að biðja góðan Guð um að styrkja foreldra og ættingja Sifjar Magnúsdóttur frá Flateyri, sem lést þann 25.ágúst sl. aðeins 18.ára gömul og senda þeim ljós í þessari miklu sorg sem þau eru að ganga í gegnum.
Kveðja  Fjölskyldan Hraunbrún 27 Hafnarfirði

Mig langar að senda fyrirbæn fyrir góða vinkonu mína og fjölskyldu hennar, pabbi hennar Jóhann Halldórsson fór (dó) í gærkvöldi. Vinkona mín heitir Jóhanna Jóhannsdóttir og er frá  Vestmannaeyjum en býr í Varmalandi í Borgarfirði núna. Hún á mömmu sem heitir Aðalbjörg og systur sem heitir  Anna Dóra og Birgit. Einnig á hún bróðir sem heitir Heimir. Mig langar að biðja sérstaklega fyrir honum því hann kom að pabba sínum og reyndi að bjarga honum en það tókst ekki. Mig langar að biðja fyrir þeim og fjölskyldum þeirra og
einnig fyrir Jóhanni. Með fyrirfram þökk og kærleikskveðju
Halla Einarsdóttir Vestmannaeyjum
 

 
Elsku Svala og Guðmundur (foreldrar Kristófers litla)  þið megið ætíð vita það, að þið hafið gefið okkur sem höfum fygst með ykkur meira en nokkur annar þótt mörg okkar séum lífsreynd þá opinberuðu þið ykkar tilfiningar sem aðrir ekki þora gera, þetta er alltaf viðkvæmt mál og öll erum við hrædd við gagnrýni megi þið lifa í sátt og samlyndi.Guð veri með ykkur.
Ein lífsreynd
 

Elsku litli engillinn minn lést eftir 5.mánaða meðgöngu þann 16.mars síðastliðinn ( 2004 ),sorgin og söknuðurinn er mikill. Bróðir minn lést fyrir 16.árum síðan,16.ára gamall, dó úr hvítblæði, sonur minn og bróðir hvíla báðir á sama stað, góði Guð er hjá þeim og hittumst við aftur síðar. Takk fyrir góða síðu          Kveðja englamamma og systir
 

Mig langar að biðja Guð að gefa foreldrum og ættingjum konunnar sem stakk börnin sin og sjalfa sig, syirk í öllu þessu sorglega máli, og ekki sist henni sjálfri.        Edda            
 

Ég vil biðja ykkur sem lesa þetta að biðja öll fyrir henni Þórunni Valdísi Eggertsdóttur eða ( Dísu á Rein ) á Akranesi en hún gekkst undir aðra heilaaðgerð í gærmorgun. 17. 05 . 2004 . Megi Guð og góðir vættir vera með henni og fjölskyldu hennar. SG

Okkur langar að biðja alla sem lesa þetta  að biðja fyrir honum fallega Kristóferi okkar, sem líður ekki sem best núna og á svo erfitt, og biðja líka fyrir foreldrum hans, að þau fái allan þann styrk sem þau þurfa í þessari baráttu. Guð megi fylgja ykkur elsku fjölskylda, í gegnum þennan dimma dal og leiða ykkur að ljósinu. Og elsku Kristófer ég mun hafa þig í bænum mínum og huga, kveðja Rúna og fjölskylda     

Okkur langar að biðja alla sem lesa þetta  að biðja fyrir honum fallega Kristóferi okkar, sem líður ekki sem best núna og á svo erfitt, og biðja líka fyrir foreldrum hans, að þau fái allan þann styrk sem þau þurfa í þessari baráttu. Guð megi fylgja ykkur elsku fjölskylda, í gegnum þennan dimma dal og leiða ykkur að ljósinu. Og elsku Kristófer ég mun hafa þig í bænum mínum og huga, kveðja Rúna og fjölskylda     

Viltu láta gott af þér leiða?
Saman getum við það.  Vinsamlega biðjum saman fyrir Magnúsi Steinarssyni og hans fjölskyldu í Grafarholtinu.  Þann 19. apríl  2004 fæddist þeim dóttir, (þeirra þriðja barn) og tíu dögum síðar var hann skorinn upp vegna krabbameins í ristli.  Krabbameinið reyndist vera aðeins dreifðara en haldið var og því biðjum við þess nú að læknarnir hafi náð öllu krabbameininu svo að börnin megi njóta þess að alast upp með föður sinn sér við hlið.
Guð blessi ykkur 
Ásta Dís
 

Helena Sigurhansdóttir Barnaspítala Hringsins - Kristófer Guðmundsson   -   vökudeild

Við skulum öll biðja fyrir Kristófer Guðmundssyni sem er mikið veikur. Hann fæddist þrjár merkur en er þriggja mánaða núna og er með svo erfiðan lungnasjúkdóm að þetta gæti brugðist til beggja vona.Hann er á vökudeildinni á Barnaspítala Hringsins, á gjörgæsluherberginu, vinstra megin við gluggann. Móðir hans Svala heldur úti fallegri heimasíðu  www.folk.is/svalah/

Gefum öll af okkur til þessa litla drengs og leggjum öll nokkrar mínútur til handa honum á dag J.J

Guð sé með ykkur og með von um hjálp kveðja. Svala.
 

Okkur langar til að biðja fyrir fjölskyldu snjósleðamannsins sem dó í gær 2.maí 2004  Ninna

Mig  langar að biðja um að setja nafn Þórðar Willardsonar í bænabókina og biðja fyrir honum ,Tótu  og Villa ásamt fjölskyldum þeirra.Guð varðveiti okkur öll. G.B

Heil og sæl.Mig langar til að biðja ykkur að hjálpa mér að biðja fyrir  Guggu frænku sem var að greinast með krabbamein í auga. Hún á heim á Hvanneyrarbraut 55 á Siglufirði. Hjartans þakkir Kv.Magga St

 

 

Júlíus Júlíusson  -    Póstur