Smá rómantík.

    Allir verða að eiga sér einhvern draum, trúa á það góða í sér, það rómantíska og trúa á sjálfan sig ,trúa að þeir geti allt sem þeim langar til.  Ef að þér dettur í hug að bjóða einhverjum sérstökum til rólegrar, dásamlegrar og rómantískrar stundar skaltu ekki hika  við að framkvæma það á þann máta sem þú vilt. Sérstakur getur verið af hvoru kyninu sem er. Að eiga rómantíska stund er ekki endilega  kynlíf heldur  ljúf stund í hjarta þínu sem teigir anga sína í innstu hjartarætur þínar og kallar fram tilfinningar sem eru þar í leynum, þess vegna skaltu ekki láta neinn trufla þig,við að framkvæma það sem innstu þrár þínar finna, láttu ekki þá  sem í kringum þig eru hafa áhrif á þig gerðu eins og hjarta þitt segir og þér finnst. Ýmsir hlutir eins og góður matur, gott vín ,kertaljós, rétta músikin og fleira skipta máli.Undirbúðu rómantískt kvöld mjög vel, vertu viðbúinn því að allt fari ekki alveg eins og þú hafðir hugsað,gefðu manneskjunni sem þú býður möguleika á að koma með sínar tillögur og tilfinningar inn í kvöldið. Á svona kvöldi þá skaltu þú láta það sem í þínu brjósti býr koma fram, ekki halda að það sé neitt asnalegt, segðu fullkomlega það sem þér býr í brjósti, þetta ert þú, þá kynnist manneskjan einmitt þér, þú skalt aldrei efast um þig eina einustu mínútu. Þegar þú talar við manneskjuna þá skaltu vera fullur sjálftrausts þú skalt tala frá þínu brjósti vertu sannur/sönn og hikaðu hvergi, elskaðu sjálfan þig í þínu brjósti þá elskarðu aðra og þú skalt vinna út frá því. Komdu vini þínum á óvart með einhverju sérstöku, einhverju sem er öðruvísi t.d. sérstökum mat, óvæntri uppákomu söng, fallegu ljóði,lítilli gjöf ,eða bjóddu gesti þínum í óvissuferð sem þú skipuleggur af natni, ferð í heimsóknir á einhverja staði, veitingastað,tónleika,leikhús,til gullsmiðs,í kirkju,  kaffihús, á gott hótel,  í ljós, sauna eða nudd , á einhvern stað sem er manneskjunni tendgur eða kær og hún jafnvel ekki komið lengi á, út í sveit og margt fleira sem við látum ekki uppi þú verður að finna þetta sjálfur/sjálf í hjarta þínu, möguleikarnir eru endalausir trúðu bara á þá og þig, það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
    P.s ekki gleyma blómunum.
    Júl Júl.

 
Þú ert yndi augna minna
aldrei fá þau séð þig nóg.
En hafa þig milli handa sinna
er hálfu meiri sæla þó!
 

 

TIL BAKA