BÖRN OG BÆNIR 

Kærleiksvefur Júlla
 

KVÖLDBÆNIR
 

Endar nú dagur, en nótt er nær, 
náð þinni lof ég segi, 
að þú hefur mér, Herra kær 
hjálp veitt á þessum degi 

Vertu nú yfir og allt um kring 
Með eilífri blessun þinni 
Sitji Guðs englar saman í hring 
Sænginni yfir minni. 
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)

Leiddu mína litlu hendi 
Ljúfi faðir þér ég sendi 
Bæn frá mínu brjósti sjáðu 
Blíði Jesú að mér gáðu
Nú légg ég augun aftur, 
ó, Guð,þinn náðarkraftur 
mín veri vörn í nótt. 
Æ, virst mig að þér taka, 
mér yfir láttu vaka 
þinn engil svo ég sofi rótt. 
(Foersom/Sveinbjörn Egilsson)
 
Ég fel í forsjá þína, 
Guð faðir, sálu mína 
því nú er komin nótt. 
Um ljósið lát mig dreyma 
og ljúfa engla geyma 
öll börnin þín svo blundi rótt. 
(Matthias Jochumsson)

 

Láttu nú ljósið þitt 
lýsa upp rúmið mitt, 
hafðu þar sess og sæti 
signaður Jesús mæti. 
Ég fel í sérhvert sinn 
sál og líkama minn 
í vald og vinskap þinn 
vörn og skjól þar ég finn 
(Hallgrímur Pétursson)
Legg ég nú bæði líf og önd, 
ljúfi Jesús, í þína hönd, 
síðast þegar ég sofna fer 
sitji Guðs englar yfir mér 
(Hallgrímur Pétursson)
MORGUNBÆNIR
Nú er ég klæddur og kominn á ról, 
Kristur Jesús veri mitt skjól, 
í guðsóttanum gef þú mér 
að ganga í dag svo líki þér. 
(?)
Vertu, guð faðir, faðir minn, 
í frelsarans Jesú nafni, 
hönd þín leiði mig út og inn, 
svo allri synd ég hafni. 
(Hallgrímur Pétursson)
Verkin mín,Drottinn, þóknist þér, 
þau láttu allvel takast mér, 
ávaxtasöm sé iðjan mín, 
yfir mér vaki blessun þín. 
(Hallgrímur Pétursson)
Guð komi til mín 
og varðveiti mig frá öllu illu, 
til lífs og sálar 
þennan dag 
og alla tíma, 
í Jesú nafni, 
Amen. 
(?)
Ljúfi  Jesús, láttu mig 
lífs míns alla daga 
lifa þér og lofa þig 
ljúft í kærleiks aga. 
(Þorkell G Sigurbjörnsson)
  
Guð minn, ég iðrast af öllu hjarta alls þess sem ég hef gjört rangt og harma vanrækslu mína. Drottinn, vertu mér miskunnsamur. Amen.

Guð Faðir okkar, Þú gafst mér heimili mitt. Þakka þér fyrir það. Þakka þér fyrir fókið sem elskar mig. Hjálpa þú okkur að gera heimilið okkar að hamingjuríkum stað. Amen.

Þakka þér, Guð Faðir, okkar, fyrir sjónina, fyrir heyrnina, fyrir að ég get hugsað. Hjálpaðu mér að nota þessar gjafir til þess að gera skólann minn að hamingjuríkum stað. Amen.

Ég hleyp, ég stekk, ég hoppa, ég sit, ég hugsa, ég tala með vinum mínum. Guð Faðir okkar, ég á vini af því að þú elskar mig. Ég þakka þér. Amen.

Guð Faðir okkar, fólk er erfitt og ég reiðist stundum. Stundum vil ég ekki vera góð(ur). Hjálpaðu mér til þess að reyna aftur. Amen.

Guð Faðir okkar, þú elskar okkur öll. Hjálpaðu okkur til að elska hvert annað og vera góðir vinir. Jesús sagði: "Ég hjálpa ykkur þegar þið lendið í erfiðleikum." Amen.

Guð Faðir okkar, mér þykir vænt um að þú skulir elska mig eins og ég er. Hjálpaðu mér að nota allt sem þú hefur gefið mér til þess að gera fólk hamingjusamt. Amen.

Drottinn Jesús, þú sagðir: "Það sem þið gerið öðrum, það gerið þið mér." Hjálpaðu mér að skilja að þú elskar alla, alltaf. Hjálpaðu mér að líkjast þér. Amen.

Guð Faðir okkar, þú sendir Jesúm til þess að búa hjá okkur, til þess að sýna okkur hvað þú ert góður og elskuríkur. Þegar ég geri eitthvað sem er rangt, skal ég muna að þú elskar mig og svo skal ég reyna að gera betur. Jesús segir: "Þú ert vinur minn. Syndir þínar eru fyrirgefnar. Farðu í friði." Amen.

Guð Faðir okkar, þú hættir aldrei að elska mig. Ég elska þig líka og ég iðrast þegar ég geri það sem rangt er. Þegar við fyrirgefum hver öðru erum við hamingjusöm. Jesús sagði: "Það verður mikill fögnuður á himnum þegar einhver iðrast þess sem hann hefur gert rangt." Amen.

Faðir minn á himnum, Jesús sýndi okkur hvað þú elskar okkur heitt og að þú fyrirgefur okkur þegar við gerum rangt. Ég iðrast synda minna. Ég skal reyna að gera betur. Hjálpaðu mér, Guð Faðir okkar. Amen.

Drottinn Guð talaðu til mín. Ég er að hlusta á það sem þú segir. Hjálpaðu mér að skilja hvað þú vilt að ég geri. Amen.

Drottinn Guð, kenndu mér að skilja hvað er rétt og gefðu mér hugrekki til að gera það. Amen.

Guð Faðir okkar, ég hef gert það sem rangt er og gert aðra óhamingjusama. Fyrirgefðu mér. Hjálpaðu okkur öllum að vera vinir hvers annars og vinir þínir. Amen.

Drottinn Jesús, blindi maðurinn gat ekki séð en þú gafst augum hans ljós og forðaðir honum út úr myrkrinu. Hjálpaðu mér til að sjá þig í öðrum mönnum. Hjálpaðu mér til að sjá hvað er rétt og til þess að gera það. Amen.

Þakka þér, Guð, Þakka þér fyrir allt. Amen.

Góði Guð! Ég þakka þér fyrir föðurland mitt, Ísland. Blessaðu það og varðveittu, svo að alltaf verði gott að búa í því landi. Amen.

Þakka þér fyrir heimili mitt, þar sem foreldrar mínir annast mig. Amen.

Þakka þér fyrir mömmu og pabba, sem eru svo góð við mig og líta eftir mér. Hjálpaðu mér til að vera þeim hlýðið og gott barn. Amen.

Þakka þér fyrir systkini mín. Kenndu okkur að vera góð börn mömmu okkar og pabba til gleði. Amen.

Þakka þér fyrir ömmu og afa, sem eru svo góð við mig. Þakka þér fyrir alla vini mína sem ég leik mér við. Láttu ekki öfund eða deilur spilla leikjum okkar. Amen.

Þakka þér fyrir skólann minn og kennarana mína. Amen.

Þakka þér fyrir matinn sem við fáum á hverjum degi. Kenndu okkur að vera þakklát og ánægð með það, sem okkur er gefið. Amen.

.

   

TIL BAKA Á KÆRLEIKSVEF JÚLLA