DRAUMAR |
![]() |
Draumar hafa fylgt mannkyninu frá
örófi alda, og ef litið er í bækur sem tengjast
mannkynssögunni fram á þennan dag finnast kaflar þar
sem rætt er um drauma, t.d. í Biblíunni, Íslendingasögunum,
og í forn Egypskum bókmenntum svo eitthvað
sé nefnt. Draumar eru ekki alltaf merkingar miklir það
fer alveg eftir aðstæðum, ef aðstæðurnar eru
réttar eða hagstæðar þá er mikið
að marka drauma , mitt mat er að ekki skuli nokkur vanmeta drauma
sína né annara. Hvernig aðstæður eru hagstæðar og hvernig ekki
? Það sem skiptir máli er hvenær á
tíma sólarhringsins dreymt er, mest er mark takandi á
draumum sem koma fram á nóttinni, ekki ef liðið er
fram á morguninn, eða þegar menn sofna yfir daginn, miklu
máli skiptir í hvaða formi þú ert, besta
formið er þannig að manneskjan sem dreymir drauminn sé
í góðu andlegu jafnvægi , svefntíminn sé
nokkuð reglulegur, ekki drukkið mikið kaffi, ekki á
sterkum lyfjum eða neytt áfengis. Ef dreymandinn
er á kafi í einhverju áhugamáli eða er
mikið að hugsa um einhvern einstakling eða ákveðið
mál og dreymir um það þá skal hafa ákveðin
vara á, eins getur þungmeltur matur haft áhrif,
lestur spennandi bókar eða krassandi bíómynd.
Mikilvægt er að þegar dreymandinn vaknar að hann skrifi
eða leggi vel á minnið drauminn sem hann dreymdi, hvað
gerðist nöfn, litir, lykt og einnig hvort dreymandinn sá hluti eða
að hann hélt að hann væri þarna. Gott er að fylgjast
vel með draumum sínum og taka vel eftir hlutum sem mann dreymir
oft og finna út sínar eigin merkingar, það að
dreyma eldfjall getur haft 5 mismunandi merkingar hjá 5 aðilum. Fyrir
þá sem dreymir mikið er mjög gott að koma sér
upp sínu eigin kerfi, ef þú skrifar alltaf drauma þína
um leið og þú vaknar og veltir þér upp úr
merkingum þeirra, þá kemur þú þér
upp með tímanum þínu eigin draumakerfi og ættir
að geta notfært þér það í þínu
daglega lífi. Draumaráðningabækur eru margar til
og misgóðar og flestar mest gefnar út til skemmtunar
en yfirleitt hægt að nota þær til hliðsjónar,
en við verðum mest að trúa á okkur sjálf.
Margir hafa heyrt um berdreymni og nokkrir þekkja það vel, talið er að íslendingar standi
framarlega í berdreymi ef svo má að orði komast, það
er mikið til í því við höfum kraftinn frá
fjöllunum og myrkrið gefur okkur tækifæri á
að vinna með drauma og ýmis andleg málefni. Það
er mikið hægt að rita og ræða um drauma ég
læt þetta gott heita í bili um mínar hugrenningar
um drauma, það er ekki víst að við séum
öll sammála en eins og ég hef minnst á hér
þá verðum við öll að skapa okkar eigin stíl.
Júlíus Júlíusson |
Hvenær dreymir okkur helst ?
Svefninum má skipta
í tvær gerðir sem m.a. einkennast af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum byrjar
venjulega grunnur svefn af gerð sem kallast NREM (norapid-eye-movement) en þessi
svefngerð skiptist í fjóra flokka eftir dýpt (1-4 þar sem 4 er dýpsti svefninn).
Spenna í vöðvum, hjartsláttartíðni, öndunartíðni og blóðþrýstingur lækka eftir
því sem svefninn verður dýpri og á 4. stigi er erfitt að vekja viðkomandi
einstakling. Þessi svefngerð (NREM) nær venjulega yfir 75-80% af svefntímanum en
afganginn af tímanum sofum við svokölluðum REM-svefni (rapid-eye-movement). Hann
einkennist af enn slakari vöðvum en eru á 4. stigi NREM-svefns, en aftur á móti
verður öndunin dýpri og hraðari og einkennandi fyrir þessa svefngerð eru hraðar
augnhreyfingar. Þegar við sofum gengur svefninn frá einu stigi til annars og
einni svefngerð til annarrar. Okkur dreymir aðallega í REM-svefni og 3. stigi
NREM-svefns, en martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3.
og 4. stigi NREM-svefns. Það svefnmynstur sem hér hefur verið lýst breytist með
aldrinum en eins og flest í lífinu er það ákaflega einstaklingsbundið. Þannig er
afar algengt, en ekki algilt, að svefntíminn styttist með aldrinum. Stig 4 í
NREM-svefni hverfur oft alveg og svefninn verður oft órólegri. Þetta verður að
teljast eðlilegt og ekkert bendir til að slíkar svefnbreytingar hafi slæm áhrif
á heilsufar. Sumum finnast þessar eðlilegu breytingar óþægilegar, álíta að þeir
þjáist af svefnleysi og leita að ástæðulausu eftir meðferð.
|
"svo rætist draumur sem hann er ráðinn"?
Tenglar í Vísindavef Háskólans
Hvað er martröð og hvað orskar hana ?
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum ?
Er hægt að vita hvort mann er að dreyma ?
Þreyttir þurfa hvíld - Doktor.is