Bréf frá Guði
 
Kæri vinur minn 
Ég verð að setjast niður og skrifa til að minna þig á nokkuð 
sem er mjög mikilvægt fyrir mig. 
Ég elska þig. 
Ég sá þig í gær á tali við vini þína og mig langaði til að tala  
við þig líka. Ég beið allan daginn en þú hafðir aldrei samband. 
Ég vonaðist til að við gætum fundið tíma til að tala um kvöldið 
en ég veit að þú hafðir margt annað að hugsa um. Þegar líða 
tók á daginn þinn sendi ég svalan andvara til að þú yrðir 
endurnærður eftir langan dag. Ég lét sérstakan ilm í loftið 
frá blómunum við heimreiðina en ég held að þú hafi ekki  
tekið eftir því þegar þú hraðaðir þér fram hjá. Mér þykir 
leitt að þú þurfir alltaf að flýta þér svona mikið.  
Ég fylgdist með þér sofna í gærkvöldi og mig langaði til 
að snerta andlit þitt eða strjúka hárið svo ég sendi örlítið 
tungsljós á andlit þitt og koddann. Þegar þú vaknaðir í 
morgun vonaði ég að við gætum átt örlítinn tíma saman 
svo mig langaði til að flýta mér niður og tala við þig en ég 
hugsa að þú hafir verið of seinn í vinnuna. 
Tár mín voru í regninu. 
Ég á svo margar gjafir handa þér, svo mikið að segja þér, 
 svo margt dásamlegt fyrir þig að upplifa því ég elska þig svo 
mikið. Þannig er eðli mitt eins og þú veist. Gerðu það talaðu 
við mig, biddu mig um hjálp. Ég þekki dýpstu þrár hjarta þíns 
og mig langar svo til að vera náinn þér. Ást mín til þín er dýpri 
en úthöfin, stærri en þú gætir ýmindað þér. Ég þrái að við  
eyðum tíma saman, aðeins við.  Það særir mig að sjá þig svo 
leiðan í dag. Ég skil í raun hvernig það er þegar vinir bregðast. 
Ég veit að hjarta þitt verkjar.  
Ég ætla að hætta núna því ég veit að þú átt mjög annríkt og 
ég vil sannarlega ekki áreita þig . Þér er frjálst að kjósa mig 
"á minn hátt" eða ekki , - það er þín ákvörðun. Ég hef þegar 
valið þig. Elsku vertu ekki of lengi að velja og mundu að  
Ég elska þig. 
VINUR ÞINN GUÐ....
TIL BAKA