![]()
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að
horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D.
Souza sagði eitt sinn: “Lengi vel fannst mér
alltaf sem lífið væri rétt að byrja – þetta eina sanna líf. En það var
alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga
fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar
skuldir. Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að
allar þessar hindranir voru lífið sjálft.”
Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni.
Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum
hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu
sérstakur til að verja tíma okkar með … og munum, að tíminn bíður ekki eftir
neinum.
Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú
hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum,
þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú
byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar
til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú
færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar
til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt
byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til
þú deyrð, þar til þú fæðist á ný … til þess eins að ákveða að það er enginn tími
betri til að
Finnst þér janúar og febrúar leiðinlegir mánuðir? Fyrir mörgum eru janúar og febrúar oft leiðinlegustu mánuðir ársins. Fólk kemur í vinnu í byrjun janúar uppgefið bæði andlega og líkamlega. Það eru ekki fleiri jólaboð, ekki fleiri slökunardagar í vinnunni, ekki meira frí. Hvernig komumst við aftur á jörðina og rennum okkur ljúft inn í nýtt ár með áhuga og full af orku. Notaðu janúar og febrúar til þess að hugsa og plana fram í tímann. Settu fókusinn á persónuleg og vinnutengd markmið. Skoðaðu aðferðir þínar til að ná markmiðum þínum og skoðaðu hvað er að virka og hvað ekki. Þegar þú byrjar að plana þá færðu kraftinn á endanum. Ertu hamingjusöm/samur Einn af þeim hlutum sem draga okkur niður er þegar við vitum ekki hvað við viljum. Það sem gerir janúar og oft febrúar svona leiðinlega er að það er komið nýtt ár en við erum enn að gera nákvæmlega sömu hlutina og á síðasta ári. Rannsóknir sýna að við erum hamingjusömust þegar við höfum að einhverju ákveðnu að stefna að. Eitthvað markmið sem við sjálf höfum sett okkur. Það er ekkert gaman að fljóta bara í gegnum lífið þú verður að synda! Í stað þess að vera óánægð/ur yfir hlutunum, gerðu eitthvað til að breyta þeim. Einfaldir hlutir eins og að fá sér áhugamál, vinna sjálfboðavinnu, eða gera eitthvað annað en þú gerir í dag eftir vinnu. Þú getur ákveðið að þrjá daga í viku þá hættir þú klukkan 17,00 í vinnunni! Markmiðið þarf að hafa þau áhrif að það dregur þig upp úr þessu janúar þunglyndi og gerir þig eftirvæntingarsama/n á það sem ókomið er. Mundu bara að skrifa markmiðin niður á blað, ef þú getur það ekki þá eru þau ekki nógu skýr. Finnst þér þetta hljóma of einfalt? Það er heljarinnar vinna að taka sjálfan sig í gegn og horfa heiðarlega á sjálfan sig. Skilningur á því hvað þú vilt í raun og veru er lykillinn. |