Þessa fallega kveðja var send foreldrum sem misstu nýfætt barn sitt. |
Bæn um hina sönnu trúAlmáttugi Guð, ég bið þig auðmjúklega að upplýsa hugskot mitt og hræra hjarta mitt með gæsku þinni, svo að með sannri trú og kærleika megi ég lifa og deyja í hinni sönnu trú Jesú Krists. Það er þessi trú, Guð minn, sem ég þrái af heilum hug að fylgja, til þess að bjarga sálu minni. Þessvegna lýsi ég því yfir að ég skal lifa í þeirri trú, sem þú sýnir mér að sé rétt, hverju sem til þarf að kosta. Það, sem ég verðskulda ekki, vænti ég að öðlast fyrir óendanlega miskunn þína. Heilög María, öndvegi viskunnar, bið þú fyrir oss.Amen. |
AÐ VEKJA ÁSTGuð minn, ég elska þig af öllu hjarta, af því að þú ert fjarska góður, og fyrir sakir þín elska ég náunga minn eins og sjálfan mig. Amen. |
Bæn um fyrirgefninguGóði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér. Góði Guð, fyrirgefðu líka öllum, hvar sem þeir eru og hvað, sem þeir hafa gert. Láttu alla elska þig. Amen. |
Friðarbæn(Heilagur Frans frá Assisi)Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns,svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er,trú þangað sem efi er, von þangað sem örvænting er, gleði þangað sem harmur er, ljós þangað sem skuggi er. Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en vera elskaður, því að okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. Amen. |
Bænaljóð
|
Guð komi til mín og varðveiti mig frá öllu illu, til lífs og sálar þennan dag og alla tíma, í Jesú nafni. Amen. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sest ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! Matthías Jochumsson Ljúfi Jesús, láttu mig lífs míns alla daga lifa þér og lofa þig ljúft í kærleiks aga. Þorkell G. Sigurbjörnsson Frelsarinn góði, ljós mitt og líf, lífsins í stormum vertu mér hlíf, láttu þitt auglit lýsa yfir mig, láttu mig aldrei skiljast við þig. Gjörðu mig fúsan, frelsari minn, fúsari að ganga krossferil þinn, fúsari að vinna verk fyrir þig. Vinurinn eini, bænheyrðu mig. Bjarni Jónsson |