ÁSTIN

 

Elskaðu mig mest þegar ég á það síst skilið því þá þarf ég mest á ást þinni að halda

 Höf óþekktur

Ég elska þig svo heitt - að ég er farinn að hata sjálfan mig.

 Jón Sigurgeirsson

Sá, sem ekki kann að hata- getur ekki elskað

 Voltaire

Ástin læðist á tánum, þegar hún kemur.En skellir hurðum, þegar hún fer

Höf ókunnur

Að elska er að gera sáttmála við sársaukann.

Höf Ókunnur

Að elska er að þekkja þær fórnir sem eilífðin krefur lífið um.

John Oliver Hobbes.

Að óttast ástina er að óttast lífið og sá sem þorir ekki að lifa er dauður að mestu.

Bertrand Russell.

Að reyna að útskýra vald ástarinnar er líkast því að bera ljós út í sólskin.

Robert Burton.

Að vera elskaður sjálfs síns vegna er hámark hamingjunnar.

Victor Hugo

Andúð veitir ástinni banasárið og gleymskan grefur hana.

La Bruyere.

Ástarbréf er kosningaloforð hjartans.

 Höf  Ókunnur.

Ást án ástar á móti er eins og þýðingarmikil spurning sem fær ekki svar.

Nordahl Grieg.

Ástfangið hjarta er auðsært.

Höf  Ókunnur.

Ástin er aðeins ein en eftirlíkingar hennar óteljandi.

La Rochefocauld.

 

 

Við finnum ávallt þegar við erum særð
En vitum sjaldan af því þegar við særum aðra

 

Sum orð þín særa mig óendalaust-
en þögn þín er helmingi verri.

Aldrei segja bless - ef þig langar en að reyna Aldrei gefast upp ef þér finnst þú geta haldið áfram. Aldrei segja að þú elskir manneskjuna ekki ennþá, ef þú getur ekki sleppt henni.
Ég sé svo eftir orðunum sem ég sagði við þig,  en ég sé samt mest eftir öllum skiptunum sem ég særði þig. Mig langar að segja þér að ég sjái eftir öllu saman,  en ég finn aldrei orð við hæfi,  ég finn aldrei orð yfir hugsanir mínar.
Hanna Reykjalín
BÆN
Guð, ég þakka þér fyrir að við erum tvö og fáum að vera saman. Ég er ekki ein(n). Þú hefur gefið mér ást og vináttu annarar manneskju, sem elskar mig eins og ég er, hughreystir og uppörvar mig, og hjálpar mér að finna sjálfan mig. Ég þakka þér fyrir að við getum talað saman og treyst hvort öðru. Þökk fyrir ást okkur, byrðirnar sem við berum saman, trúnna og bænina sem blessar okkur. 

 

mislegt.

 

Auga mitt og auga itt
og fgru steina,
mitt er itt og itt er mitt,
veist hva g meina.

a kali heitur hver,
hylji dali jkull ber,
steinar tali og allt hva er,
aldrei skal g gleyma r.
( VATNSENDA-RSA )

Ástin kætir, ástin sér, 
ástin bætir meinin. 
Ástin þreytir, ástin sver 
ástin grætir sinni

Þú sem kveiktir ástareld, 
innst í mínu hjarta. 
Láttu fram á lífsins kveld, 
loga neistann bjarta

Lífið þér verði ljúfur draumur, 
lánið þér fylgi alla stund. 
Aldrei þig heimsins glepji glaumur, 
guðs þig leiði volduga mynd

ú hefur oft hnd mr haldi
horft augu mn.
Aldrei svkur, aldrei deyr
endurminning n.

Þú ert yndi augna minna
aldrei fá þau séð þig nóg.
En hafa þig milli handa sinna
er hálfu meiri sæla þó!
 Höf ókunnur  Takk Hanna Reykjalín

 

 

ÁSTVINAFUNDUR

 

 

Hafði misst þig fann þig aftur 
hélt um stund, þú glötuð týnd 
tók í hönd þér og efldist kraftur 
hjartað barðist, tárin sýnd. 

Ó mig auman, trúði varla 
hafði fengið þig að sjá 
vonin óx og var ég harla 
glaður maður þig að fá. 

Heyri þig tala blíðum róm 
þín heilun fylgir orðum 
líf mitt áður ískalt tóm 
sorg með svörtum borðum. 

Svefninn langi er vakandi 
og vissan fylgir nú 
um nýja heima takandi 
til hendinni ert þú. 
Garðar Jónsson

 
TIL BAKA