Vinakærleikur og vinátta
 

 

Kærleikurinn er fólgin í svo mörgu, eins og  því að vera 
 góður við náungann. Stundum langar okkur til þess að vera góð en vitum ekki hvernig við eigum að gera það. Það er ýmislegt sem skiptir máli og það þarf ekki alltaf að vera stórt og það þarf ekki alltaf að vera einhver hlutur, það er svo margt annað sem er dýrmætara og gefur meira af sér  og endist, tökum dæmi...........
 
Það er mjög dýrmætt að geta hlustað, það er góður vinur sem 
gefur sér tíma til þess að hlusta, ekki bara hlusta heldur hlusta 
með hjartanu og láta viðkomandi finna að þú sért að hlusta ekki með hugann annarstaðar, svo áttu að gefa þér  tíma til þess að gefa ráð eða segja það sem þér finnst, beint frá  þínu hjarta, treystu á þig og láttu reyna á það sem frá þér kemur. JJ
Að geta elskað á réttan hátt er mikilvægt og að geta leyft 
vinum ,fjölskyldumeðlimum eða bara hverjum sem er að 
finna það, finna það með hlýju, finna það með skilningi 
og ekki síst finna það með faðmlagi, snertingu og orðum. JJ
Vertu ávallt glaður og hress í bragði, það er svo margt  í lífinu sem hægt er að gleðjast yfir, en það gerist ekki alltaf að sjálfu sér, það er með gleðina eins og annað í lífinu við þurfum  að leggja okkur vel fram og vinna í hlutunum.Vertu duglegur við að finna uppá og nýta allar þær stundir sem gefast til að gleðjast og hlæja með vinum þínum.  
Ef að þú ert hress og glaður í bragði þá smitar það. JJ
 
Vertu þakklát/ur, láttu alla finna fyrir því þakklæti sem býr 
í hjarta þínu, það er dálítil kúnst að kunna að þakka rétt 
fyrir sig, en skiptir máli að gleyma því ekki ,þakka fyrir sig 
með faðmlagi,fallegum orðum skrifa lítil ljóð eða skilaboð. JJ
 
Við sækjumst öll eftir því að fá hrós og hverjum manni 
er það lífsnauðsynlegt að fá klapp á bakið. Það er ekki 
sama hvernig þú hrósar, viðkomandi þarf að finna að þú 
sért að meina það, hafa hrósið einfalt, láta bros og eða 
fallegt augnaráð fylgja. Þetta skilar sér alltaf til baka.JJ
 
Það er alltaf nógur tími til þess að gera eitthvað fyrir vini 
sína eða náungann, það er  gott að gera öðrum greiða. 
Þetta þarf ekki að vera stórt , mikilvægt fyrir marga er til 
dæmis að þú hafir samband, látir viðkomandi finna að þú 
munir eftir honum. Það er allt of algengt að þegar fólk 
heimsækir aldraða að það komi með nammi eða gjöf og 
stoppi stutt, málið snýst um að gefa sér tíma og leyfa 
viðkomandi að finna  að okkur þyki vænt um það.JJ
 
Umfram allt þá er mikilvægast að vera góður vinur, vera 
maður sjálfur koma þannig fram,Þá sýnir þú að þú ert 
heiðarleg manneskja og fólk kynnist  þér eins og þú ert. 
Vertu skilningsrík / ur gefðu þér tíma til þess að skilja, 
skilja náungann áður en þú metur hann, skilja vandamál 
hjá vinum ef þau eru til staðar og umgangast hvern og 
einn eftir aðstæðum, ef fólk þarf að vera í friði , hafa 
skilning á því. Góðir vinir eru ekki á hverju strái, þeir 
eru sjaldgæfir,einbeittu þér að því að vera góður vinur. JJ
 
Júlíus Júlíusson
 
VINUR Í GRENND.
 
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, 
í víðáttu stórborgarinnar. 
En dagarnir æða mér óðfluga frá 
og árin án vitundar minnar. 

Og yfir til vinarins aldrei ég fer 
enda í kappi við tímann. 
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, 
því viðtöl við áttum í símann. 

En yngri vorum við vinirnir þá,  
af vinnunni þreyttir nú erum. 
Hégómans takmarki hugðumst við ná 
og hóflausan lífróður rérum. 

"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá, 
"svo hug minn fái hann skilið", 
 en morgundagurinn endaði á  
 að ennþá jókst mill´ okkar bilið. 

 Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, 
 að dáinn sé vinurinn kæri. 
 Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,  
 að í grenndinni ennþá hann væri. 

 Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd 
 gleymd´ ekki, hvað sem á dynur, 
 að albesta sending af himnunum send 
 er sannur og einlægur vinur.

 Þýtt  Sig. Jónsson tannlæknir
Takk Agnes

Vinur.

Kæri vinur
Vertu áfram þú sjálfur
Þú ert vinur minn og sannur vinur
Vegna þess að þú ert þú sjálfur
Vináttan felst í því að vera sannur
Þú ert sannur
Og þess vegna ertu vinur minn
Ég met það miklis að eiga þig sem vin
Þú ert vinur minn að eilífu
Ekkert getur breytt því
Því að þú ert þú sjálfur
Og munt vera það vinur minn
Kæri vinur
Mér þykir vænt um þig
Farðu því vel með þig.

Júl Júl

 

 

VINAKORN

Varðveittu hverja stund sem þú hefur 
og varðveittu hana enn betur því þú eyddir 
henni með einhverjum sérstökum,  
nógu sérstökum til að eyða tíma þínum í. 
Og mundu að tímin bíður ekki eftir neinum. 
  
Vinir eru mjög sjaldgæfir dýrgripir. 
Þeir láta þig brosa og hvetja þig áfram í lífinu. 
Þeir lána þér eyra,  hrósa þér og vilja alltaf 
opna hjarta sitt fyrir þig. -  
sýndu því vinum þínum hvers virði þeir 
eru þér. 

Bestu vinirnir eru þeir sem að þú getur setið með, án þess að segja orð, og svo gengið í burtu og fundist sem að þú hafir aldrei átt betri samræður. 
 Takk Hanna Reykjalín



 
Fágætur er góður vinur.

Vandfenginn er vinur trúr.

Vinar gjöf skal virða og vel hirða.

Sá er vinur er í raun reynist.

Í þörf skal vinar leita.

Vandfenginn er vinur í nauð.

Ekki vantar vini þá vel gengur.

Úr stóru tilvitnanabókinni.

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Brennu-Njálssaga

Sönn vinátta er eins og góð heilsa. Gildi hennar getum við sjaldan metið fyrr en við höfum glatað henni. C. C. Colton

Vináttan þekkir engin landamæri. Þess vegna er hún einnig sannur boðberi friðar. Max Tau

Þröngt mega sáttir sitja.

Sönn vinátta er planta sem vex hægt. G. Washington

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Dýrin í Hálsaskógi

Besti vinurinn sem við þekkjum er sá sem þekkir galla okkar og er samt vinur okkar.

Ráð skal fá hjá reyndum vin.

Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Úr Hávamálum

Vinur er gjöf sem þú gefur sjálfum þér. R.L. Stevenson

Sá sem kemur illa fram við besta vin sinn er í raun sjálfum sér verstur.

Sá sem leitar að gallalausum vini finnur engan. Frá Tyrklandi

Forlögin gefa okkur ættingja en vinina veljum við sjálf. J. Delille

Líf okkar getur ekki verið fullkomið án vina. Dante

Sá sem vanrækir gamla vini sína vegna nýrra getur átt á hættu að missa alla. Esóp

Maður á ekki að stefna að því að eignast eins marga vini og mögulegt er, bara svo marga að maður geti ræktað vináttu við þá. Aristóteles

Sannur vinur talar vel um okkur og ver okkur þegar við erum fjarri. B. Pascal

Skraut heimilis eru vinir sem þangað koma. R.W. Emerson

Úr bókinni Vel mælt.

Trúr vinur er öruggt athvarf og auðurgur er sá, sem finnur hann. Sírak

Ráð skal fá hjá reyndum vin. Málsháttur

Eigirðu vin máttu auðugan þig telja. Menandros

Ráðið til þess að eignast vin er að vera vinur.
R. W. Emerson

Vinsemd fæðir vinsemd. Cicero

Alvöru Vinátta.

Dag einn þegar ég var á fyrsta ári í menntaskóla sá ég einn strák úr mínum bekk á leiðinni heim úr skólanum. Hann heitir Siggi. Það leit út fyrir að hann væri með allar sínar skólabækur í fanginu, og ég hugsaði með mér, hver í ósköpunum fer með allar sínar skólabækur heim á föstudegi. Hann hlýtur að vera „nörd“. Ég var sko búinn að plana mína helgi sem framundan var með partýum og fótbolta með vinum mínum. Ég hlakkaði mikið til þannig að ég yppti bara öxlum og gekk áfram. Á meðan ég var að labba þarna sá ég fullt af krökkum hlaupa í áttina að Sigga. Þau slóu bækurnar úr fangi hans hrintu honum, þannig að hann datt í götuna og gleraugun flugu af honum og lentu í grasinu þó nokkuð frá honum. Hann leit upp og ég sá sorgina í augum hans. Ég vorkenndi honum, þannig að ég hljóp í áttina til hans þar sem hann var að leita að gleraugunum sínum. Ég sá tár í augum hans. Ég rétti honum gleraugun og sagði, þessir krakkar eru hálfgerðir asnar og ættu alls ekki að haga sér svona. Hann horfði á mig og þakkaði mér fyrir og brosti. Bros hans var eitt af þessum brosum sem bera vott um þakklæti, og í augum hans var mikið þakklæti. Ég hjálpaði honum að týna saman bækurnar og ég spurði hann hvar hann ætti heima. Þá kom í ljós að hann átti heima nálægt mér, svo ég spurði hann af hverju ég hefði aldrei séð hann fyrr. Þá sagði hann mér að hann hefði áður verið í einkaskóla.Við spjölluðum alla leiðina heim og ég hjálpaði honum að halda á bókunum. Mér fannst hann vera ansi hress strákur og spurði hann hvort hann væri til í að koma með mér og vinum mínum í fótbolta á laugardaginn. Hann var sko til í það. En ekki aðeins það heldur var hann með okkur alla helgina. Því betur sem ég og vinir mínir kynntumst honum, þess betur kunnum við við hann. Á mánudagsmorgninum hitti ég Sigga með allar bækurnar frá föstudeginum og ég gat ekki annað en gert smá grín að honum og sagði: „Þú færð örugglega svaka vöðva á að bera allar þessar bækur á hverjum degi.“ Hann hló og rétti mér helminginn af bókunum og við fórum í skólann. Næstu fjögur árin urðum við Siggi bestu vinir. Þegar við vorum á lokaárinu í menntaskólanum fórum við að huga að framhaldsnámi. Þá kom í ljós að hugur okkar stefndi í sitthvora áttina, og við ætluðum í sitthvorn framhaldsskólann. Hann ætlaði að verða læknir en ég viðskiptafræðingur. Ég vissi að við myndum alltaf verða vinir. Fjarlægðin á milli skólanna myndi ekki skemma vináttu okkar. Í menntaskóla var Siggi afburðanemandi - dúx. Ég stríddi honum stundum að hann væri „nörd“ en hann bara hló að því. En af því að hann var dúx þá átti hann að flytja ræðu við skólaslitin. Ég var feginn að það kom ekki í minn hlut.Á útskriftardaginn leit Siggi rosalega vel út. Hann fílaði menntaskólann alveg í botn. Hann var töff strákur og gleraugun fóru honum vel. Hann hafði meiri séns en ég og allar stelpurnar voru yfir sig hrifnar af honum. Stundum öfundaði ég hann og á útskriftardaginn leið mér einmitt þannig. En ég tók eftir því að hann var hálfkvíðinn að flytja þessa ræðu, svo ég klappaði honum á öxlina og sagði, þú verður frábær, ekki hafa áhyggjur. Hann horfði á mig, þakklátur og brosti. Svo byrjaði hann á ræðunni:  Á útskriftardaginn er tækifæri til að þakka þeim sem hjálpuðu manni í gegnum þessi fjögur erfiðu skólaár. Til dæmis foreldrum mínum, systkinum, kennurum og ef til vill þjálfara sínum í íþróttum en fyrst og fremst vinum sínum. Ég er hér til að segja ykkur öllum, að það að vera vinur einhvers, er besta gjöf sem þú getur gefið nokkurri manneskju. Ég ætla að segja ykkur smá sögu. Ég horfði undrandi á vin minn standa þarna í púltinu á meðan hann sagði frá þeim degi er við hittumst fyrst. Þá var hann  orðinn svo dapur og þreyttur á að eiga enga vini, og á því að smella ekki inn í vinahóp í skólanum, að hann hafði ákveðið að fyrirfara sér þessa helgi. Hann talaði um að hann hefði tekið allar bækurnar og tæmt alveg skápinn sinn til þess að mamma hans þyrfti ekki að gera það þegar hann væri dáinn. Hann horfði beint í augun á mér, brosti og sagði: „Mér var bjargað þarna, þennan dag. Vinur minn bjargaði mér frá því að fyrirfara mér.“ Það fór kliður um salinn, þegar þessi myndarlegi og vinsæli ungi maður sagði okkur frá þessu viðkvæma atviki. Foreldrar hans brostu til mín, þakklætisbrosi. Það var einmitt á þeirri stundu sem ég gerði mér grein fyrir því hvað vinátta raunverulega er. Aldrei vanmeta þann kraft sem býr í gjörðum þínum. Eitt lítið atriði (þ.e. t.d. hvernig þú bregst við í vissum aðstæðum) getur breytt lífi annarar manneskju, til góðs eða ills. Ekki vera sá sem hrindir öðrum, hrindir annarri manneskju niður í skítinn. Vertu sá sem reisir hana upp, hjálpar henni að bera erfiðleikana. Guð hefur skapað okkur fyrir hvort annað, til að hafa áhrif á hvort annað á einhvern hátt.

Höfundur ókunnur.

Júl Júl
Senda póst

 

TIL BAKA