EFNI FRÁ YKKUR.....
 
KÆRLEIKSSÖGUR ,FRÁSAGNIR,.BÆNIR, FRUMSAMIÐ EFNI EÐA ....?
 
Sendu það sem þér liggur á hjarta og það verður hlustað á þig

 

Hér er pláss fyrir allt mögulegt sem ykkur býr í hjarta kærleiksríkar sögur, frásagnir, eitthvað sem þú hefur samið eða vilt deila með okkur hinum, satt eða  frumsamið. Segjið frá einhverju sem þið hafið lent í eða einhverju fallegu sem þið hafið heyrt um,  kraftaverkasögum eða bara hverju sem þú vilt deila með okkur hinum. Hér er nóg  pláss fyrir alla, sendu mér það sem þú vilt að komi fram og það birtist hér.
Krakkar þið getið búið til fallega sögu og ég kem henni fyrir hér á þessu kærleiksríka svæði sem er fyrir alla. Hver og einn ræður því hvort frásögnin eða sagan sé birt undir nafni, dulnefni eða bara án nafns.

 

 
Lífið

Þú varst svo glaður og ánægður með allt
kvöldið áður vorum við hlæjandi og allt heima hjá þér svo daginn eftir gerðist þetta allt í einu bara ég talaði við þig í síma hálftíma áður þetta gerðist allt svo hratt.

ég var á leiðinni til þín
fæ svo sms frá vinkonu minni og í því stóð:
Hvað gerðist niðrí hjá kærastanum þínum ?
ég vissi ekkert hvað ég átti að gera,
ég var hálfnuð næstum komin til þín.

ég fékka að „hitta" þig áður en þú færir færir til Reykjavíkur á spítala hvernig er þetta hægt?
allt gerðist svo svakalega hratt
allt gerðist þetta eins og í bíómynd.
 

Alma - Takk Alma

 

 

 

Tárin streyma niður margbrotnar kinnar
á litlu stelpunni sem saknar mömmu sinnar
ofbeldisfullur faðir sem hendur á hana lagði
hún var sár, en ekkert sagði
lét hann brjóta tilfinningar sínar eins og ekkert væri
ef hún myndi verja sig, hvernig ætli það færi

Stelpan er áhyggjufull og leitar skjóls yfir nætur
hún gengur eftir ganginum dimma og grætur
hún vill vera hugguð af móður sinni
og að barsmíðum föðursins linni
en sársaukinn verður ávallt í hennar minni


 Hvernig er hægt að særa ungt hjarta svo mikið
það er skilið það eftir götótt og svikið
er það sanngjarnt að á meðan fólk er með heima við
með alla sem þau elska sér við hlið
meðan saklaust barn gengur í kuldanum og biður um grið
 
Hvenær er svarað hennar bænum
hvenær fær hún að vera með vinum vænum
innan um fólk sem elskar hana af öllum mætti
og hversu gott henni það þætti
vera metin eins og hún er
jafningi allra hér.


Þakkir frá Kærleiksvefnum til sendanda.

Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,
og ljósið svo skelfing lítið.
Skaltu eiga þér von sem þinn vin í neyð,
það virkar, en virðist skrýtið.
 
Því vonin hún vinnur gegn myrkri og hvíða,
og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl.
Sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða,
að í sólskinið sjáir, ég veit það er til.
                                                    SHL
Með bestu kveðju  Héðinn og Sigga

Bæn

Gef þú í allra barna brjóst
blíði Jesú þinn anda,
svo við foreldra leynt og ljóst
læri í hlýðni að standa.

Fólk mitt og hús, fel ég Jesús,
forsjá og geymslu þinni,
höndin þín trú, herra Jesú,
hún geymi nú hvert eitt
Guðs barn hér inni.

Bænavers eftir Guðbjörgu Jónsdóttur frá Broddanesi

"Daglega dynur á okkur áróður um að veraldleg gæði munu færa okkur hamingjuna. Ef við göngumst inn á þetta kemur óhjákvæmilega að því að leiði sækir á okkur annaðhvort vegna þess að við þráum stöðugt hluti sem við getum ekki eignast, eða vegna þess að við eignumst þá og uppgötvum að þeir færa okkur hana ekki."
 
"Ef þú metur sjálfa þig að verðleikum rennur upp fyrir þér hvílík gersemi þú ert - og gersemar krefjast umhyggju".
 
"Þegar þú öðlast skilning á því að þú ert í raun "ótrúlegt og undursamlegt sköpunarverk" geturðu hætt að hafa áhuggjur af lærunum og hrukkunum og ferð þess í stað að hrífa fólk með návist þinni."
 
"Láttu ljós þitt skína"
 
Hulda Jó
Grindavík

Lítil saga um ljósið

Einu sinni var indverskur fursti. Hann átti tvo syni. Dag einn ákvað hann að sá vitrari þeirra myndi erfa ríkið eftir sinn dag. Hann lét þá báða hafa ákveðna fjárupphæð og sagði þeim að kaupa eitthvað, sem fyllt gæti stærsta hallarsalinn.

Sá eldri fór strax að leita. Hann vantaði eitthvað sem var ódýrt og fyrirferðamikið. Á torginu sá hann mann sem var að selja hálm. Hann keypti allt sem fáanlegt var, en þegar í höllina kom varð ljóst að mikið vantaði upp á að salurinn fylltist.

Þegar sá yngri hafði tekið við peningunum, gekk hann afsíðis og settist niður og tók að velta fyrir sér hvað best væri að gera. Eftir nokkra umhugsun fann hann lausnina. Hann keypti stóran lampa og bar hann logandi inn í miðjan salinn, eftir að dimmt var orðið. Myrkrið vék, því ljósið fyllti nú hvern afkima. Yngri sonurinn hafði reynst vitrari og eignaðist því ríkið eftir dag föður síns.

Úr hugvekju sr. Sigurðar Ægissonar um skammdegi Mbl. 13. janúar 2002

Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér
lát ei sorg né böl þig buga
baggi margra þyngri er.

Vertu sanngjarn, vertu mildur
vægðu þeim sem mót þér braut
bið þinn guð um hreinna hjarta
hjálp í lífsins vanda og þraut.

Treystu því að þér á herðar
þyngri byrði ei varpað er
en þú hefur afl að bera
orka blundar, næg er þér.

Þerraðu kinnar þess er grætu
þvoðu kaun hins særða manns
sendu inn í sérhvert hjarta
sólageisla kærleikans.


Kveðja,
Þorgerður , Grindavík.

Megi þeir sem elska mig, elska mig..
Megi guð snúa þeim sem gera það ekki...
Ef hann getur ekki snúið þeim, þá snúi hann
á þeim ökklann, svo að ég þekki þá á heltinu....

Takk Friðbjörn

Spurningar um lífið.

Líf,Hvað er líf án leitar. 
Leitar að hæli sem máské er betra 
en barlómur dagsins í dag.
Þroski.Þroski hlýtur að fást með hugsun. 
Um stöðu og starf , lífsgang og lögun. 
Líkar mér , langar mig
vera þar eða hér.
Er hlutskipti dagsins í dag 
máské það besta.
Sem þessari sál býðst í dagsins önn.
Eða spurning , Á ég að reyna
að rannsaka fleyra , vita meira.
Í skóla lífsins.
Er ég kannski á réttu róli. 
Við eigum öll að vaka , Fylgjast með. 
Kannski að láta vaða , raða
réttlátum hugsunum.
Er það hægt . Á ég Á ég ekki.
Halda áfram ? Stöðnun á stað ?
Fæ ég mín notið , Fá kraftarnir útrás. 
Hugsun nóga víðsýn. 
Er þetta réttur staður?
      Guðbjörg
Vísa sem ég hef oft notað í kort til
 dætra minna með sumarkveðju.
Þökk fyrir þennan vetur,
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og sumar,
sent inn í hjartað mitt.
Kveðja, Bára
Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf  
honum  naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. 
 Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar
 lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði 
dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á 
skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.  Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði  lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú efur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það  eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og  dregið hnífinn aftur úr sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst  fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.? Margrét J
 
ALLSNÆGTIR LÍFSINS
Í dag endurnýja ég þá ákvörðun mína að tileinka líf mitt kosen-rufu.
Að vera svo sterkur, að ekkert geti haggað hugarró minni.
Að óska öllum sem ég hitti góðrar heilsu, gleði og vonar.
Að sannfæra vini mína um að í þeim búi eitthvað gott og stórkostlegt.
Að sjá jákvæðu hliðina á öllum hlutum og vera bjartsýnn í lífinu.
Að hugsa aðeins hið besta, leggja mig fram við að framkvæma og gera aðeins ráð fyrir hinu besta.
Að gleðjast yfir velgengni annara eins og það væri mín eigin.
Að minnast allra mistaka sem ég hef gert og halda ótrauður áfram að bæta mig til að öðlast besta árangur sem mögulegt er í framtíðinni.
Að eyða svo miklum tíma í að bæta sjálfan mig að það verði enginn tími aflögu til að gagnrýna aðra.
Að vera sterkari en óttinn, hafinn yfir reiðina og of hamingjusamur til að hafa áhyggjur.
Að dýpka trú mína á hverjum degi, þannig að Gohonzon geti sýnt mér réttu leiðina fyrir líf mitt.
Daisaku Ikeda, 1974.
Ágæti vinur.
 

Mér barst þessi saga sem mig langar að deila með þér:
- Jón vinur minn er rekstrarstjóri á veitingastað. Hann er alltaf í 
 góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar einhver spyr hann hvernig hann hafi það, þá svara hann alltaf, "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar !". Margir þjónar á veitingastöðunum sem hann hefur unnið á, hafa skipt um vinnustað, svo þeir gætu fylgt honum þegar hann hefur skipt um vinnustað. Ástæðan er jákvæða viðmótið hjá Jóni og  hversu hvetjandi hann er alltaf. Ef einhver starfsmaðurinn átti slæman dag, þá var Jón mættur, talandi um hvernig hægt væri að horfa á jákvæðu hliðarnar á málinu.  - Ég tók eftir þessu og það vakti forvitni mína, svo einn daginn fór ég til Jóns og spurði hann, "Ég næ þessu ekki, enginn getur verið svona jákvæður,alla daga, öllum stundum. Hvernig ferðu að þessu ?"  "Sjáðu nú til" svaraði Jón, "á hverjum morgni þegar ég vakna og segi við sjálfan mig, í dag á ég tvo valkosti, ég get valið að vera í góðu skapi, eða ég get valið að vera í vondu skapi. Ég vel alltaf að vera í góðu skapi. Í hvert skipti þegar eitthvað slæmt kemur fyrir, get ég valið að verða fórnarlambið eða ég get valið að læra eitthvað á þessu atviki. Ég vel alltaf að læra eitthvað Í hvert skipti sem einhver kemur til mín kvartandi, get ég valið að samþykkja þeirra kvartanir eða ég get bent á jákvæðu hliðarnar á málinu og lífinu sjálfu. Ég vel alltaf jákvæðu hliðarnar." "Já, en það er nú ekki alltaf auðvelt" mótmælti ég. "Jú það er það" sagði Jón. "Lífið snýst allt um valkosti. Þegar þú ert búinn að sneiða í burtu allan óþarfann, þá eru valkostir í hverri stöðu. Þú velur hvernig þú bregst við  þessari stöðu. Þú velur hvernig aðrir hafa áhfrif á þitt skap. Þú velur að vera í góðu skapi eða vondu skapi. Það er þinn valkosturhvernig þú lifir þínu lífi." Nokkrum árum seinna frétti ég, að Jón hefði af slysni gert nokkuð sem þú átt aldrei að gera í veitingageiranum, hann skildi lagerdyrnar eftir opnar eitt kvöldið og var rændur af þremur vopnuðum mönnum.  Á meðan að hann var að reyna að opna peningaskápinn, skjálfhentur og sveittur runnu hendur  hans af talnalásnum, ræningjana greip skyndireiði og þeir skutu hann. Sem betur fer fannst Jón fljótlega og var strax komið á spítala. Eftir 18 klukkustunda skurðaðgerð og margar vikur í gjörgæslu, var Jón útskrifaður af spítalanum með byssukúlubrot ennþá í líkama hans. Ég hitti Jón um það bil sex mánuðum eftir slysið. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það, svaraði hann ", "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar ! Viltu sjá örin mín ?" Ég hafði ekki áhuga á því, en spurði hvaða hugsanir hann hefði haft meðan að ránið átti sér stað"."Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði átt að læsa lagerdyrunum. "  Svaraði hann. "Síðan eftir þeir skutu mig, á meðan ég lá á gólfinu, mundi ég að ég átti tvo valkosti. Ég gat valið að lifa eða ég gat valið að deyja. Ég valdi að lifa."  "Varstu ekki hræddur ?" spurði ég. Jón hélt áfram "Fólkið í sjúkraliðinu var frábært. Þau sögðu mér aftur og aftur að þetta yrði allt í lagi. En þegar mér var rúllað inná neyðarvaktina og ég sá á svipnum á læknunum oghjúkrunarfólkinu, þá varð ég verulega hræddur. Í augum þeirra las ég. "Þessi er dauðans matur". Þá vissi ég að ég yrði að  gera eitthvað". "Og hvað gerðirðu ?" spurði ég.  "Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona  kallandi til mín" sagði hann. "Hún spurði hvort ég hefði ofnæmi fyrir einhverju." "Já, svaraði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hættu að vinna, litu upp og biðu eftir framhaldinu".  Ég dró djúpt andann og öskraði, 'Byssukúlum !'
Á meðan þau hlógu, sagði ég þeim að 'ég kysi að lifa. gerið þið það að framkvæma aðgerðina eins og ég sé lifandi, en ekki  dauður." Jón lifði þetta af vegna hæfileika læknanna, en líka vegna hans einstaka viðmóts. Ég lærði af honum að á hverjum degi getum við valið að njóta lífsins eða hata það. Það eina sem er raunverulega þitt, sem enginn á að geta stjórnað nema þú, eða tekið frá þér, er þitt viðmót, svo þú skalt fara vel með það og allt annað í lífinu mun verða miklu auðveldara.
- Nú hefur þú um tvo valkosti að velja :
1. Þú getur gleymt þessari sögu eða
 2.  Þú getur sagt hana einhverjum sem þér þykir vænt um.
- Ég vona að þú veljir síðari valkostinn, það gerði ég.
TIL BAKA