Von og líf
Alla liðlanga nóttina
reikaði ég um dimman skóginn.
Valdi mér stíga sem skiluðu mér ekkert. |
VoninSú sæla,
ó sú sæla
|
Vonin Í baráttu lífsins er vinningur
vís ( GEORGE HERBERT ) Þegar að þér er þrengt og allt hefur snúist gegn þér, þar til þér um síðir finnst að þú munir ekki þola við mínútu lengur...þá máttu ekki gefast upp, því einmitt þá er komið að þeim stað og stund þegar breyting mun verða á. ( HARRIET BEECHER STOWE ) Mannslíkaminn virðist dragast að voninni eins og öflug áhrif einhvers þyngdarlögmáls verki á hann. Sú er ástæða þess að vonir sjúklingsins eru leynivopn læknisins. Þær eru hið leynda verkefni í sérhverju lyfi. ( NORMAN COUSINS ) Nú er gagnslaust að velta vöngum yfir því sem þú ekki hefur. Hugsaðu heldur um hvað gera má úr því sem fyrir hendi er. ( ERNEST HEMINGWAY ) Snúðu andlitinu mót sólinni og þú munt ekki geta séð skuggana. ( HELEN KELLER ) Mér hefur alltaf þótt sú stund þegar ég vakna á morgnana dásamlegasta stund sólarhringsins. Því hversu þreyttur eða leiður sem þú ert, þá áttu þér þá fullvissu...að bókstaflega allt geti gerst. Og sú staðreynd að það fer nánast aldrei svo, skiptir engu máli. Möguleikinn er alltaf fyrir hendi. ( MONICA BALDWIN ) Vonin er sá vængjaði hnoðri sem hreiðrar um sig í sál minni og syngur þar söngva án orða og þagnar aldrei. En fegurst syngur hann þó þegar á móti blæs. ( EMILY DICKINSON ) Mörgum er of gjarnt að mæna á það neikvæða og það sem úrskeiðis fer, en því skyldu menn ekki leitast við að sjá hið góða, fara um það varfærnum höndum og fá það til að vaxa og dafna? ( THICH NHAT HANH ) Að elska er að taka þá áhættu að hljóta ekki ást á móti. Að vona er að hætta á að verða fyrir vonbrigðum. |