Móðir Teresa
Móðir - Edward Munch
Móðir - Whistler |
Kærleiksvefur Júlla Móðir umvefur alla af kærleik og stráir fegurð í kring um sig. JJ
Tungl móðirin
MAMMA ER KONAN.....
Sem kemur manni í heiminn með mikilli fyrirhöfn
fæðir mann og klæðir og veitir alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn
þarf á að halda. Þegar maður eldist og ætti kannski að geta hugsað
meira um sig sjálfur, tildæmis að vera í hreinum fötum, og laga til í
herberginu sínu leyfir mamma manni það ekki því hún er vön að hugsa
svo vel um barnið sitt. Mamma er alltaf til staðar með ______________ Blettur eftir ungbarnamat á kjólnum þínum, deigklessa í hárinu... Þetta eru heiðursmerki allra yndislegra mæðra. Vertu stolt af þeim. Christine Harris. Þakka þér fyrir að vera alltaf til taks, hvað sem á gekk og hvernig sem fjárráðin voru. Þakka þér fyrir að vera fús að lána okkur hvað sem var, gefa okkur hvað sem var, til að bjarga okkur úr hverri klípu. Pam Brown. Mamma lætur allt annað eiga sig, frestar hverju sem er, betlar eða fær lánað fyrir farinu, hendir náttkjól og tannbursta í tösku og er mætt á staðinn, á hraðameti sem enginn getur slegið, hvenær sem er og hvert sem er, ef maður þarfnast hennar. Charlotte Gray. |
Guð gat ekki verið alls staðar að gæta þess að krakkar kæmu sér ekki í vandræði og þess vegna bjó hann til mömmurnar. Alice Mamma er kona sem hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál um dagana, einkum þó mig. Diana Briscoe. Mæður þurfa að hafa þrenn augu. Ein til að sjá í gegnum lokaðar dyr, önnur í hnakkanum og svo auðvitað þessi á sínum venjulega stað til að horfa á barnið sitt þegar það gerir eitthvað af sér, augun sem segja: "Ég skil þig og mér þykir vænt um þig," án þess að mælt sé orð frá vörum. Erma Bombeck. Móðir hreykir sér aldrei eða stærir sig af börnunum sínum því hún veit að hún getur alltaf átt von á því að skólastjórinn hringi. Mary Kay Móðir er kona sem vinnur 25 tíma á sólarhring en gefur sér samt tíma til að leika við börnin sín. Iris Peck. Mæður eiga töfralím til að líma saman allt sem brotnar. Pam Brown. Hún er góð og blíð. Stundum finn ég á mér hvað mömmu þykir vænt um mig, lít upp og sé hana brosa til mín. Balbinder Kaur Kalsi. Ég verð kát og fæ fiðring í magann þegar mamma hlær. Suzanah Mamma mín er eins og morgunn. Fallegur morgunn. Abby, 7 ára. Mamma mín er svolítið skrítin því þegar ég bið um eitthvað þá kaupir hún það handa mér. Debbie, 10 ára. Mæður draga mann að landi þegar maður getur ekki klárað allan matinn sinn svo það líti út fyrir að maður hafi klárað. TB 11 ára Ég á frábæra mömmu sem bakar kökur og geymir í búrinu og tekur ekki eftir því þegar þær hverfa ofan í mig. MWJ 13 ára Mæður eru með innbyggt áhyggjukerfi sem ekki er hægt að slökkva á. Mæður ætla sér í einlægni að sleppa af okkur hendinni, láta okkur ráða ferðinni í eigin lífi, ekki vera með neina afskiptasemi. Samt geta þær ekki á sér setið að hringja til að fullvissa sig um að okkur vanti ekki hreina sokka og að við munum eftir að borða almennilega. PB Heimagerða sultan hennar mömmu er eiginlega niðursoðin ást. HME MÓÐIR MÍN Í KVÍ, KVÍ
|
Hún er ekki mjög góður kokkur en þegar hún býr til matinn er alltaf eitthvað sérstakt við hann. Þegar hún býr um rúmið mitt held ég að hún setji eitthvað í það því ég sef vært alla nóttina og vakna ekki upp við neitt. Conchita Rey Benayas, 10 ára. Mæður stinga sjóveikitöflum og plástri í bakpokann þinn þótt þú ætlir bara að skreppa í dagsferð. Pam Brown.
Móðir er kona sem á annasömum þvottadegi getur skrifað innkaupalista um leið og hún útskýrir ástæðurnar fyrir hundrað ára stríðinu, blandar græna málningu, finnur týnda ballettskóinn, þerrar hundinn nýkominn inn úr rigningunni, fylgist með kökum í ofninum og afgreiðir farandsölumann svona í leiðinni. Pam Brown. Elsku mamma. Þú ert alltaf í huga mér, og þannig verður það alla tíð. Gjafir þínar hafa ekki verið áþreifanlegir hlutir, þótt þú hafir alltaf gefið fallegustu gripina þína líka. Gjafir þínar hafa verið staðfesta þín, hláturinn og áhuginn (ekki síst þegar hann fór út í öfgar!), allt gamanið og skemmtunin, lífsgleðin sjálf. HME.
Það er sama hversu gömul ég verð. Alltaf þegar ég sé eitthvað nýtt eða frábært, langar mig til að hrópa: "Mamma, komdu og sjáðu!" Helen Exley. |
|
|
Mamma,elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma,elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma,elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma,elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma,elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita --
hjarta, er sakna' ég mest.
(Sumarliði Halldórsson
Bubbi
Morthens - Móðir
Móðir, hvar er barnið þitt,
svona seint um kvöld?
Móðir, hvar er yndið þitt?,
þokan er svo köld.
Þokan sýnir hryllingsmynd,
þvöl er stúlkuhönd.
Út úr þokunni líður kynjamynd
með egghvasst járn.
Ópið, inní þokunni,
til jarðar féll þar hljótt.
Starandi augu, skældur munnur,
ó blóðið rann svo hljótt.
Lítil stúlka á heiðinni
villst hefur af leið.
Hún hitti mann á leiðinni
undan krumlum hans þar sveið.
Móðir, hvar er barnið þitt,
svona seint um kvöld?
Faðir, hvar er yndið þitt?,
þokan er svo köld……….
Það mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann og annan
Mjúk er móður höndin