FAÐIR MINN ÁTTI FAGURT LAND
(Huld I. -- Björn Þórarinsson Víkingur.)
|
Kærleiksvefur Júlla Faðir miðlar og heldur styrkri verndarhendi yfir sinni fjölskyldu. JJ
Faðir vor kallar kútinn Einu sinni þegar Bakkabræður voru vel á legg komnir reru þeir á sjó með föður sínum til fiskidráttar.Varð þá karli svo snögglega illt að hann lagðist fyrir .Þeir höfðu haft með sér blöndukút á sjóinn og kallaði karl til sona sinna þegar stund var liðin og bað þá um kútinn . Þá segir einn þeirra: "Gísli- Eiríkur-Helgi" (því svo voru þeir allajafna vanir að segja þegar einhver þeirra talaði til annars af því þeir vissu aðeins að þessi voru nöfn þeirra allra)" Þá segir annar. " Gísli-Eiríkur-Helgi, faðir vor kallar kútinn," allt eins sagði hinn þriðji , og á þessu voru þeir að stagast þangað til að karlinn var dauður því enginn þeirra skildi hvað karlinn vildi kútnum. Síðan er það haft fyrir máltæki að sá "kalli kútinn" sem er að deyja.
Mismunurinn á foreldrunum sem
uppalendum hefur fyrst og fremst komið fram í því hingað til, að
mæðurnar hafa eytt meiri tíma með börnum sínum og borið aðalábyrgðina
á uppeldi þeirra. Þetta hefur þó breyst hratt að undanförnu og gera
má ráð fyrir því að feður láti enn meira til sín taka í
barnauppeldinu með tilkomu nýlegra laga um foreldraorlof. Uppeldi
ungra karla hefur ekki styrkt þá eins eindregið til að sinna
barnauppeldi og uppeldi ungra kvenna. Því eru feðurnir oft óvissari
en mæðurnar um getu sína til að sinna ungum börnum. Hins vegar vex
þeim ásmegin við að reyna þetta og reynast oft ekki síður hæfir en
mæðurnar.
Til pabba míns. Ég elska þig svo mikið af því að þú elskar mig, mér finnst þú frábær og æðislegur og þú verður það alltaf. Ég elska þig vegna þess að þú vinnur svo mikið til að eiga mat handa okkur og þak yfir höfuðið. Ég elska þig svo mikið vegna þess að þú skammar mig aldrei og gefur mér nammi. Ég elska þig vegna þess að þú ert PABBI MINN!!!!. Faðir er sá sem veldur því að þér finnst þú ómissandi þótt engum öðrum finnist það. |
Vertu, Guð faðir, faðir minn.
Vertu, Guð faðir, faðir
minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn,
hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína'eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín
heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið
þitt
í mínu hjarta ég geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna'eg burt úr heimi.
Hallgrímur Pétursson
Orðið pabbi á ekki jafn marga
ættingja í öðrum málum og mamma. Í grísku er þó að finna páppa í
merkingunni 'faðir' og í latínu bæði ppa og pappa. Orðið er
talið komið í íslensku sem tökuorð úr latínu. Í nágrannamálum má finna pápi
í færeysku, pape í norsku, Papa í þýsku og papa í
frönsku.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villzt af leið
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svæfir storm og bál.
Ó, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf,
unz allt það pund, sem Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
Ó, faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
Edwards / Matthías
Jochumsson
Jónas Tómasson
ER FAÐIR BARNA OG BLÓMA
Er faðir barna og blóma
gaf blómi hverju nafn
þau gengu glöð í burtu
á Guðs síns mikla safn.
Til baka kom ein bláeyg,
svo blíð og yndisleg,
og sagði; "Guð ég gleymdi,
ó, Guð, hvað heiti ég?"
Þá brosti faðir blóma
sem barn í morgunþey
og sól í sumarljóma
og sagði - "Gleym mér ei."
Höf ókunnur