Í fótalauginni Þeim Bakkabræðrum hafði
verið sagt að það væri ósköp hollt
fyrir þá að gera sér endrum og sinnum heitar fótalaugar.En af því
að jafnan var þröngt um eldivið hjá þeim
tímdu þeir ekki að hita vatn til þess. Einu sinni vildi svo vel til að þeir
hittu fyrir sér laug eða hver á ferð sinni.Nú
hugsuðu þeir sér gott til glóðarinnar
að þeir skyldu fá sér heitar fótlaugar
fyrir ekki neitt, tóku því af sér skó og sokka og settust
hver hjá öðrum í kringum hverinn og höfðu
fæturnar ofan í. Þegar þeir fóru að
gæta að þá þekkti enginn þeirra sína
fætur frá hinna.Með þetta voru þeir lengi í stöku ráðaleysi;
þeir þorðu ekki að hreyfa sig því þeir
vissu ekki nema þeir kynnu að taka skakkt til og taka hvers annars fætur
og sátu svona þangað til að þar bar að ferðamann. |
Í viðarmó
Eitt sinn fóru Bakkabræður
í viðarmó; var það hátt upp í
brattri fjallshlíð.Nú rifu þeir viðinn og bundu byrðar til að velta ofan
brekkuna. Þá hugsaðist þeim að hvorki gætu
þeir séð hvað byrðunum liði á leiðinni
né heldur vitað hvað af þeim yrði þegar
ofan kæmi. Kom þeim þá það
ráð í hug að binda einn þeirra bræðra
innan í eina byrðina og skyldi hann hafa auga með byrðunum.Tóku
þeir svo Gísla ,bundu hann inn í eina byrðina og
létu höfuðið standa út úr. Síðan
veltu þeir byrðunum á stað og ultu þær
ofan á jafnsléttu.En þegar Eiríkur og Helgi
komu ofan fóru þeir að hyggja að bróður sínum og vantaði þá á hann höfuðið svo
hann gat ekkert sagt hvernig byrðunum hafi liðið
eða hvar þær höfðu lent.Þó þeir
Eiríkur og Helgi væru ekki nema tveir eftir þá sögðu
þeir ávallt eins og áður þegar annar talaði
til hins : "Gísli-Eiríkur-Helgi".
|
Endalok Það hef ég seinast frétt
af þeim bræðrum Eiríki og Helga að þeir
sáu tungl í fyllingu koma upp úr hafi og gátu síst
skilið í, hvað það væri.Fóru þeir
þá til næsta bæjar og spurðu bóndann þar hvað þessi hræðilega
skepna væri.Maðurinn sagði þeim að það
væri herskip. Við það urðu þeir
svo hræddir að þeir hlupu inn í fjós og byrgðu
bæði dyr og glugga svo engin skíma næði inn
til þeirra,og þar er sagt að þeir hafi svelt sig
í hel af ótta fyrir herskipinu.
|
Þjóðsögur
Jóns Árnasonar 2. bindi bókaútgáfan
Þjóðsaga 1954.
Teiknuð mynd eftir nemanda
í 5.bekk 98-99 í Síðuskóla á Akureyri
Til
baka