Ekki er kyn þó keraldið leki Þá keyptu þeir bræður einu sinni stórkerald suður í Borgarfirði og slógu það í sundur svo það væri því hægra í vöfunum að flytja það .Þegar heim kom var keraldið sett saman og farið að safna í það , en það vildi leka . Fóru þá bræðurnir að skoða hvað til þess kæmi. Segir svo einn þeirra : "Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn þó keraldið leki ,botninn er suður í Borgarfirði."Síðan er haft fyrir máltæki: "Ekki er kyn þó keraldið leki." |
Myrkrið borið út
Bakkabræður höfðu tekið
eftir því að veðurlag var kaldara á vetrum
en sumrum og eins hinu að því kaldara var í
hverju húsi sem á því voru fleiri og stærri
gluggar.
|
Þjóðsögur
Jóns Árnasonar 2. bindi bókaútgáfan
Þjóðsaga 1954.
Til
baka