Ekki er kyn ■ˇ keraldi­ leki

Þá keyptu þeir bræður einu sinni stórkerald suður í Borgarfirði og slógu það í sundur svo það væri því hægra í vöfunum að flytja það .Þegar heim  kom var keraldið sett saman og farið að safna í það , en það vildi leka . Fóru þá bræðurnir að skoða hvað til þess kæmi. Segir svo einn þeirra : "Gísli-Eiríkur-Helgi, ekki er kyn þó keraldið leki ,botninn er suður í Borgarfirði."Síðan er haft fyrir máltæki: "Ekki er kyn þó keraldið leki."

 

Myrkri­ bori­ ˙t

Bakkabræður höfðu tekið eftir því að veðurlag var kaldara á vetrum en sumrum og eins hinu að því kaldara var í hverju húsi sem á því voru fleiri og stærri gluggar.
Þeir þóttust því vita að allt frost og bitra væri af því komið að hús væri með gluggum.
Þeir tóku sig því til og gerðu sér hús með nýju lagi að því leyti sem þeir höfðu engan glugga á því,enda var þar inni kolniðamyrkur sem nærri má geta. Þeir sáu reyndar að þetta  var reyndar dálítill galli á húsinu, en bæði hugguðu þeir sig við að hlýtt mundi verða í því á vetrum, og eins héldu þeir að úr mætti bæta með góðum ráðum.
Þeir tóku sig því til einn góðan veðurdag þegar glaðast var sólskin um hásumarið og fóru að bera út myrkrið úr húsinu í húfum sínum , sumir segja í trogum, hvolfdu þeim myrkrinu , en báru  aftur inn í þeim sólskin í húsið og hugðu nú gott til birtunnar eftirleiðis. En þegar þeir hættu um kvöldið og settust að í húsinu sáu þeir ekki heldur en áður handa sinna skil.

Þjóðsögur Jóns Árnasonar 2. bindi bókaútgáfan Þjóðsaga 1954.
 

Til baka