Kötturinn étur allt Einu sinni voru þeir bræður
enn á ferð og mættu manni sem hafði dýr í
barmi sínum sem þeir höfðu aldrei séð
. Þeir spurðu hvað þetta dýr héti og
til hvers það væri haft. Maðurinn segir að það sé
köttur og drepi hann mýs og eyði þeim úr húsum.
Það þykir þeim bræðrum mikil gersemi og
spyrja hvort kötturinn sé ekki falur.Maðurinn segir að
svo megi þeir mikið bjóða að hann selji þeim
hann og varð það úr að þeir keyptu köttinn
fyrir geypiverð. Fara þeir svo heim með kisu og láta
vel yfir sér.Þegar heim kom mundu þeir eftir því
að þeim hafi láðst eftir að spyrja um hvað
kötturinn æti ; fara þeir svo þangað sem maðurinn
átti heima er seldi þeim köttinn. Var þá
komið kvöld og fór einn þeirra upp á glugga
og kallaði inn :"Hvað étur kötturinn?"Maðurinn
svarar í grannleysi ; "Bölvaður kötturinn étur
allt." Með það fóru þeir bræður heim,
en fóru að hugsa betur um þetta að kötturinn
æti allt. Þá segir einn þeirra:
Allir saman Ef einn þeirra bræðra þurfti að fara eitthvað þá fóru þeir ævinlega allir.Einu sinni fóru þeir í langferð hér um bil þrjár þingmannaleiðir.Þegar þeir voru komnir tvo þriðjunga vegarins mundu þeir eftir því að þeir hefðu ætlað að fá léðan hest til ferðarinnar.Sneru þeir svo heim aftur, fengu hestinn og fóru svo ferðar sinnar. |
Þjóðsögur
Jóns Árnasonar 2. bindi bókaútgáfan
Þjóðsaga 1954.
Til
baka