Faðir vor kallar kútinn Einu sinni þegar þeir bræður voru vel á legg komnir reru þeir á sjó með föður sínum til fiskidráttar.Varð þá karli svo snögglega illt að hann lagðist fyrir .Þeir höfðu haft með sér blöndukút á sjóinn og kallaði karl til sona sinna þegar stund var liðin og bað þá um kútinn . Þá segir einn þeirra: "Gísli- Eiríkur-Helgi" (því svo voru þeir allajafna vanir að segja þegar einhver þeirra talaði til annars af því þeir vissu aðeins að þessi voru nöfn þeirra allra)" Þá segir annar. " Gísli-Eiríkur-Helgi, faðir vor kallar kútinn," allt eins sagði hinn þriðji , og á þessu voru þeir að stagast þangað til að karlinn var dauður því enginn þeirra skildi hvað karlinn vildi kútnum. Síðan er það haft fyrir máltæki að sá "kalli kútinn" sem er að deyja.
Gamla Brúnka mun rata
|
Þjóðsögur
Jóns Árnasonar 2. bindi bókaútgáfan
Þjóðsaga 1954.
Teiknuð mynd eftir nemanda
í 5.bekk 98-99 í Síðuskóla á Akureyri
Til
baka