Blöndukúturinn
Róa til fiskidráttar
knálegir Bakkabræður
ásamt föðurnum góða,
-karlinn kænunni ræður.
Nú eru synir hans loksins
orðnir sterkir og stórir.
Þarna standa þeir bognir
við færin sín-allir fjórir.
Sólskinið glitrar fjörðinn,
leikur sér báran blá,
máfurinn steypir sér glaður
ofan frá himninum háa.
Nú er þó gaman að
keipa,
-fiskur rykkir í færið.
Sjáið,hve hendurnar fegnu
leika snarlega um snærið.
Heima í litlu koti
trogið er tómt og bíður.
Blítt lætur veröldin,þegar
í pottinum seinna meir sýður.
Mikið er heitt í veðri,
-svitinn seytlar um vanga.
Þarna er dreginn að borði
stór og stritandi langa.
Karlinn hægir nú á sér
lítur hreykinn á hlutinn,
-grípur um hjartað og stynur,
leggst svo lúinn í skutinn,
mænir heim yfir fjörðinn
á blessaðan bæinn sinn þekka,
-kallar til sonanna þriggja,
biður um blöndu að drekka.
Gísli í kuðung hrekkur,
í austurinn fiski fleygir,
sest síðan agndofa niður,
hristir sitt höfuð og segir,
um leið og hann klórar sér
öllum,
bæði þreyttur og þrútinn:
"Gísli - Eíríkur - Helgi,
faðir vor kallar kútinn."
Eiríkur rær á þóftu,
skimandi upp til skýja,
allt eins smeykur og Gísli
við þennan vandann nýja,
kallar svo út í bláinn,
haldandi um öngulhnútinn:
"Gísli - Eíríkur - Helgi,
faðir vor kallar kútinn."
Helgi undrandi starir
á bræðurna sína báða:
faðirinn góði er þyrstur,
-hvað er nú helst til ráða
?-
þurrkar af enni svitann,
umlar ofan í klútinn:
"Gísli - Eíríkur - Helgi,
faðir vor kallar kútinn."
Þarna húka þeir allir,
fullir af ógleði og ama,
yfir dauðþyrstum föður,
og bergmála sífellt það
sama,
hreyfingarlausir sem steinar
og án þess að opna stútinn:
"Gísli - Eíríkur - Helgi,
faðir vor kallar kútinn."
Svo skeður það,að karlinn
geispar og gefur upp andann. -
Þá loks er allt í lagi
og búið með voðann og vandann.
-Þeir róa til lands eins og hetjur
og stíga heilir á ströndu
með fiskinn,líkið - og kútinn
fleytifullan af blöndu.