Jólin koma í Kærleikslandi
Eftir Júlíus Júlíusson -  Jólavefur Júlla 2012

Copyright  Jólavefur Júlla ©

Hæ ég heiti Blíð ég á heima í kærleikslandi þar sem allt er gott, við hér þekkjum ekki neitt vont, allir eru blíðir, hjálpsamir og góðir, þannig á það að vera, sérstaklega núna fyrir jólin.

Ég er að fara að undirbúa jólin hjá mér og dýrunum mínum. Það er svo kalt ég var að koma undan hlýrri sænginni minni, þá er nú gott að hafa kerti hjá sér og nú ætla ég að hlýja mér örlítið áður en ég byrja, það eru  nefnilega nóg verkefni framundan hjá mér.

Jæja Bangsi , þetta er nú meiri flækjan í jólaseríunni sem við höfum í stofunni hjá okkur, en það er til bóta að allar perurnar eru í lagi, mikið getur maður orðið  þreytt á þessu öllu saman.

Gott er að hafa einhvern traustan og hlýjan ef maður vill fá sér smá lúr það er nauðsynlegt að hvíla sig inn á milli, það liggur ekki svo mikið á jólin koma þó svo að serían sé ekki komin upp, mér þykir svo vænt um þig bangsi, þú ert svo mjúkur.

 

Það má ekki gleyma dýrunum á stundum sem þessari, gefa þeim eitthvað gott, leyfa þeim að vera inni í hlýjunni, Lambi minn þú mátt sofa undir sænginni minni á jólanóttina það er sko hlýtt þar, við getum líka talað saman.

 

Bíbbi litli er mín hjálparhella þegar þarf að hengja upp greinar, hann flýgur með þær upp þar sem ég næ ekki, því ég er svo stutt í annan endan, hann nartar stundum í rauð og falleg berin, þau eru svo góð, það er í lagi ef hann klárar þau ekki

 

Þessar jólakúlur nú til dags eru orðnar svo stórar, ég ræð varla við þær svona lítil eins og ég nú er. Kúlurnar eru samt svo fallegar að það verður að hafa þær með.

 

 

Greinarnar í ár eru mjög fallegar, ég ætla skreyta með þeim út um allt hús hjá mér, og ég ætla líka að láta greinar hjá öllum dýrunum.

 

Hvar á þetta nú að vera ?, þetta hefur sennilega dottið af þessu sem ég setti upp áðan, jæja ég læt þetta bara fyrir ofan myndina af honum Bangsa, ummm það er svo góð lyktin af  þessu, hún er líka svo jólaleg

Þessi dagur er nú búinn að vera erilsamur, en nú er ég að verða búin, enda orðin  þreytt, svona, nú á ég bara eftir að hjálpa kisa litla upp í jólasokkinn, hann vill alltaf sofa þar innan um góðgætið, honum líkar svo vel ilmurinn, en hann er samt stilltur greyið hann snertir ekki á neinu, enda vel upp alinn , hann er líka svo sætur.

 

Ţetta var nú erfiður dagur nú kemst ég varla inn í rúmið mitt, ég ætla að leggja mig hérna hjá honum Bangsa mínum hann er svo góður. Nú eru jólin alveg að koma og allt er tilbúið hjá mér, ég óska öllum gleðilegra jóla og verið góð við hvort annað og.....ZZZZZZZZZ

 

Júlíus J

 

Jólasögur af Jólavef Júlla

4 Jólasögur

Jólaţjóđsögur

Lítil hjartnćm saga

Saga um Jólatré (J.J)

Jólasveinasaga Jónínu

Jólasögur -  Kristnisögur

50 sögur á Jólasögusíđu barna

Jólin koma í kćrleikslandi ( J.J )

Ég veit ađ mamma grćtur á jólunum

Jólatöfrar " Eđa var ţetta raunverulegt " ( J.J )

 

 

 

 TIL BAKA 

Jólavefur Júlla  1999 - 2000 - 2001 - 2002 - 2003 - 2004 - 2005 - 2006 - 2007 - 2008 - 2009 - 2010 - 2011 - 2012

Póstur