En það bar til um þessar mundir,
að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla
heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin er
gerð var , þá er Kýreníus var landstjóri
á Sýrlandi. Fóru þá allir til að
láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.Fór þá einnig Jósef
úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu,
til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem,
en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta
skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var
þunguð. En meðan þau voru þar, kom sá
tími, er hún skyldi verða léttari. Fæddi
hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og
lagði hann í jötu, af því að eigi var
rúm handa þeim í gistihúsi.
En í sömu byggð voru hirðar
úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar.
Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð
Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu
mjög hræddir, en engillinn sagði við þá:
|
Texti jólaguðspjallsins, hjá Guðspjallamanninum Lúkasi, eins og hann Þakkir frá Jólavefnum til Séra Magnúsar G Gunnarssonar á Dalvík. |