Jólakveðjur

Jólavefur Júlla 2012

 
Fyrsta jóla og nýárskortið í heiminum var gefið út í Englandi árið 1843, þrem árum eftir að frímerkið var fundið upp. Siðurinn breiddist fljótt út um alla Evrópu á 19. Öld. Fyrstu kortin komu á markað á Íslandi í kringum 1890 og voru dönsk eða þýsk. Nokkru eftir aldamótin var svo farið að gefa út íslensk jóla  og nýárskort. Í fyrstu voru  einkum á þeim myndir af landslagi eða  einstökum kaupstöðum, en seinna komu teiknuð kort til sögunnar. Árið 1932/1933 byrjaði íslenska ríkisútvarpið að senda jóla og nýárskveðjur, og voru þær í fyrstu einkum til sjómanna á hafi úti. Jólakveðjur íslenska útvarpsins fóru hins vegar fram úr öllu því sem þekkt er í nálægum löndum. Sérstaklega jukust þær á stríðsárunum,þegar fólkið sem flykkst hafði úr sveitunum í atvinnuna “fyrir sunnan” , tók að senda kveðjur heim til sín. Þótti þá mörgum , sem heima sat, gott að heyra nafn sitt og heimilisfang hljóma á öldum ljósvakans. Elsta íslensk  jólakveðja, sem fundist hefur, er hins vegar í bréfi frá Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi 7. Janúar 1667 , en hann endar það á þessa leið: “Með ósk  gleðilegra jóla, farsællegs nýja árs, og allra góðra heillastunda í Vors Herra nafni Amen.”
Heimildir: Í Jólaskapi Árni Björnsson. Bjallan 1983
 
 
Elsta íslenska jólakveđja, sem fundist hefur, er í bréfi frá Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi 7. Janúar 1667 , en hann endar ţađ á ţessa leiđ: “Međ ósk gleđilegra jóla, farsćllegs nýja árs, og allra góđra heillastunda í Vors Herra nafni Amen.” Skömmu eftir stofnun útvarpsins 1930 eđa fyrir jólin 1932 var fariđ ađ lesa jólakveđjur í Íslenska Ríkisútvarpinu. Ţann siđ hafđi Danska útvarpiđ tekiđ upp fimm árum fyrr. Jólakveđjur íslenska útvarpsins fóru hinsvegar framm úr öllu ţví sem ţekktist í nágrannalöndunum og stendur enn föstum fótum í jólasiđum okkar Íslendinga.

Á vef Borgarbókasafns Reykjavíkur er hćgt ađ senda nýárskveđjur - Klikkiđ á kortiđ.

Jólakveðja til þín

 

 

 

 Vefsmiður Júlíus Júlíusson  -   Jólavefur Júlla 1999 -  2000 -2001 - 2002 - 2003 - 2004 - 2005 - 2006 - 2007 - 2008 - 2009 - 2010 - 2011 - 2012

 

Copyright  Jólavefur Júlla ©
 
 
TIL BAKA