Jólavefur Júlla 2012
Heimildir: Saga daganna, Mál og Menning / Árni Björnsson 1993 (Birt með góðfúslegu leyfi útgefenda og höfundar), Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar, viðtöl við fólk, eigin upplifun og fl sem minnst er á neðanmáls. Jólasveinar Fyrsti þekkti jólasveinnin var Sankti Nikulás frá Myru ( Tyrkland í dag ) . Eina barn ríkrar fjölskyldu. Hann varð munarlaus á unga aldri þegar foreldrar hans dóu báðir úr plágunni. Hann ólst upp í klaustri, þegar hann varð 17 ára var einn af yngstu prestum sögunnar. Margar sögur eru til af gjafmildi , hann gaf allan sinn auð til bágstaddra og þá sérstaklega barna. Sagan segir að hann hafi látið poka með gulli detta niður um reykháfa eða hent pkunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til þerris á arinhillum.Seinna varð hann biskup. St. Nikulás. Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, . Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir.
Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á
forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega
litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði
Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með
jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Þetta er greinilega miðevrópski
jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur gamli
maðurinn i.
Elsta mynd af jólasveininum í íslensku blaði árið 1901, Æskunni - Danskir jólanissar í heimsókn.
1931 og 1964, hannaði Haddon Sundblom nýja Jólasveina fyrir Coca-Cola samsteypuna og sá jólasveinn varð fljótt frægur var m.a annars á baksíðu blaðanna Post og National Geographic. Þetta er jólasveinninn sem við þekkjum á rauðu fötunum, leðurstigvélunum, hvítu skeggi og slatta af leikföngum í poka á bakinu. Coca Cola jólasveinninn Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura. Þjóðminjasafn Íslands tók hinsvegar upp þann sið árið 1988 að skipuleggja heimsóknir jólasveina í safnið síðustu 13. daga fyrir jól. Eru þeir þá í gömlum íslenskum klæðum og hafa orðið afar vinsælir meðal yngstu kynslóðar sem þykja þessir jólasveinar mun áhugaverðari en þessi rauðklæddu.
Jólasveinar eru taldir þrettán og kemur sá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól og síðan einn hvern dag til jóla og eins haga þeir brottferð sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana að sletta floti á eldhúsveggi á Þorláksmessu þegar kjötið var soðið og hurfu þessar slettur síðan því jólasveinar sleiktu þær. En þessi eru nöfn jólasveina eftir því sem réttorður kvenmaður hefur heyrt: (Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Grýla og Leppalúði - Jólavefur Júlla
Myndin er eftir
Halldór Elvarsson og er af frímerkjahefti. ( Birt
með leyfi Halldórs )
Það hafa
margir spreytt sig á jólasveinunum.
Hér koma nokkur nöfn jólasveina og jólameyja sem fundist hafa í heimildum: Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahængir, Bjálfansbarnið, Bjálfinn, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flautaþyrill, Flotgleypir, Flotnös, Flórsleikir, Froðusleikir, Gangagægir, Guttormur, Hlöðustrangi, Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Litlipungur, Lummusníkir,Lungnaslettir, Lútur, Lækjarræsir, Moðbingur, Pönnuskuggi, Rauður, Redda, Reykjasvelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur, Þambarskelfir, Þorlákur, Örvadrumbur. Þrettán jólasveinanöfn sem við þekkjum í dag. Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir. Stekkjarstaur: Fannst best að sjúga ærnar en var með staurfætur svo það gekk heldur erfiðlega. Giljagaur: Hafði yndi af mjólkurfroðunni og hélt sig mest í fjósinu. Stúfur: Var lítill og snaggaralegur og fannst dásamlegt að kroppa leifarnar af pönnunum. Sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar. Þvörusleikir: Mjór eins og girðingarstaur og þótti ekkert betra en að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum. Pottaskefill: Hirti óhreinu pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þeir þurftu engan þvott eftir þá meðferð. Askasleikir: Stal öskum fólksins, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir. |