Jólasveinar 

Jólavefur Júlla 2012

Copyright  Jólavefur Júlla ©

 

Heimildir: Saga daganna, Mál og Menning / Árni Björnsson 1993 (Birt međ góđfúslegu leyfi útgefenda og höfundar), Ţjóđsagnasafn Jóns Árnasonar, viđtöl viđ fólk, eigin upplifun og fl sem  minnst er á neđanmáls.

Jólasveinar

Fyrsti ţekkti jólasveinnin var Sankti Nikulás frá Myru  ( Tyrkland í dag ) . Eina barn ríkrar fjölskyldu. Hann varđ munarlaus á unga aldri ţegar foreldrar hans dóu báđir úr plágunni. Hann ólst upp í klaustri, ţegar hann varđ 17 ára var einn af yngstu prestum sögunnar. Margar sögur eru til af gjafmildi , hann gaf allan sinn auđ til bágstaddra og ţá sérstaklega barna. Sagan segir ađ hann hafi látiđ poka međ gulli detta niđur um reykháfa eđa hent pkunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til ţerris á arinhillum.Seinna varđ hann biskup.

St. Nikulás.

Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alţjóđlega rauđklćdda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, . Ţeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafćlur. Á ţessari öld hafa ţeir mildast mikiđ og klćđa sig stundum í rauđ spariföt, en geta samt veriđ ţjófóttir og hrekkjóttir.

Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíđu jólablađs Ćskunnar áriđ 1901. Ţar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferđ. Áriđ 1906 er mynd í jólablađi Unga Íslands af síđskeggjuđum öldungi í skósíđum kufli međ jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Ţetta er greinilega miđevrópski jólasveinninn en í blađinu er hann einungis nefndur gamli mađurinn i.
Upp úr síđustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman ađ fá ć meiri svip af ţessum útlendu körlum bćđi hvađ snertir útlit, klćđaburđ og innrćti. Ímynd góđa jólasveinsins međ gjafirnar náđi fljótt nokkurri fótfestu.

Elsta mynd af jólasveininum í íslensku blađi áriđ 1901, Ćskunni - Danskir jólanissar í heimsókn.


Smám saman verđa jólasveinar smáskrítnir vinir barna fremur en fjendur, fćra ţeim gjafir, syngja fyrir ţau og segja sögur. Munu verslanir ekki síst hafa stuđlađ ađ ţessari ţróun međ ţví ađ nota jólasveina í búđargluggum og seinna blađaauglýsingum ađ erlendri fyrirmynd. Afstöđubreyting ţessi hefst miklu fyrr í kaupstöđum en sveitum.

Kringum 1930 virđist verđa einskonar ţjóđarsátt um jólasveinana. Ţá tók Ríkistúvarpiđ til starfa og strax um jólin 1931 kom íslenskur jólasveinn í heimsókn í barnatíma ţess í útvarpssal. Sá siđur hefur haldist ć síđan og leikarar valiđ sér eitthvert hinna hefbundnu jólasveinanafna, hvort sem ţeir komu fram í útvarpi eđa á annarri jólatrésskemmtun. Ţessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góđhjartađur fjallabúi sem undrađist borgarlífiđ og tćknina. Hann gerđi ađ gamni sínu viđ börnin, sagđi frá og söng um ćvi sína og brćđra sinna eđa hann rakti grátbrosleg ćvintýri sín á leiđ til byggđa. Hann var í gervi hins alţjóđlega jólakarls og gaf börnum ađ skilnađi ávexti eđa annađ góđgćti. Eftir 1950 tóku rauđklćddir jólasveinar ađ sjást í stćrri verslunum og enn síđar ađ hafa í frammi tilburđi á götum úti eđa húsaţökum. Á nokkrum heimilum var einnig tekiđ upp á ţví ađ láta einhvern í gervi jólasveins koma međ gjafir á ađfangadagskvöld en ţađ hefur aldrei orđiđ mjög vinsćlt á Íslandi.

1931 og 1964, hannađi Haddon Sundblom nýja Jólasveina   fyrir Coca-Cola samsteypuna og sá jólasveinn varđ fljótt frćgur var m.a annars á baksíđu blađanna Post og National Geographic. Ţetta er jólasveinninn sem viđ ţekkjum á rauđu fötunum, leđurstigvélunum, hvítu skeggi og slatta af leikföngum í poka á bakinu.

 

Coca Cola jólasveinninn

Efalaust má einkum ţakka ţađ skáldunum og Útvarpinu ađ íslenskir jólasveinar héldu bćđi fjölda sínum og sérnöfnum ţótt ţeir tćkju upp búning og viđmót útlendra jólagaura. Ţjóđminjasafn Íslands tók hinsvegar upp ţann siđ áriđ 1988 ađ skipuleggja heimsóknir jólasveina í safniđ síđustu  13. daga fyrir jól. Eru ţeir ţá í gömlum íslenskum klćđum og hafa orđiđ afar vinsćlir međal yngstu kynslóđar sem ţykja ţessir jólasveinar mun áhugaverđari en ţessi rauđklćddu.

Jólasveinar eru taldir ţrettán og kemur sá fyrsti hálfum mánuđi fyrir jól og síđan einn hvern dag til jóla og eins haga ţeir brottferđ sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafđi ţađ fyrir vana ađ sletta floti á eldhúsveggi á Ţorláksmessu ţegar kjötiđ var sođiđ og hurfu ţessar slettur síđan ţví jólasveinar sleiktu ţćr. En ţessi eru nöfn jólasveina eftir ţví sem réttorđur kvenmađur hefur heyrt:
Tífill, Tútur,
Baggi, Lútur,
Rauđur, Redda,
Steingrímur og Sledda,
Lćkjarćsir, Bjálminn sjálfur,
Bjálmans barniđ,
Litlipungur, Örvadrumbur.

Konur jólasveinanna eru páskadísirnar og koma ţćr til híbýla mennskra manna um páskaleytiđ.

Nöfn jólasveina (eftir annari sögn) :

Tífall og Tútur,
Baggi og Hnútur,
Rauđur og Redda,
Steingrímur og Sledda,
sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barniđ,
Bitahćngir, Frođusleikir,
Gluggagćgir og Syrjusleikir.

(Eftir enn annari sögn)

Jólasveinar eru níu talsins og heita: Gáttaţefur, Gluggagćgir, Pottasleikir og Pönnuskuggi, Guttormur og Bandaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora. Ţeir kveđa:

Upp á stól
stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól,
ţá kem ég til manna.

Jólasveinar var sagt ađ kćmu til heimila međ jólaföstunni međ stóra hatta á höfđum, búklausir, en kloflangir upp ađ herđum og sćktu eftir floti. Ađrir sögđu ţeir sćktu ekki til bćja fyrr en rúmri viku fyrir jólin og stađfestu ţađ međ kvćđi ţessu:

Níu nóttum fyrir jól
ţá kem ég til manna.
Upp á hól
stendur mín kanna.

Best áttu ţeir ađ ţrífast á ţeim heimilum sem var bölvađ á. Um ţrettánda dag jóla áttu ţeir ađ safnast saman og drepa ţann magrasta.

(Ţjóđsagnasafn Jóns Árnasonar)

Grýla og Leppalúđi - Jólavefur Júlla

Myndin er eftir Halldór Elvarsson og er af  frímerkjahefti. ( Birt međ leyfi Halldórs )


Póstkort af Grýlu og Leppalúđa  - Kristín Sigurđard hannađi sveinana.Jólasveinar Hrefnu Aradóttur ahusid.com

Ţađ hafa margir spreytt sig á jólasveinunum.
Hér koma nokkrar myndaseríur viđ kvćđi Jóhannesar úr kötlum.Jólasveinar Ólafs Péturssonar frá Reykjavík


Jólasveinar Hollyar Hughes frá Ísafirđi.


Jólasveinar Rósu Pálsdóttur frá Akureyri.


Jólasveinar Brians Pilkingtons 1- Sólarfilma


Jólasveinar Brians Pilkingtons 2- SólarfilmaJólasveinar Inga Sölva Arnarsonar viđ vísur Ragnars Eyţórssonar.

Hér koma nokkur nöfn jólasveina og jólameyja sem fundist hafa í heimildum:

Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahćngir, Bjálfansbarniđ, Bjálfinn, Drumbur fyrir alla, Dúđadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flautaţyrill, Flotgleypir, Flotnös, Flórsleikir, Frođusleikir, Gangagćgir, Guttormur, Hlöđustrangi, Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Litlipungur, Lummusníkir,Lungnaslettir, Lútur, Lćkjarrćsir, Mođbingur, Pönnuskuggi, Rauđur, Redda, Reykjasvelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur, Ţambarskelfir, Ţorlákur, Örvadrumbur.   

Ţrettán jólasveinanöfn sem viđ ţekkjum í dag.

Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Ţvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurđaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrćkir, Gluggagćgir, Gáttaţefur, Ketkrókur, Kertasníkir.

Stekkjarstaur: Fannst best ađ sjúga ćrnar en var međ staurfćtur svo ţađ gekk heldur erfiđlega.

Giljagaur: Hafđi yndi af mjólkurfrođunni og hélt sig mest í fjósinu.

Stúfur: Var lítill og snaggaralegur og fannst dásamlegt ađ kroppa leifarnar af pönnunum. Sérstaklega ef ţćr voru vel viđbrenndar.

Ţvörusleikir: Mjór eins og girđingarstaur og ţótti ekkert betra en ađ sleikja ţvörur sem notađar voru til ađ hrćra í pottum.

Pottaskefill: Hirti óhreinu pottana úr eldhúsinu og skóf ţá ađ innan međ puttunum. Ţeir ţurftu engan ţvott eftir ţá međferđ.

Askasleikir: Stal öskum fólksins, faldi sig međ ţá og skilađi ekki aftur fyrr en ţeir voru tómir.

Hurđaskellir: Fannst ekkert skemmtilegra en ađ skella hurđum og notađi til ţess hvert tćkifćri sem gafst.

Skyrgámur: Ćgilegur rumur sem ţefađi uppi skyrtunnurnar og át ţar til hann stóđ á blístri.

Bjúgnakrćkir: Fimur viđ ađ klifra uppi í rjáfri og stal ţar reyktum hrossabjúgum.

Gluggagćgir: Gćgđist inn um hvern glugga til ađ reyna ađ koma auga á eitthvađ sem hann gćti hnuplađ.

Gáttaţefur: Međ sitt heljarstóra nef gat hann fundiđ lykt af nýsteiktu brauđi langar leiđir og runniđ ţannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauđ.

Ketkrókur: Stakk löngum stjaka međ króki á niđur um strompana til ađ krćkja í kjötlćrin sem héngu í eldhúsloftinu.

Kertasníkir: Ţótti góđ tólgarkerti og átti í miklu sálarstríđi af ţví hann gat ekki bćđi horft á fallegan logann af ţeim og borđađ ţau.

Jólasveinarnir íslensku á ensku.

SHEEP WORRIER
-  Stekkjarstaur
GULLY GAWK
-  Giljagaur
STUBBY
-  Stúfur
SPOON LICKER
-  Ţvörusleikir
POT LICKER
 - Pottasleikir
BOWL LICKER
-  Askasleikir
DOOR SLAMMER
-  Hurđaskellir
SKYR GLUTTON
- Skyrgámur
SAUSAGE STEALER
- Bjúgnakrćkir
WINDOW PEEPER
-  Gluggagćgir
DOOR SNIFFER
-  Gáttaţefur
MEAT HOOK
-  Ketkrókur
CANDLE BEGGAR
-  Kertasníkir

Úr bókinni

JÓLAKARLAR KOMNIR Á KREIK

( Mig vantar upplýsingar um ţessa bók,  ég fékk ţetta sent og veit ekki meira )

GRÝLA er mamma jólasveinanna, óttarleg tröllkerling, hún er mörg ţúsund ára, hún er dugnađarforkur sem stýrir heimilinu međ myndarbrag.

LEPPALÚĐI karlinn hennar Grýlu er fádćma mikill letingi hann gerir allt til ţess ađ forđast húsverkin og annađ.

STEKKJARSTAUR kom fyrstur, stirđbusalegur karl, hann fer af stađ ţrettán dögum fyrir jól, hann reynir ađ ná sér í sopa af mjólk sem honum finnst ósköp góđ en sú heimsókn endar ţó oftast međ ósköpum ţví kindurnar verđa alveg ćrar, stekkjastaur heldur ţá áfram án ţessa ađ fá minnstan dreitil, ţví hann er svo stirđur, já hrakfallabálkur er hann Stekkjastaur.

GILJAGAUR er annar geysimikill príluköttur, ţegar fjósamađur og kona eru orđin ráđalaus vegna óláta í kúnum skríkir Giljagaur af ánćgju og nćr sér svo í mjólkurlög á leiđinni út, já makalaus er hann Giljagaur.

STÚFUR er sá ţriđji óttaleg  písl, hann borđar oft yfir sig ţví hann vill verđa stór og sterkur eins og brćđur hans, eitthvađ gengur ţađ nú illa og virđist hann hreinlega ekkert stćkka ţótt hann sé eldgamall, já stuttur er hann Stúfur.

ŢVÖRUSLEIKIR er sá fjórđi hinn mesti garpur, hann á ţađ til ađ taka fleira en sleifina eina og hefur ţá skálina međ öllu deiginu međ sér á brott, hann hćttir ekki ađ sleikja fyrr en allt deigiđ er búiđ, já sćlkeri er hann Ţvörusleikir.

POTTASLEIKIR er sá fimmti ljúfur í lund, stundum gerist ţađ ađ hann sleikir svo marga potta ađ hann verđur alveg máttlaus í tungunni af ţreytu, já prakkari er hann Pottasleikir.

ASKASLEIKIR er sá sjötti hann er karl í krapinu, hann flýtir sér stundum svo mikiđ ađ hann missir leirtauiđ í gólfiđ, viđ ţađ bregđur honum svo mikiđ ađ hann ţýtur út og gleymir ađ ađ setja gott í skóinn, já klaufskur er hann Askasleikir.

HURĐASKELLIR er sá sjöundi afskaplegur hrekkjalómur, af og til lćđist hann ţar sem einhver situr í makindum og á sér einskis ills von ţá opnar hann dyrnar varlega og skellir hurđinni skyndilega svo undir tekur í öllu, já stríđinn er hann Hurđaskellir.

SKYRGÁMUR er sá áttundi sterkur og stór, hann er alveg sérstaklega hittinn hann gerir sér lítiđ fyrir og kastar inn um glugga ţví sem í skóin skal, jafnvel margar hćđir, já stórhuga er hann Skyrgámur.

BJÚGNAKRĆKIR er sá níundi, vaskur sveinn, ţađ ţykir ekki einleikiđ hversu miklu hann torgar, svo miklu ađ ţađ gćti dugađ ofaní margar fjölskyldur, já belgstór er hann Bjúgnakrćkir.

GLUGGAGĆGIR er sá tíundi, mesti heiđurskall, sjái hann eitthvađ fallegt og ţá sérstaklega sćtar kökur, hristist hann svo mikiđ af gleđi ađ glugginn hreinlega brotnar, já forvitinn er hann Gluggagćgir.

GÁTTAŢEFUR er sá ellefti heilmikill kappi, ef Gáttaţefur finnur ekki góđa lykt í langan tíma skreppur nefiđ á honum saman og verđur eins og gömul kartafla, en um leiđ og ilmur berst ađ vitum hans ,blćs ţađ út og verđur glansandi fínt, já lyktnćmur er hann Gáttaţefur.

KJÖTKRÓKUR er sá tólfti, kátur kraftakarl, ef Kjötkrókur er mjög svangur borđar hann hangikjötiđ á leiđ sinni milli húsa og fleygir svo frá sér beinum í allar áttir, já svakalegur er hann Kjötkrókur.

KERTASNÍKIR er sá ţrettándi ósköp viđkvćm sál, ađ lokum verđur hann svo gagntekinn af ljósadýrđinni ađ hann má ekki til ţess hugsa ađ hverfa út í myrkriđ án ţess ađ nćla sér í nokkur kerti til ađ kveikja á, já fagurkeri er hann Kertasníkir.

Vísanir í síđur um Jólasveina.

Mjólkurjólasveinarnir

 

Síđur frá Ţjóđminjasafninu

Jólasveinarnir í Ţjóđminjasafninu

Af vef Jóhannesar úr Kötlum

Jólasveinar Jóhannesar úr Kötlum  

( Hér eru hinar skemmtilegu myndir Tryggva Magnúsonar af ţeim félögum)

The Yuletide Lads - Kvćđi Jóhannesar úr Kötlum á ensku.

Efni um Jólasveina af Jólavef Júlla.

Jólasveinapóstur á Dalvík

Jólasveinar á svölum Kaupfélagsins á Dalvík

Jólasveinar á gömlum erlendum kortum.

Jólasveinanöfn á ýmsum tungumálum.

Grýla og Leppalúđi

Efni um Jólasveina af síđu Salvarar Gissurardóttir

Jólasveinakvćđi Ţorsteins Ö Stephensen

Jólasveinar Halldórs Péturssonar

Efni um Grýlu og jólasveinana

Efni um Jólasveina.

The Yuletide Lads - Garđar.

Jólasveinar á jólasíđu Systu

TIL BAKA

 

Vefsmiður Júlíus Júlíusson. Jólavefur Júlla 1999 -  2000 - 2001 - 2002 - 2003 - 2004 - 2005 - 2006 - 2007 - 2008 -  2009 - 2010 - 2011 - 2012
Póstur