Jólavefur Júlla  2012

Jólasveina póstur á ađfangadag á Dalvík í 74 ár.

Dásamlegur  siður

Jólaveinarnir hafa notað margann farkostinn,m.a. sleða, þotur, vélsleða, skíði og  dráttarvélar.

Hér eru þeir að störfum á Dalvík í kringum 1980  neðst á Mímisveginum

Skömmu eftir ađ Ásgeir P Sigurjónsson gerđist kennari á Dalvík 1932, kom hann á fót barnadeild innan Ungmennafélags Svarfdćla  handa ţeim sem höfđu ekki aldur til ţess ađ ganga í félagiđ. Börnin kusu sér stjórn og héldu fundi mánađarlega undir stjórn Ásgeirs, ţađ var margt sem deildin tók sér fyrir hendur, eitt af ţví var ađ sjá um árlega jólatrésskemmtun á Dalvík. Ţađ var svo rétt fyrir jólin 1938 , ađ Ásgeir kennari gerđi tilllögu um, ađ deildin tćki upp ţann siđ ađ fá jólasvein til ađ bera út bréf og böggla í hús á Dalvík á ađfangadag. Hugmyndin hlaut samţykki og vakti almennan fögnuđ viđstaddra . Á “litlu jólunum” var svo tilkynnt, ađ tekiđ yrđi viđ jólasveinapósti á Ţorláksdag , en jólasveinnin kćmi öllu til skila á ađfangadag. Eldri deild barnaskólans veitti póstinum viđtöku, krakkar lásu sundur og flokkuđu í húsin. Fyrsti jólasveinninn sem annađist  póstburđ, var ţréttán ára strákur, Friđjón Kristinsson, seinna póstafgreiđslumađur á Dalvík . Allt gekk samkvćmt áćtlun , Friđjón kom öllu til skila ,og var langt liđiđ kvölds,er hann hélt heim. Til  dagsins í dag hafa börn enn ţennan hátt á  á Dalvík eftir 74 ár, og aldrei fallið út ár, nú flykkjast þau í hópum.  Pósturinn hefur vaxið drjúgt í tímanna rás, um 1982 þá voru sveinarnir 15 talsins, yfirleitt þrír í hóp einn aðalsveinn og tveir hjálparmenn, drógu þeir póstinn á sleða eða sleðum.

Það tekur tímann sinn að mála og skrýða alla jólasveinana.

Steingrímur Þorsteinsson  (Steingrímur lést í nóvember 2008) hefur lagt þar mest af mörkum öll þessi ár.

Jólasveina hersingin setur gleðibrag á bæinn allann. Og vel er þeim tekið , er þeir skila pósti, óska um leið gleðilegra jóla og gauka oftar en hitt góðgæti að yngstu börnunum, sem heima sitja. Nú er pósturinn orðið ærið starf og verður að taka daginn snemma til þess að vera búinn að ljúka við útburð áður en hringt er til aftansöngs.

 Heimildir Saga Dalvíkur 4. bindi  -  Myndir Héraðsskjalasafn Svarfdæla

Guðmundur Ingi Bæjarpósturinn

Í einu húsi var alltaf boði upp á jólaöl.

Hér er  Hannes Ingi Guðmundsson ásamt fleiri jólasveinum

Ađ ţví ađ ţađ var minnst á fyrsta jólasveininn Friđjón Kristinsson í greininni hér fyrr, þá langar mig til þess að minnast á að þegar ég fékk loksins tækifæri á því að vera hinum megin við borðið,þá var alltaf sérstaklega gaman að koma til Friðjóns og Rikku  á  Svarfaðarbrautinni, þar var boðið inn í kökur,drykk og ýmislegt fleira, hann hefur vitað eftir sína reynslu hvað þyrfti til að gleðja þreytta jólasveina.  Ég ætla að vona að þessi dásamlegi siður haldist um aldur og ævi, og mikið er ég þakklátur þessari góðu hugmynd hjá Ásgeiri Sigurjónssyni. Gaman væri að vita hvað mörg Dalvísk andlit Steingrímur Þorsteinsson hefur málað.

Júlíus Júlíusson

TIL BAKA

Jólavefur Júlla  1999 - 2000 - 2001 - 2002 - 2003 - 2004 - 2005 - 2006 - 2007 - 2008 - 2009 - 2010 - 2011 - 2012

Copyright  Jólavefur Júlla ©