Jólakort - Fróðleikur - Saga - Nýtt - Gamalt Jólakort
Auglýsing úr Æskunni fyrir jólin 1897.
Fyrsta jólakortið varð til fyrir algera slysni. Í desember árið 1843 áttaði Henry Cole, mikilsmetinn Lundúnabúi, sig á að hann hafði gleymt að skrifa bréf með jólakveðjum til vina og ættingja. Honum hraus hugur við því að þurfa að skrifa öll þessi bréf á svona stuttum tíma og þess vegna bað hann vin sinn, listamanninn John Callot Horsley, að hanna fyrir sig kort með staðlaðri kveðju. Innan fárra daga var fyrsta jólakort sögunnar tilbúið, það voru aðeins prentuð 1000 stk. Það var afar látlaust í útliti, með mynd af fólki við gleðskap og alveg án trúarlegs ívafs. Kveðjan var einföld "Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár". Horsley var einn af uppáhalds listamönnum Viktoríu drottningar og varð hún yfir sig hrifin af kortinu. Að hennar áeggjan lagði hann fyrir sig að gera fleiri kort og keypti drottningin hundruð þeirra til að senda fjölskyldu sinni og vinum. Fyrsta jólakortið Þegar um 1850 voru margir listamenn sem unnu við að teikna jólakort en það var ekki fyrr en eftir 1860 að farið var að fjöldaframleiða þau og jólakortaiðnaðurinn blómstraði. Vinsælasti jólakortaframleiðandinn í Bretlandi var án vafa Raphael Tuck í London sem borgaði vel fyrir fallega hönnuð jólakort. Frægasti viðskiptavinur hans var frú Grover Cleveland, eiginkona bandaríska forsetans, sem lét hafa eftir sér: "Þúsundir Bandaríkjamanna verða stoltir viðtakendur þessa fallegu korta frá forsetanum og konu hans". Kort frá Raphael Tuck Fyrstu bandarísku kortin voru gefin út af R.H.Pease í New York, en þrátt fyrir það er það útgefandinn Louis Prang frá Boston sem fær þann heiður að vera kallaður "faðir bandaríska jólakortsins". Louis Prang var innflytjandi frá Þýskalandi 1850 og var frumkvöðull jólakortasamkeppna þar sem vegleg verðlaun voru í boði, allt að $1000, sem var afar rausnarlegt á þeim tíma. Sýnir það líka hve arðsöm þessi iðngrein hefur verið. Úrvalið var einhæft í byrjun, og á meðan siðurinn var að þróast var myndvalið algerlega háð tískusveiflum. Í dagblöðum í New York var sérstakur dálkur með gagnrýni um nýjustu jólakortin. Þau kort sem þar fengu lofsamlega dóma voru jafnan söluhæst það árið. Myndefnið var vetrarmyndir, mistilteinn og kristsþyrnir. Kort frá Louis Prang Eftir 1850 fer Heilagur Nikulás að vera áberandi myndefni en jólatrén ruddu sér ekki rúms inn á jólakortin fyrr en á síðustu árum síðustu aldarinnar og blómið sem allir kannast við sem jólastjörnu kemur ekki til sögunnar á kortunum fyrr en á fyrstu árum 20. aldarinnar. Kort frá fleiri erlendum útgefendum. Wardiri 1867 Canton 1860 Goodall 1862 Haggelberg 1888 Thierry 1877 Spottiswood 1878 Sulman 1870 Rothe 1880 Íslensk jólakort/eða með íslenskri kveðju. Íslenskt jólakort frá árinu 1935. Árbæjarsafn .Heimild Jólavefur Ruv. Kort eftir Bjarna Jónsson
Ýmislegt Jólakort frá Bill Clinton og Hillary 1997 - Framhlið og innaní Enskt boðskort í jólaboð Kort frá Kanada - Alberta sent des 1865 Kort frá Kanada - Alberta sent des 1915 Kápa af jólalista Robert
Simpson Company's Kanada 1907. Gamalt ljósmyndakort frá því fyrir aldamót. Flöskumiði sem jólakveðja frá 1900. Sænskt kort frá því ca 1920
Kortapar frá því um eða rétt eftir aldamót Gömul kort með póstsögu og fleira Raphael Tuck & Sons' Jólakort prentað í Englandi póstsett 24 desember 1904 Prentað í Þýskalandi póstsett 16 desember 1912 Þýski jólasveinninn "Weihnachtsmann" Prentað í þýskalandi.
Prentað í Englandi,
Frá Svíþjóð Prentað í USA Prentað í Fraklandi póstsett 24 desember 1899 Prentað í USA póstsett 23 des 1909 Vísanir í síður um Jólakort. Efni um Jólakort af Jólavef Júlla. Börn á gömlum erlendum jólakortum |