
Sögur eftir krakka úr lítilli samkeppni um "
Jólaköttinn" 2002
Jólakötturinn
Einu sinni var ung
stúlka, hún var afar fátæk og átti hvorki fjölskyldu né vini.
Það var komið
aðfangadagskvöld og unga stúlkan fékk auðvitað engan jólamat og
engar jólagjafir. Eins og öll önnur aðfangadagskvöld þá var hún
að labba á milli glugga og laumast til að kíkja inn í húsin þar
sem allir voru svo glaðir og hamingjusamir þá óskaði hún sér
alltaf innilega hún gæti verið inni hjá einhverju af fólkinu sem
skemmtu sér svo vel á jólunum. þar
sem hún lá á glugga einum heyrðu hún allt í einu skrítið og
veiklulegt mjálm fyrir aftan sig, hún kíkti fyrir aftan sig og sá
að þar stóð köttur sem mjálmaði og vildi augljoslega láta klappa
sér. Stúlkan gekk að kettinum og sagði ,,æjæj ertu tíndur? Þú
mátt alveg vera hjá mér á jólunum". Kötturinn
stökk í fangið á henni og hún gekk í burtu með köttinn. Hún
fór með kisa litla í lítið skot milli húsa þar sem hún var vön
að sofa á nóttunni og gaf kisanum þann litla mat sem hún átti.
Hún hafði fengið þennann mat hjá kaupmanninum á horninu og hafði
geymt hann þar til núna. Þegar kötturinn var búinn að borða þá
tók hún hann og vafði inn í lítið teppi sem hún átti og hélt á
honum og klappaði. Þar
sem hún sat og klappaði kettinum byrjaði hann allt í einu að tala
!! Stúlkan hrökk í kút en kötturinn sagði ,,ekki vera hrædd, ég
ætla að gefa þér 1 ósk af því þú ert búin að vera svo góð
við mig". Stúlkan spurði hver hann væri og hann kvaðst vera
Jólakötturinn!!! Stelpan var skelfingu lostinn en sagði ,,ætlar þú
þá að éta mig eða hvað" Jólakötturinn sagðist ekki ætla
að gera það og sagði að það væri bara gömul þjóðsaga til að
hræða óþekk börn sem eru alltaf að skemma ný föt. Hann sagði
að í raun og veru væri hann bara saklaus jólaköttur sem væri kannski
pínulítið göldróttur. Litla stúlkan trúði kettinum ekki en hún
ákvað samt að prufa að óska sér þð skaðiði varla. Hún
óskaði þess að hún ætti fjölskyldu sem væri að halda upp
á jólin saman !!! Og viti menn óskin rættist. Allt í einu sat hún
við stórt jólatré og var að opna jólagjöf sem stóð á ,,til
litlu stelpunnar minnar frá Mömmu".
...ENDIR.. Snædís
Karlsdóttir Hraunbær 56 110 Reykjavík 13 ára.
Snædís
átti bestu söguna og fær send bókaverðlaun ásamt
geisladiski.
Jólakötturinn á jólaballi
Einu sinni var jölakötturinn að hjálpa
hurðaskelli til byggða þegar vonskuveður skall á. Þeir villtust og
týndu hvor öðrum. Kötturinn reikaði um í marga klukkutíma þar
til að hann kom að stað sem hann hélt að væri fjallaskáli. Og
þá varð hann glaður því hann komst þá loksins í skjól bak við
skálann. Nokkrum tímum síðar batnaði veðrið og hann fór að
líta í kringum sig, þá áttaði hann sig á því að hann var kominn
til Mývatns þar sem besta vinkona hans átti heima, kötturinn
Blíða. Fyrst jólakötturinn var á annað borð komin til Mývatns
fór hann heimsækja hana Blíðu. En þegar þangað var komið var
hún ekki heima. Allt í einu sá hann Stúf og Stekkjastaur á leið á
jólaball og hann slóst í hópinn. Á jólaballinu skemmti
Jólakötturinn sér konunglega og krökkunum þótti bara gaman að fá
hann á jólaballið því þetta var náttúrulega fyrsta jólaballið
hans. Eftir ballið fór hann aftur í hellinn til Grýlu, Leppalúða
og þeirra jólasveina sem eftir voru í hellinum. Stuttu seinna fór
hann að fylgja Skyrgámi til byggða. Eitt er víst að hann hefur
alltaf hugsað sig um áður enn að hann hefur gert eitthvað seinna.
Gestur Leó Gíslason Norðurvegi 21 630 Hrísey
13 ára.
JÓLAKÖTTURINN ER Í GÓÐU SKAPI!!!!!
Í dag er Grýla í mjög góðu skapi. Stekkjarstaur
á afmæli og hann verður 365 ára!! hvorki meira né minna og Grýla
ætlar að halda veislu. Ég, jólakötturin er í góðu skapi eins og
allir aðrir í hellinum. Skrítið en satt hann
Leppelúði reif sig upp og hljóp út um allar trissur eins og vitlaus
maður með boðskort handa öllum tröllunum í nágrenninu og allar
tröllamæður sem sáu til hans urðu alveg rasandi bit á að letingin
sá væri að hlaupa! En ég ætlaði að gefa pakka eins og flestir
þannig að ég fór niður í bæ og leitaði að einhverju til að
gefa Stekkjastaur í afmælisgjöf. Eftir langa
leit fann ég eitt par af ullarvettlingum sem ég pakkaði inn í tusku
sem lá á götunni. Svo stökk ég upp í helli og gaf Stekkjarstaur
pakkann og ég fékk góða köku, mjög góða köku! ENDIR.
Jenný Gunnarsdóttir 8 ára Steinahlíð
2 a 603 Akureyri
Jólakötturinn
Það var eitt sinn í sveitaþorpi
árið 1909 að strákur átti heima þar. Hann var 11 ára gamall og
hét Jói. Hann var algjör prakkari og trúði ekki á neitt sem hét
JÓLAKÖTTURINN. Mamma hans sagði alltaf að ef hann yrði ekki þægur
í Desember þá myndi hann lenda í Jólakettinum og hún sagði líka
að Jólakötturinn væri kolsvartur,með stórar vígtennur,beittar
klær og stingandi augu. En hann Jói var sko ekkert hræddur hann
sagði að þeta væri bara hjátrú og ekkert annað. En
þá sagði mamma hanns að hún hafi einu sinni séð þessa skepnu. Eitt
sinn þegar hú (mamma hans Jóa) var heima í fjósinu heyrði hún
eitthvað þrusk og leit við og þá sá hún þessa stóru skepnu
standa fyrir aftan sig og horfa á hana illum augum. Þá hljóp hún
inn til sín og sagði öllum að hún hefði séð ógurlega skepnu sem
líktist helst jólakettinum en foreldrar hennar söðu að
jólakötturinn væri eyntóm hjátrú og að hún hefði bara sofað og
greymt þetta. En hún var alveg viss um að þetta hefði ekki verið
draumur. En hann Jói kippti sér
ekkert upp við þessa sögu hann starði bara á mömmu sína og sagði
þér hlítur að hafa dreymt þetta. En hann skánaði nú ekkert hann
Jói hann hélt áfram að vera svona gífurlega óþekkur. Enn
einn daginn þá fór Jói uppí fjall hann ætlaði eitthvað að leika
sér uppí fjallinu stóra sem var fyrir ofan húsið hjá þeim. Enn
viti menn þegar að Jói var búinn að vera dágóða stund uppí
fjallinu þá heyrði hann einhvað þrusk sem líktist helst mjálmi.
Hann varð orðinn svoldið kvíðinn enn vildi ekki trúa þessu með
Jólaköttinnog hélt bara áfram að leika sér. Enn svo heyrði hann
aftur vera mjálmað og þá greynilega og hann stökk á fætur og leit
allstaðar í kringum sig enn sá ekkert neitt. Enn allt í einu stökk
þessi stóra skepna fyrir framan hann og mjálmaði svo hátt að það
bergmálaði í öllu. Jói öskraði uppfyrir sig og hljóp niður
fjallið og beint inn til sín. Þegar hann kom heim spurði mamma hanns
hvaða asi væri á honum enn hann sagði að hann hefði séð
Jólaköttinn uppí fjalli. Mamma
hanns hló og sagði já það eru þeir sem eru svona óþekkir sem fá
að kynnast jólakettinum. En jólakötturinn meiðir aldrei neinn bara
hræðir hann. Enn hann Jói var
nú aldrei óþekkur eftir að hafa kynnst Jólakettinum því að hann
vildi ekki fá að sjá hann aftur.
Jónu Fríði Sigurðardóttir
Hringbraut 98 230 Keflavík 13 ára.
Takk fyrir sögurnar og verið
áfram dugleg að semja því að þið getið það greinilega. |