Jólavefur Júlla 2012 Jólastjarnan á ţaki gamla Kaupfélagshússins á Dalvík
Stjarnan 1998. Jólastjarnan á þaki Kaupfélagsins er skreyting sem hefur verið eins lengi og ég man eftir mér. Um leið og stjarnan kemur upp ár hvert, kemur jólaskapið hjá manni, ef stjarnan var eitthvað seint á ferðinni, þá gerði maður sér ferð í Kaupfélagið til spyrja hvort stjarnan ćtti ekki að fara upp í ár. Ég sá stjörnuna alltaf út um gluggann í herberginu mínu í Höfn þar sem ég átti heima. Stjarnan á vissan sess í mínu jólahaldi. Fyrir hönd okkar allra jólapúkanna í Dalvíkurbyggđ vonast ég til þess að stjarnan verði á sínum stað um alla framtíð þó nýjir eigendur taki við. Arngrímur Stefánsson - Addi í Ásbyrgi smíđađi stjörnuna Hér sést stjarnan vel, myndin tekin í kringum 1970 Jólasaga sem ég samdi fyrir nokkrum árum, stjarnan kemur einmitt fyrir í sögunni. Myndir frá Guðmundi Inga Jónatanssyni á Bæjarpóstinum. Vefsmiður Júlíus Júlíusson. Jólavefur Júlla 1999 - 2000 -2001 - 2002 - 2003 - 2004 - 2005 - 2006 - 2007 - 2008 - 2009 - 2010 -2011 - 2012
Copyright Jólavefur Júlla ©
|