1 kg nýveidd rækja í skelinni
1 ds 500 ml. gylltur Viking bjór.
sítrónuólífuolía
Maldon salt
4 – 6 Ciabattabrauð
4 sítrónur
Köld hnetusmjörssósa
2 msk hnetusmjör
2 msk majones
2 msk sýrður rjómi 18%
safi úr ½ sítrónu*1 msk hlynsíróp
1 tsk sætt sinnep
pipar
Hentar vel á löngu sumarkvöldi í sumarbústaðnum eða við kertaljós í byrjun aðventu í góðra vina hópi þar sem að tíminn er nógur og vangaveltur um lífið svífa yfir vötnum.
Rækjan skoluð vel í köldu vatni og sigtuð. Bjórnum hellt yfir rækjurnar og hún látin liggja í 30 mín, sigtuð og sítrónuólífuolíu dreipt yfir, ásamt 1 tsk af maldon salti. Rækjunni skipt í tvennt. Hvor hluti er grillaður við miðlungshita í grillgrind, rækjunni velt nokkrum sinnum en samt varlega, grillið þar til að skelin fer að hvítna aðeins c.a 5 – 8 mín.
Allt hráefni sósunnar sett í matvinnsluvél, piprað eftir smekk. Ciabattabrauðin eru skorin í litlar sneiðar og þær léttgrillaðar. Rækjurnar eru settar á fallegt fat eða í skál, sítróna er kreist yfir. Gestir pilla rækjurnar, setja sósu á brauðið og raða fallegri rækjunni á og kreista sítrónu yfir eftir smekk. Ískaldur gylltur Viking eða sætt hvítvín er ekki til að skemma fyrir stemningunni.
Fiskur er vímuefni – það er leyfilegt að njóta hans.