Ufsaplokkfiskur í sparifötunum

800 gr ufsi, roðlaus og beinhreinsaður
10 hvítlauksgeirar
7 – 10 kartöflur
1 – 2 laukar
fersk basilika
4 – 6 sætar kartöflur
parmesanostur
2 harðir ostar að eigin vali
1/2 krukka svartar ólífur
rjómasletta
smjör
pipar og salt

Látið suðuna koma upp á fiskinum og takið pottinn til hliðar.

Setjið smjör í pott og látið smátt saxaðann laukinn krauma á hægum hita þar til að hann er orðinn mjúkur, bætið þá smátt söxuðum hvítlauk út í og látið hann mýkjast, bætið rjómaslettu og bituðum ostinum, hrærið stöðugt þar til osturinn hefur gefið sig, því næst koma kartöflurnar og krydd og stappið vel með kartöflustappara, fiskurinn og smátt söxuð basilikan sett út í og stappað. Látið malla á vægum hita um stund og hrært í varlega jafnt og þétt, smakkað til og kryddað. Sætu kartöflurnar flysjaðar, soðnar ,stappaðar og settar á diskana undir plokkfiskinn, svörtum smátt skornum olífum ásamt fínt rifnum parmesan ostinum dreift yfir. Borið fram með heimbökuðu rúgbrauði með vænni smjörklípu eða Grissini brauðstöngum.

Hlustaðu eftir því hvað hráefnið segir þér.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is