Kalle Anka á aðfangadag í Sviþjóð

Frá árinu 1959 hefur hálf sænska þjóðin sest niður fyrir framan sjónvarpið klukkan þrjú á aðfangadag og það brestur á þögn. Öll fjölskyldan safnast saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Kalle Anka, eða Andrés Önd.  Walt Disney kynnir jólaþátt sinn „From All of Us to All of You“, eða „Kalle Anka och hans  vänner önskar God Jul“ sem á íslensku gæti útlagst „Andrés Önd og vinir hans óska öllum gleðilegra jóla.“  Enginn vill missa af þessum dagskrárlið.  Ungir sem aldnir kunna textann í þættinum utan bókar, en samt er hlegið dátt að öllum bröndurum sem fram koma.  Kalle Anka er stöðugt meðal fimm vinsælustu dagskrárliðanna sem sýndir eru á hverju ári, venjulega í næsta sæti á eftir Melodifestivalen (undankeppni Eurovision).  Sænska sjónvarpið hefur nokkrum sinnum íhugað að hætta að sýna Kalle Anka á aðfangadag, en alltaf hætt við það vegna mótmæla áhorfenda.  Teiknimyndirnar hafa verið óbreyttar síðan 1959.  

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir,…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024/

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir, snyrtistofur,…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is