Steinbítskinnar á Ritz púða
700 gr steinbítskinnar
1 pk Ritz kex
1 krukka tomato & mascarpone frá Sacla
½ krydd havarti ostur,rifinn
graslaukur
salt
Kryddlögur.
2 msk milt karrý
2 msk sojasósa, Kikkoman
4 hvítlauksgeirar
2 cm engifer
olía
Hráefnið í kryddleginum sett í matvinnsluvél.
Kinnarnar snyrtar og skornar í teninga og lagðar í kryddlöginn í 1 tíma. Bitarnir þerraðir, steiktir í smjöri á pönnu og hnífsoddi af Maldon salti skvett á bitana á pönnunni. Ritz kexið og mascarpone krukkan sett í matvinnsluvél í stutta stund, hellt í pott ásamt stærsta hlutanum af havarti ostinum og hitað þar til að osturinn byrjar að bráðna. Kexjafningnum skipt á 4 diska og fisknum raðað á púðann, klippið graslaukinn og dreifið yfir ásamt því sem er eftir af ostinum. Gott er að hafa hvítlauksbrauðstangir með.
Það er hrein unun að vera með gott hráefni á borðinu hjá sér og tengja sig við það og búa til munngæti sem skiptir máli.