Kartöflusúpa með parmesanosti
800 gr. Af flysjuðum kartöflum.
2 l vatn
1/2 blaðlaukur skorinn í sneiðar
1/2 tsk timian
1 msk. góður kjúklingakrafti
Svartur pipar
Paprikuduft á hnífsoddi
Parmesanostur
Sítrónusafi
2 dl. rjómi
Kartöflurnar er skornar í teninga þær síðan settar í pott með vatninu,kryddum, krafti og blaðlauk og látið sjóða í 12-15 mín, Takið nokkra kartöflutenginga frá til að nota sem skraut ofan á súpuna í diskunum. Maukið allt saman með töfrasprota í pottinum. Látið sjóða aðeins áfram, bætið rjómanum við að endingu, rífið parmesan ost yfir súpuna í hverjum súpudiski. Skreytið með einhverju skemmtilegum grænum dúllum.
Súrdeigsbrauð og ískalt Pinot Griso glas er bara virkilega góð viðbót við þessa súpu. Það er hægt að breyta þessari súpu í fiskisúpu á núll einni. Skipta kjúklingkrafti út fyrir fiskikraft og bæta svo þunnt sneiddum þorkshnökkum út í sjóðandi heita súpuna í diskunum.
Njótið vel með bros á vör og góðu fólki.