Jólasaga Dickens

Jólasaga Dickens – Christmas Carol er ein kunnasta jólasaga veraldar, en boðskapur hennar er sígildur og á alltaf við. Jólasaga Dickens kom fyrst út 19. desember 1843 með teikningum eftir John Leech. Charles Dickens kallaði söguna lengi vel „litlu jólaskrudduna“, en bókin varð strax happasæl og seldist í yfir sex þúsund eintökum fyrstu vikuna, sem kom sér vel fyrir buddu Dickens sem upphaflega skrifaði jólasöguna til að borga niður skuldir. Samtímamenn Dickens gerðu athugasemdir við vinsældir sögunnar og sögðu hana spila vafasamt hlutverk í endurskilgreiningu á mikilvægi jólanna og viðhorfum til hátíðarinnar, en Jólasaga Dickens var skrifuð á þeim tíma þegar eldri jólahefðir voru á undanhaldi.

Sagan gerist í London og fjallar um gamlan nirfil að nafni Ebenezer Scrooge. Scrooge er ríkur og gráðugur viðskiptamaður sem ber enga hlýju til annars fólks, býr einn, heldur ekki upp á jólin, neitar að hjálpa fátæklingum sem til hans leita.
Hann þrælar út skrifara sínum, Bob Cratchit, fyrir lúsarlaun. Jólanótt eina er Scrooge vitjað af draugi fyrrum viðskiptafélaga síns, Jacob Marley, sem segir honum að hann hafi verið dæmdur til eilífrar útskúfunar og kvala eftir dauða sinn þar sem hann hafi stundað sömu iðju og Scrooge.  Marley tilkynnir Scrooge að hann eigi von á heimsókn þriggja anda jólanna sem muni hjálpa honum að bæta ráð sitt og forðast þannig glötun.

Jólasaga Dickens er sígild jólalesning, en hefur einnig verið ótal sinnum fest á filmu fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.

Á Jólavef Júlla má finna 12 útgáfur af kvikmyndinni í fullri lengd sú fyrsta var gerð 1910 og hana má sjá hér. Að auki sýnishorn af fimm útgáfum.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir,…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024/

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir, snyrtistofur,…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is