Friðrik V. Þrjár góðar jólauppskriftir

Jólaglögg

Fyrir 4 til 6 manns

1 fl rauðvín
2 msk púðursykur
2 kanel stangir
8 negulnagnar
2 sjörnuanís
1 dl rúsínur
2 til 3 sneiðar engifer
Ögn rifið múskat
30 gr möndluflögur
2 mandarínur í sneiðum
1 dl dökkt rom

Allt hitað varlega í potti og borið fram volgt.

Jólarauðkálið

Fyrir 6 til 10 manns

1 haus rauðkál 
2 beikon sneiðar 
½ laukur
½ rautt epli
½ kanilstöng
2 negulnaglar
1 dl sykur
½ dl rauðvínsedik
smá múskat
1 msk smjör

Aðferð:
Saxið laukinn, eplið og beikonið og brúnið í smjörinu. Myljið kanilinn og negulinn í morteli og blandið saman við ásamt sykrinum látið hann bráðna áður en smátt söxuðu rauðkálinu er blandað saman við og edikinu og múskatið raspað út í og þetta soðið í 30 mín og síðan látið standa í 1 klst. má borða heitt og kalt.

Villibráðarsúpa með maltöli og mysingi

Fyrir 4 manns 

1 l villisoð (af gæs,hreindýri og rjúpu ) 
1 kvistur rósmarin 
1 til 2 bl salvia 
1 til 2 einiber 
1 kvistur timjan 
1 dós mysingur 
1 fl maltöl 
1 dl rjómi 
Salt og pipar 

Aðferð: 
Sjóðið soðið og kryddin í 30 mín. við meðal hita eða þangað til að soðið hefur minkað um helming þá er maltinu og rjómanum hellt út í og soðið í aðrar 30 mín. bætið mysingnum út í og smakkið til með salti, pipar og hugsanlega hunangi eða örlitlum sykri súpan má vera kraftmikil

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is