Jólaglögg
Fyrir 4 til 6 manns
1 fl rauðvín
2 msk púðursykur
2 kanel stangir
8 negulnagnar
2 sjörnuanís
1 dl rúsínur
2 til 3 sneiðar engifer
Ögn rifið múskat
30 gr möndluflögur
2 mandarínur í sneiðum
1 dl dökkt rom
Allt hitað varlega í potti og borið fram volgt.
Jólarauðkálið
Fyrir 6 til 10 manns
1 haus rauðkál
2 beikon sneiðar
½ laukur
½ rautt epli
½ kanilstöng
2 negulnaglar
1 dl sykur
½ dl rauðvínsedik
smá múskat
1 msk smjör
Aðferð:
Saxið laukinn, eplið og beikonið og brúnið í smjörinu. Myljið kanilinn og negulinn í morteli og blandið saman við ásamt sykrinum látið hann bráðna áður en smátt söxuðu rauðkálinu er blandað saman við og edikinu og múskatið raspað út í og þetta soðið í 30 mín og síðan látið standa í 1 klst. má borða heitt og kalt.
Villibráðarsúpa með maltöli og mysingi
Fyrir 4 manns
1 l villisoð (af gæs,hreindýri og rjúpu )
1 kvistur rósmarin
1 til 2 bl salvia
1 til 2 einiber
1 kvistur timjan
1 dós mysingur
1 fl maltöl
1 dl rjómi
Salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið soðið og kryddin í 30 mín. við meðal hita eða þangað til að soðið hefur minkað um helming þá er maltinu og rjómanum hellt út í og soðið í aðrar 30 mín. bætið mysingnum út í og smakkið til með salti, pipar og hugsanlega hunangi eða örlitlum sykri súpan má vera kraftmikil