Lítil jólakveðja frá Cuxhaven í Þýskalandi 

Lítil jólakveðja frá Cuxhaven í Þýskalandi 

Ég heiti Kristín Valsdóttir og er fædd og uppalin á Dalvík. Frá því í byrjun árs 2016 hef ég búið í Cuxhaven, í norður Þýskalandi með eiginmanni mínum Eiríki Páli Aðalsteinssyni. Saman eigum við Styrmi Stein, tveggja ára, sem unir sér vel á þýskum leikskóla og spjallar við ömmur og afa í gegnum símann til þess að læra og viðhalda góðri íslensku. 

Ég vinn sem vörumerkjastjóri hjá lyfjafyrirtæki og Eiríkur selur íslenskan fisk um Evrópu alla. Við hugsum heim á hverjum degi en á sama tíma líður okkur vel við Norðursjóinn. 

Jólahefðir í Þýskalandi eru misjafnar eftir Bundeslöndum (16 sýslur).
Að kvöldi 5. desember pússa börnin stígvélin sín og setja þau út við hurð. Aðfaranótt 6. desember kemur svo Nikulaus á asnanum sínum og fyllir stígvélin af súkkulaði, mandarínum og hnetum og stundum laumar hann lítilli gjöf með ofan í. Jólasveinninn (der Weihnachtsmann) kemur svo með jólagjafirnar á aðfangadag. Þjóðverjar borða gjarnan pylsur, önd eða gæs ásamt rauðkáli og kartöflum að kvöldi aðfangadags.

Þjóðverjar eru þekktir fyrir fallega jólamarkaði og óhóflega drykkju á Glühwein sem er ómissandi hluti af aðventunni. Að ógleymdum Lebkuchen sem líkja má við mjúkar hjartalaga piparkökur, hjúpaðar súkkulaði og fylltar apríkósumarmelaði. 

Í þau skipti sem við höfum haldið jólin úti höfum við haldið í íslenskar jólahefðir, borðað íslenskan jólamat og möndlugraut. Styrmir Steinn fær í skóinn og við borðum heimagerðar Sörur og aðrar smákökur. Svo erum við svo heppin að eiga litla íslenska ,,fjölskyldu” úti sem hefur boðið okkur í skötu og laufabrauðsgerð. 

Jólin í Þýskalandi eru róleg og ljúf en jólin heima á Íslandi með fjölskyldunum okkar eru alltaf best ❤️🎄

Við óskum öllum gleðilegrar jólahátíðar með von um gæfu og frið á nýju ári. 

Kristín, Eiríkur og Styrmir Steinn

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar
Kammerkór Norðurlands

14. desember, 2023

Jólatónleikar Kammerkórs Norðurlands í Bergi laugardaginn 16. desember kl. 20 Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is