Veðurklúbbur Dalbæjar 10. janúar 2024Að þessu sinni var fundur klúbbsins haldinn óvenju seint eða 10. janúar. Fundurinn var haldinn í betri stofunni klukkan 10 og fundi lauk kl. 10:45. Fundarmenn voru 11 talsins. Nýtt tungl kviknar 11. jan klukkan 09:54 í suðaustri. Nefnist tunglið Þorratungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan páskatungli og er Góutungl…