Dalvíkurskjálftinn 1934

Myndasíða

Björgin klofnuðu.

 
Laugardaginn 2. júní 1934 klukkan 12.42 samkvæmt íslensku klukkunni eins og hún var þá eða klukkan 13.42 samkvæmt Greenwich meðaltíma, kom snöggur jarðskjálftakippur við Eyjafjörð, talið er að hann hafi verið 6,2 til 6,3 á richter. Jarðskjálftans varð vart víða um land frá Búðardal í vestri og Vopnafirði í austri. Jarðskjálftinn hefur jafnan verið nefndur Dalvíkurskjálftinn, því  þar varð hans helst vart.Er þetta stærsti jarðskjálfti sem menn muna á þessum slóðum.Talið er upptök skjálftans hafi verið u.þ.b 1.km austur af Dalvík. Tjón varð einungis í byggðum sem næstar voru skjálftamiðjunni, en um það fjalla ég nánar á eftir.  Fyrsti kippurinn var langharðastur og lengstur og honum fylgdi svo mikill hávaði að fólk segist hafa haldið að um sprengingu væri að ræða.En fljótlega hlýtur fólk að hafa áttað sig á að um jarðskjálfta væri að ræða, því að hús hristust og skulfu og hlutir hentust til og frá.Hús skemmdust eða eyðilögðust jafnvel alveg. "Þessi kippur mun hafa staðið hálfa aðra mínútu."(Öldin okkar 1931-1950 bls. 47.)
 
Fólk þusti út úr húsum þegar hræringarnar hófust, en sumstaðar var útgöngu ekki auðið þegar í stað því að eins og segir í öldinni okkar þá höfðu dyrabúningar og hurðir skekkst svo að hurðir sátu fastar, en þó varð ekkert manntjón. Í öldinni okkar er sagt að Sigurður Þórarinsson, þá jarðfræðinemi hafi talið skýringuna sumpart þá að skjálftinn reið yfir á heppilegum tíma, þegar fólk sat að mat sínum og ekki hafi gefist ráðrúm til að komast út. Allt lauslegt hentist til, rúður brotnuðu, veggir sprungu, klofnuðu og hrundu. Miklar jarðsprungur mynduðust og bentu stefnur þeirra til þess að jarðskjálftinn hefði átt upptök sín í fjalli því sem stendur vestan við bæinn og heitir Böggvisstaðafjall.Varð jarðraskið svo mikið að kartöflur sem nýlega höfðu verið settar niður í garða köstuðust upp úr moldinni. Hér á eftir koma nokkrar frásagnir fólks sem minnist hinna vofeiglegu atburða sem hófust 2. júní 1934. Bjarka Elíassyni, síðar yfirlögregluþjóni í Reykjavik, er jarðskjálftinn í barnsminni: 
    Er ég kom heim í Víkurhól, var ljótt ástandið. Húsið allt sprungið og hóllinn sem það stóð á. 
    Uppi á lofti í Víkurhóli bjuggu amma og afi, og var hann rúmliggjandi og blindur. 
    Verið var að sækja hann inn, er ég kom heim. Faðir minn var ekki heima, hann var við húsasmíði fram í Svarfaðardal. Ég tók reiðhjól, er ég átti, settist á og hjólaði af stað til að sækja pabba, því ég hélt, hann vissi ekki um jarðskjálftana. Ég komst þó aldrei lengra en að nýja  barnaskólanum. Þar var þversprunga í veginn, sem ég  þorði ekki yfir, og þar stóð ég grátandi, er pabbi kom á sínu hjóli... 
    .Er við komum heim, stóð pabbi um stund þögull og virti fyrir sér skemdirnar, en sagði svo: 
    "Ljótt er að sjá, ekki verður búið í þessu húsi meir."
( KB, Saga Dalvíkur, bls.205)
 
Árið 1965 birtist grein um jarðskjálftann eftir Hjört E. Þórarinsson í jólablaði Dags. Þegar jarðskjálftarnir hófust var verið að stinga út úr fjárhúsunum á Tjörn. Hann stóð í króardyrunum og beið eftir hnausum og hallaðist upp að dyrastafnum þegar höggið reið af. Hann heyrði mikinn gný og fannst á sama andartaki sem jörðin bifaðist undir fótum hans, fyrst hægt en svo með meiri hraða og fannst honum  það líkast því að hann stæði á dúki sem tveir menn kipptu til og frá undir fótum hans. Hann minnist líka mikils hávaða sem hann segir að hafi komið frá bárujárninu á húsþökunum. 
Hann minnist þess að hafa séð tvo stráka sem voru að vinna inni í  fjárhúsunum stingast hvorn ofan á sinn taðhausinn, síðan hrökklaðist hann aftur á bak og man ekki meira, fyrr en jörðin var aftur orðinn kyrr, enda munu ósköpin ekki hafa tekið nema nokkrar sekúndur. Honum varð litið upp í fjallið og sá að fannirnar sem stuttu áður höfðu verið skjannahvítar , voru nú að verða röndóttar af aurskriðum. Allt var kyrrt og hljótt, en nú fannst honum kyrrðin búa yfir svikum og hann óskaði þess að það hvessti rækilega eða færi allavega að rigna.
 
Í bókinni Öldinn okkar 1931-1950 er sagt svo frá: 
Í einu húsi á Dalvík lá kona á sæng og hafði nýalið barn. 
(í Lambhaga sjá mynd á myndasíðu) 
Var þetta í steinhúsi, húsið skemmdist mikið og hrundi úr því hálfur veggur. Flísar úr veggnum hrundu yfir konuna þar sem hún lá í rúminu en þó komust bæði hún og barnið ómeidd út.Er talið að það hafi verið mest að þakka því hversu róleg konan var meðan á þessu stóð. Skip sem voru í mynni Eyjafjarðar lentu í háska. Einn skipsjóri segir að allt í einu hafi komið hnykkur á skipið og að skipverjar sem voru undir þiljum hafi þust upp því þeir hafi haldið að skipið hefði strandað. Hrikalegar öldur hefðu risið og borið við fjöllinn séð frá skipinu. Kippurinn varð harðastur á Dalvík og því varð tjónið einnig mest þar. Eftir skjálftann var hörmulegt um að litast þar. Fólk vissi varla hvaðan á það stóð veðrið en fljótlega tók fólk til við að bjarga búshlutum út úr húsunum, sem flest voru meira eða minna skemmd, hálfhruninn eða sprunginn. Gaflar höfðu viða hrunið og gapandi sprungur blöstu við, þó hengu flest þök uppi en varla var þorandi að fara inn í sum húsinn því þau virtust geta hrunið hvenær sem var. Það var einnig óhrjálegt inni í húsunum,nær allt sem gat brotnað var brotið og lá í molum út um allt, og flestir viðkvæmir hlutir stórskemmdir. Eldstæði höfðu víða færst úr stað og reykháfar brotnað. Kviknaði í einu húsi af þessum sökum en það tókst að slökkva eldinn. Þegar mestu ósköpinn voru genginn yfir og fólk áttaði sig á hvað hafði gerst, tók fólk með ró og stillingu að reyna að bjarga einhverju. Fólk var almennt mjög rólegt og lítið bar á ótta. Það mátti búast við fleiri hörðum kippum og vildi fólk reyna að bjarga sem mestu út úr hálfhrundum húsunum áður en þau hryndu alveg. Um nóttina reyndi fólk að búa um sig eftir bestu getu. Í  kringum 200 manns voru heimilislausir á staðnum, því ekki var talið óhætt að sofa í hálfhrundum húsum ef framhald yrði á skjálftunum. En eftir fyrsta kippinn voru skjálftarnir nánast stöðugir næstu klukkutímana. Menn bjuggu því um sig í skúrum og tjöldum. Fólk dreif að frá nálægum byggðarlögum þegar fréttist um tjónið og reyndu menn að hjálpa eftir megni. Veður var gott og gerði það fólkinu óneitanlega léttara um vik. Sérstaklega reyndist þó erfitt að sjá um mat og allt sem því fylgdi því að leirtau og önnur eldunaráhöld voru að mestu leyti skemmd og eyðilögð. 
Sunnudaginn 3. júní fékk landsstjórnin Bernharð Stefánsson alþingismann, og Stefán Kristinsson á Völlum til að stjórna bráðabirgðahjálp og gera yfirlit um tjónið. Fengu þeir til liðs við sig Sveinbjörn Jónsson byggingameistara og hér á eftir fer skýrsla hans. Tekið skal fram að húsin voru metinn strax í fyrstu vikunni eftir stærsta kippinn en tjónið gæti hafa aukist eitthvað við sífellda kippi. En þó ekki svo mikið að tjónið yrði metið að nýju
 
Gerð húsa Fjöldi húsa Lítið / ekki skemmd Þurfa smáviðgerð. Þurfa mikla viðgerð Eyðilögð Óíbúðarhæf Húsnæðislaust fólk 
fólk.
Torfbæir 17 2 8 1 6 8 55
Steinhús 33 7 4 16 6 22 169
Timburhús 27 13 10 4 0 3 23
Samtals 77 22 22 21 12 33 247
 
Tryggvi Þórhallson þáverandi Forsætisráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að sinna fjárhagslegri fyrirgreiðslu vegna tjóns á húseignum o.f.l. Nefndina skipuðu Vilhjálmur Þór ( þá kaupfélagsstjóri hjá KEA Akureyri ), Stefán Jónsson ( bóndi á Brimnesi og forstöðumaður Sparisjóðs Svarfdæla ) og Pétur Eggerz Stefánsson ( bóndi á Hánefsstöðum ). Starf nefndarinnar var mikið. Var því opnuð skrifstofa í húsi Baldvins Jóhannssonar kaupfélagsstjóra og lagður þangað sími. Miklar bréfaskriftir voru milli nefndarinnar og eigenda skemmdra húsa og hér á eftir er bréf sem Magnús Jónsson Hrappstaðakoti sendi nefndinni. 

Ég undirritaður fer þess á leit við, Bjargráðanefnd jarðskjálftasvæðisins að hún útvegi 
okkur bræðrum lán með hagkvæmum  kjörum að upphæð 1.500.00 krónum. 
Til uppbyggingar á peningahúsum á eignajörð okkar Hrappstaðakoti. Gegn tryggingu. 
Þriðja veðrétti í áðurnefndri jörð og húsum. Hrappstaðakot 4/5. 1935. Magnús Jónsson. 
(Bréfið er úr möppu D-19/7. á  Héraðsskjalasafni Svarfdæla.)

 
Viku eftir að jarðskjálftarnir hófust, fóru gjafir að berast hvaðanæva að, enda höfðu ýmsir forustumenn þjóðarinnar skorað á fólk að duga vel. 
Kristján Jónsson bakarameistari á Akureyri sendi 135 kg af hörðu brauði, 500 kg af smjörlíki bárust frá Smjörlíkisgerð Akureyrar og eldhúsáhöld fyrir 1250 krónur frá Mjólkursamlagi Reykjavíkur, svo að eitthvað sé nefnt. Matarbirgðir heimila höfðu víða spillzt eða að engu orðið, eldhúsáhöld og önnur búsáhöld svo og húsgögn slíkt hið sama. 
( KB,Saga Dalvíkur, bls.217. )
 
Ríkistjórnin hafði lofað að borga allt að helming á við það sem safnaðist með samskotum. Skýlum  hafði verið komið upp og höfðust um 100 manns við í þeim. Gert hafði verið við reykháfa á mörgum húsum og var þar með hægt að flytja inn í þau aftur.Talið var að með þessum aðgerðum hefði verið bætt úr mestu vandræðunum fólksins, en þetta var ekki nóg því að augljóst var að það þurfti að koma húsum og útihúsum í lag fyrir veturinn. Nefndin sendi ríkisstjórninni álitsgerð þess efnis að ríkissjóður legði fram fé til að hægt væri að gera varanlegar endurbætur á húsunum, og yrði fé þetta veitt sem lán. Tekið var til óspilltra málanna og voru mörg ónýt hús felld og önnur ný byggð í staðinn. Þess má að lokum geta að Dalvíkingum barst mikil og góð hjálp víðsvegar að af landinu. Sumir sendu peninga aðrir unnu beint að uppbyggingunni. Geta má þess að Kóngurinn og drottninginn yfir Íslandi, gáfu stórfé til húsvillta fólksins á Dalvík. 
Jarðskjálftanefndin sendi eftirfarandi kveðju í útvarpinu á jólanótt og jóladag árið 1934. 

Fólk á jarðskjálftasvæðinu sendir öllum sem studdu á einhvern hátt 
að hjálparstarfsemi við uppbyggingu með peningagjöfum eða á annan 
hátt sínar hjartans þakkir með hugheilum óskum 
um gleðileg jól og farsælt komandi ár. 
Jarðskjálftanefndin. 
( Símskeytið er úr möppu D-19/7 áHéraðsskjalasafni Svarfdæla.)

 

Heimildaskrß.
Bjarni Ólafsson og Baldur Sigurðsson,1989 Fram á ritvöllinn.Rvík,MM 
Öldin okkar 1975,minnisverð tíðindi 1931 - 1950,Rvík,Iðunn. 
Hjörtuð E Þórarinsson,1965 ,þá skalf jörðin - og ég gleymi því aldrei 
jólablað Dags Akureyri. 
Kristmundur Bjarnason,1984,Saga Dalvíkur,3.bindi,Dalvíkurbær. 
Skýrslur úr Héraðskjalasafni Svarfdæla.

| Jóhann Svarfdælingur | |BakkabrŠ­ur||| Dalvík || | Kærleiksvefur |

| ForsÝ­a | Jólavefur |

 

Mikið af upplýsingum um suðurlandsskjálfta

Vestmannaeyjagosið 1973.

Mikið af myndum frá skjálftum erlendis fyrr á tímum.

Miki­ af Ýslenskum og erlendum upplřsingum.

 Veðurstofan, jarðskjálftar á Íslandi.

Jarðskjálftar í heiminum.

 NorrŠna eldfjallast÷­in.

Orkustofnun.

julli@julli.is
Júlíus Júlíusson