Dagur 16 - Jólavefur Júlla 2012

Í dag er sunnudagurinn 16. desember. Í nótt kom " Pottaskefill" til byggða.
 


 

 

Í dag er  þriðji sunnudagur í aðventu

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.


Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku upp, til að gá að

hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér  að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Fékk þessa sendingu frá góðum manni - Takk :)
 

Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur.

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.
Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".  Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bar! a lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin. Allaveganna, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðinn, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng. Eftir smátíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum dreng um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.
Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli drengurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo! bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún sko! ðaði sig um. Hún fór fljótlega.
Litli drengurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar ! hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".
Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli drengurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"
"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hú! n þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".
Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við drenginn "en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg" Ég bætti smá af mínum p! eningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.

Litli drengurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín" "Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti drenginn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla drenginn.Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu. Var þetta fjölskylda litla drengsins?
 
Tveim dögum eftir að ég hitti litla drenginn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla drengnum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli drengur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erf! itt að ímynda sér.


Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.



Bros dagsins.........

 

Verkin segja meira en orð og dálítið bros segir : Mér fellur við þig. Ég gleðst yfir að sjá þig

   

Jólasveinamynd dagsins (16)

 

 

Góðan daginn! Pottaskefill mætti í nótt. .  Í mallanum í dag er síða þar sem hægt er að hanna föt á jólaálfa....

 

Ein álfa, huldufólks eða jólasaga á dag

 

MÓKOLLUR  Á  MELABERGI

 

Mókollur er maður nefndur er einhvern tíma á fyrri öldum bjó á Melabergi fyri sunnan; hann var auðmaður. Í þann tíma fóru menn til Geirfuglaskers fyri Reykjanesi að fanga geirfugl. Hann fór eitt sinn með fleirum öðrum, en er þeir ætluðu burt brimaði sjóinn svo óðum að þeir gátu ekki að lagt; urðu svo frá að hverfa að Mókollur varð eftir.

En er tími var til fóru menn aftur að vitja Mókolls og ætluðu að sækja lík hans, því öllum þótti auðsætt það hann mundi dauður vera, en er þeir komu til skersins var hann þar heill á hófi, hvað alla furðaði. Hann var þar svo að kona var hjá honum stödd, sú er honum hafði fulltingi veitt meðan hann var þar.

Hún mælti vel til hans að skilnaði og sagði honum þar með að hún væri með barni hans og sagðist mundu færa það til kirkju, og bað hann þá annast það, koma því undir skírn, en ef hann brygði út af því skyldi hann verða að hinu mesta illhveli og steypast í sjóinn og aldrei úr þeim álögum komast. Því næst hvarf álfkona þessi, en þeir héldu burt frá skerinu.

Að hæfiligum tíma hér frá liðnum, einn fagran veðurdag að embættistíð yfirstandandi, sást vagga fyri kirkjudyrum á Hvalsnesi og var þar um messuna. Presturinn sá vögguna og spurði eftir hvert enginn vildi annast um að koma barninu undir skírn. Hann spurði þrisvar eftir því, en enginn gaf sig fram.

Þessu næst var áklæðið af vöggunni gripið og snarað inn í kirkjuna með þeim orðum að ekki mætti presturinn (kirkjan) gjalda; það var af þeim dýrindis vefnaði að það var lengi síðan haft fyri altarisklæði þar; - og jafnsnart hvarf vaggan, en Mókollur hljóp út undan messunni og landnorður um þverar heiðar og fram á Hólmsberg og fram á snös þá er síðan er kölluð Stakkssnös.

Þá féll þar úr berginu með honum klettur sá er Stakkur heitir og stendur hann þar afar hátt úr sjó upp. Varð hann þar að hvali og lagðist upp beina leið í Hvalfjörð og varð mörgu skipi að tjóni.

Í þann tíma bjó gamall karl í Katanesi. Sá átti tvo sonu, fríska og hina mestu sjósóknara. Þeir réru jafnan tveir einir á áttæring í fremstu fiskileitir á Hvalfirði. Þennan áttæring gleypti þessi hvalur að karlinum ásjáandi með báðum sonum hans. Sá karl var margkunnandi og forn í skapi, þar með skáld mikið og ákvæðasamt.

Hann gekk fram að sjónum og sté á stein nokkurn, stakk staf sínum í sjóinn og þuldi yfir honum fræði sín og kvað hvalinn upp í fjarðarbotninn og undir hæðir þær er kallaðar eru síðan Skjálfandahæðir, og kom hann upp í heiði í vatni því er síðan er kallað Hvalvatn og Hvalfell þar fyri norðan, og sáust þar lengi hvalbein síðan. Í honum fundust áttæringar tveir á hvolfi mörgum öldum síðar.


 

 Netútgáfan