Dagur 20 - Jólavefur Júlla 2012 Í dag er fimmtudagurinn 20. desember. Í nótt kom níundi jólasveinninn til byggða "Bjúgnakrækir"
![]()
Ég er búin að vera svo góð mamma allt þetta ár. Ég hef eldað mat, bakað, tekið til og knúsað alla á heimilinu eftir þörfum. Líka setið á læknabiðstofum með litla sjúklinga, verkað upp gubb og kysst á bágt, verið virk í foreldrafélaginu, rólað, kubbað og drullumallað. Mig langar að koma nokkrum óskum á framfæri við þig. Ég var að vonast til að þú dreifðir þessum óskum mínum yfir nokkur jól. Ástæðan er sú að mér gafst óvænt örlítil friðarstund, nú meðan ég er stödd í þvottahúsinu og bíð á meðan vélin klárar kerfið sitt og til þess að geta svo sett þvottinn beint í þurrkarann. Þetta bréf er skrifað með rauðum vaxlit sonar míns aftan á gamalt umslag sökum þess að annað er ekki að hafa hér og varðandi friðarstundir; hver veit hvenær ég hef næst lausan tíma næstu 18 ár til þess að skrifa svona óskalista? En þetta eru jólaóskirnar mínar: Ég vil gjarnan fá nýja fætur sem þreytast ekki þó þeir hlaupi á eftir litlum börnum allan daginn (allir litir nema fjólubláir - ég á nefnilega svoleiðis). Ég vil líka gjarnan fá handleggi sem eru nógu sterkir til að bera organdi krakka út úr nammideildinni í Hagkaup. Svo vil ég gjarnan fá nýtt mitti því það sem ég hafði virðist hafa týnst í kringum síðustu meðgöngu. En ef þú ert í því að gefa stóra hluti þetta árið, þá þætti mér sannarlega gott að eignast bíl með rúðum sem ekki kámast, útvarp sem spilar eingöngu fullorðins-tónlist og sjónvarp sem sýnir enga þætti með talandi dýrum. Áttu kannski í pokahorninu ísskáp með leynihólfi þar sem ég gæti talað í símann í friði? Á praktískari nótum myndi ég gjarnan vilja fá talandi dúkku-dóttur sem svarar ætíð með orðunum ,,já, mamma mín” svona bara til að efla uppeldislegt sjálfstraust mitt. Eins og eitt smábarn sem hætt er á bleyju kæmi sér vel og svosem tvö börn sem aldrei slást. Þegnir með þökkum yrðu sokkar, vettlingar og húfur sem ekki týnast og rennilásar sem renna sjálfkrafa upp og niður. Ég gæti vel notað geisladisk með upptöku af tíbetskum munkum sem kyrja: ,,Ekki borða í stofunni,” og ,,láttu bróður þinn í friði.” Röddin mín virðist nefnilega vera á einhverju tíðnisviði sem eyru barnanna minna nema alls ekki - bara hundurinn. Ef það er orðið of seint fyrir þig að finna þessa hluti þá get ég alveg sætt mig við að hafa nægan tíma til að bursta tennurnar og greiða mér á morgnana og geta borðað matinn minn áður en hann kólnar. En ég gæti alveg þegið nokkur lítil, þægileg jólakraftaverk svona til að lífga upp á skammdegið. Væri til dæmis til of mikils mælst að gera tómatsósu að grænmeti? Það myndi létta verulega á samvisku minni. Það væri líka til bóta ef þú gætir fengið börnin mín til að hjálpa stundum til á heimilinu, án þess að krefjast borgunar eins og ítalskir mafíósar - og tala nú ekki um ef stubburinn minn væri ekki svona krúttlegur þegar hann stelst í ískápinn rétt fyrir matinn. Jæja, jólasveinninn minn kæri. Nú hringir bjallan á þvottavélinni og litli sonur minn lemur á hurðina og vill fá rauða litinn sinn aftur. Góða ferð heim, karlinn minn, og ég bið að heilsa Grýlu. Jólakveðja, mamma. P.S. Eitt að lokum. Geturðu afturkallað allar óskir um að börnin mín verði alltaf nógu ung til að trúa á þig? Í miðbæ Dalvíkur á aðventunni 2003 ( Ljósm Ásgeir Páll Matthíasson ) |
Jólasveinamynd dagsins (20)
|
Bros dagsins.........
Af öllu sem þú klæðist skiptir svipurinn mestu máli.
Váá það er allt í einu komin
20.des. Krakkar þið megið ekki gleyma því að vera bæði dugleg og einnig að njóta þess sem um er að vera. Í mallanum í dag er
síða af vefnum hans Júlla um hana Grýlu...já og passið ykkur nú. Snæfinnur.
Jólin 2002 fékk vefurinn senda þessa litlu sætu frásögn. Ég ætla nú að segja þér smá jólasögu í sambandi við
jólabarn okkar ungu hjóna (þá). Við vorum að byggja eins og gerðist á þessum árum, fluttum inn í fokhelt
hús. Svo á aðfangadag, ætli það hafi ekki verið ´69 er verið að stússast eins og
gengur, allt á fullu ég segi við manninn, |
Ég vakna þennan
morgun og vel að hann sé góður |
Ein álfa, huldufólks eða
jólasaga á dag Á einum bæ vildi svo til eitt kveld á vortíma að dóttir hjóna (ekki er getið um að fleira fólk hafi verið á heimilinu en hjónin og dóttir þeirra) - þegar hjónin voru að hátta um kveldið var stúlkunni skipað að loka bæinn og hyggja um leið hvert fénaður væri ekki til skemmda.
Netútgáfan |