Dagur 21 - Jólavefur Júlla 2012
Í dag er föstudagurinn 21. desember, Í nótt kom tíundi jólasveinninn til byggða " Gluggagægir
![]() ![]()
Í miðbæ Dalvíkur á aðventunni 2003 ( Ljósm Ásgeir Páll
Matthíasson ) |
Jólasveinamynd dagsins (21)
|
Í dag eru Vetrarsólstöður, krakkar látið nú einhvern segja ykkur hvað það þýðir, þetta vita allar mömmur :) . Gluggagægir mætti í nótt. Í mallanum í dag er vefur um íslensku húsdýrin, það má ekki gleyma dýrunum um jólin.. Snæfinnur |
Ég gerði merkilega
uppgötvun í dag.
Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og flensa. Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram að brosa. Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni. Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann. Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og skildi þá hversu mikils virði það er. Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina. Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn. BROSTU |
Gleðileg jól. |
ÁLFKONAN Í STEKKJARBERGUM Einn tíma bjó sá bóndi í Höfnum sem Kolbeinn er nefndur; hann var maður kvongaður. Þeim hjónum kom það ásamt eitthvert vor að setja skyldi nýjan stekk sunnan undir bergjum þeim er síðan eru nefnd Stekkjarberg. Þau eru fyrir neðan vatn það er Rekavatn heitir.
Netútgáfan |