Jólafriður
Jólin eru tími kærleika og friðar. Öll þekkjum við hvernig andrúmsloftið og við sjálf breytumst, hugsum meira um náungann, kærleikann og erum tilbúnari til þess að láta eitthvað gott af okkur leiða. Allir eru sammála um að þetta sé yndislegur tími. Hvernig væri ef við reyndum að treyna þennan jólakraft innra með okkur eitthvað lengra fram á árið, helst fram að næstu jólum. Þá gætu allir fyllt á kærleikstankinn aftur, andað að sér orku alls þess sem aðventan býður uppá og geymt það með sér. Þannig getum við látið vera jól í hjörtum okkar alltaf. J.J
Jólin og gjafir
Flestir eru sammála um að besta jólagjöfin sem þeir hafi fengið hafi verið þegar þeir gátu gefið af sér til þeirra sem minna máttu sín, glatt döpur hjörtu, lagt fátækum lið, beðið fyrir eða hjálpað veikum. Það er einmitt þetta sem jólin snúast um. Jólin eru ljós og kærleikur. Jólin eru besti tíminn til þess að gera góðverk, biðja fyrir náunganum og sjálfum sér, og hjálpa öllum þeim sem þess þurfa. Bænin er sterk allan ársins hring, en í kring um jól er hún samt sérstaklegea sterk vegna þess hvernig andrúmsloftið er, allir eru móttækilegur og farvegur bænarinnar er greiðfærari, vegna þess að almenningur er jákvæðari. Nýtum þessar aðstæður, látum okkur líða vel og gerum góðverk. Hjálpum til þar sem þörf er á, biðjum fyrir sjúkum og þeim sem eiga bágt, tökum utan um vini okkar, látum kærleikann flæða hindrunarlaust um brjóst okkar og framkvæmum það góða sem þar býr. Það þarf ekki alltaf að vera stórt, og jafnvel því minna sem okkur finnst það vera því áhrifaríkara er það.Góðar heimsóknir þar sem fólk gefur sér tíma til að stoppa og spjalla og síðast en ekki síst að hlusta er betir heldur en nokkur keypt gjöf. Þetta er það sem jólin snúast um kærleikur, að allir séu vinir og að við getum lagt öðrum lið. Láttu verða af því um þessi jól að gera eitthvað gott sem býr í brjósti þér og finndu jólin í hjarta þínu því þar eru jólin. J.J.
Jólabæn
Algóði faðir stráðu kærleik þínum,
þar sem þjáðir, veikir, óhamingjusamir,
syrgjendur, og allir þeir sem minna meiga sín
eru, gef þeim styrk, von, ljós og kenndu þeim
að nota bænina, fyrir sjálfa sig og aðra.
Algóði faðir við biðjum fyrir því að
allir geti átt gleðileg, og hamingjusöm friðarjól. J.J
Ó, þér blíðu englar smá
Ó, þér blíðu englar smá
í óspjölluðum blóma,
leika fríða látið sjá,
líkt og jólum sóma.
Barnið háa í Betlehem,
blómgað náð og friði,
blessa smáu börnin, sem
brúka fagra siði
(Sig Breiðfjörð)
Friður á Jörð
Hver á ekki þá ósk heitasta að það ríki friður á jörðu ? Jólin eru tími friðar og er ég sannfærður um ef allir tækju sig til og myndu biðja fyrir friði í heiminum, þá værum við komin vel á veg, trúi hver sem vill. Friður er ekki svo fjarri lagi, fyrst þurfum við að trúa því, síðan þurfum við að leggja málefninu lið, til dæmis með því að biðja.
Notum jólin til þess að biðja fyrir friði, til dæmis á jóladag, ef við öll gerðum slíkt, getum við verið glöð í hjarta okkar yfir því að hafa lagt þessu málefni lið. J.J