Jólatré

Jólavefur Júlla 2012

 
Jólatréð eins og við þekkjum það er ekki mjög gamalt í  heiminum.
Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum er frá Suður Þýskalandi á 16. Öld en ekki eru nema tvö hundruð ár síðan síðan farið var að festa kerti á þessi grenitré. Allra fyrstu jólatré munu hafa sést á íslandi í kringum 1850, en þó helst hjá dönskum eða danskmenntuðum fjölskyldum. Algeng urðu þau ekki , fyrr en komið var fram yfir síðustu aldamót.Það er mjög skiljanlegt, af hverju siðurinn festi ekki fyrr rætur á Íslandi. Hér var víðast hvar engin grenitré að hafa, og flestar aðrar vörutegundir hefur þótt nauðsynlegra að flytja inn. Auk þess tók sigling  oft svo langan tíma , að örðugt hefði  reynst að halda þeim lifandi. Þetta gerðu þó sum félög til þess að halda jóltrésskemmtanir fyrir börn , og milli 1890 – 1900 má sjá auglýst bæði jólatré og jólatrésskraut. Fyrir meira en hundrað árum hafa menn sumsstaðar byrjað á því að búa til gervijólatré. Var þá tekinn mjór staur , sívalur eða strendur, og festur á stöðugan fót. Á staurinn voru negldar  álmur eða boraðar holur í hann og álmunum stungið í. Þær voru lengstar neðst, en styttust upp eftir og stóðu á misvíxl. Þær voru hafðar flatar í endann, og á honum stóðu kertin. Venjulega var staurinn málaður grænn eða hvítur og vafið um hann sígrænu lyngi. Síðan voru mislitir pokar hengdir á álmurnar og eitthvert sælgæti sett í þá. Þessi heimatilbúnu jólatré voru mest notuð , þar til fyrir nokkrum áratugum, þegar farið var að flytja grenitré inn í stórum stíl. Á síðustu árum hafa svo íslensk  jólatré komið á markaðinn í æ ríkari mæli 

( .Heimildir: Í Jólaskapi Árni Björnsson. Bjallan 1983 )

Jólatréđ hefur í heila öld veriđ eitt helsta tákn jólanna um heim allan. Ţađ er ţó tiltölulega nýtt af nálinni í núverandi mynd. Taliđ er ađ jólatré hafi borist til norđurlanda skömmu eftir 1800. Áriđ 1862 nefnir Jón Árnason sögu um reynitré og brunnu ljós á greinum ţess alla jólanótt sem slokknuđu ekki hversu mjög sem vindur blés. Áriđ 1952 fékk Reykjavík í fyrsta sinn stórt jólatré ađ gjöf frá Ósló. Var ţađ sett upp á Austurvelli, og hefur sú venja haldist síđan. Í fyrstu var jafnan kveikt á trénu síđasta sunnudag fyrir jól, en sú dagsetning fćrđist framar eftir ţví sem almennur jólaundirbúningur hófst fyrr. Síđan hafa margar erlendar borgir sent vinabćjum sínum á Íslandi jólatré.

Fyrstu auglýsingar um innflutt jólatré birtust ţegar áriđ 1896 en ţau tóku samt ekki ađ seljast í stórum stíl fyrr en eftir 1940.

Heimasmíđuđ tré
 




Ţetta jólatré var í eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar smiđs frá Dalvík  Smíđađ af honum í kring um 1942.  Á trénu voru rafmagns kertaljós. Jólatréđ var í notkun til ársins 1965. 
Eigandi:
Ágústína G. Jónsdóttir.

Bernsku tré Kristínar Gestsdóttur, Dalvík
Eigandi trésins er Kristín Gestsdóttir frá Bakkagerđi í Svarfađardal. Tréđ kom í eign foreldra hennar um 1920. Taliđ ađ Frímann Jakobsson trésmiđur á Akureyiri hafi smíđađ ţađ en kona hans Sigríđur Björnsdóttir frá Syđra Garđshorni var ömmusystir Kristínar. Frímann og Sigríđur voru foreldrar Jakobs Frímannssonar kaupfélagsstjóra.

Eigandi Brynjar H. Jónsson 

Ţetta jólatré er smíđađ af Jóni Björnssyni smiđ frá Dalvík föđur Brynjars, áriđ 1942 og var jólatré fjölskyldunnar á Svertingsstöđum í Eyjarfirđi ţar sem Brynjar ólst upp.

Frá Ţverá, Skíđadal
Sveinn Vigfússon frá ţverá í Skíđadal smíđađi ţetta tré. Er nú í eigu Vignis sonar hans.
 

 


Á seinni hluta 19. aldar fóru íslendingar ađ skreyta heimili sín međ jólatrjám yfir jólahátiđina.  Voru mörg ţeirra heimagerđ, unnin og skreytt úr efniviđ sem til féll.  Eftir miđja 20. öldina hurfu  tré fyrir innfluttum. Myndir og heimildir Punkturinn Akureyri

Ýmis ráđ og vangaveltur


Ţegar jólatré er valiđ er gott ađ draga grein í gegnum lokađan lófann. Á góđu tré renna nálarnar í gegn án ţess ađ detta af. Gott er ađ slá neđri enda trésins hraustlega niđur. Ef tréđ er gott dettur barriđ ekki af. Einnig má prófa ađ sveigja nokkrar nálar og ef ţćr brotna er tréđ of ţurrt og betra ađ finna annađ.

Geymt úti
Ef geyma ţarf tréđ í nokkra daga eru svalirnar jafngóđar og jólatréssölurnar. Best er ađ láta tréđ standa upp á endann svo ţađ frjósi ekki niđur. Tréđ er geymt í netinu og gott er ađ taka ţađ inn sólarhring áđur en ţađ er skreytt. Ef mjög kalt er í veđri er best ađ geyma ţađ fyrst í millihita, t.d. í bílskúr.

Sagađ neđan af
Ţegar heim er komiđ skal saga 3 til 5 sentímetra neđan af trénu ţví ţađ auđveldar vatnsupptöku. Best er ađ hafa sáriđ hallandi svo ađ endinn lokist ekki niđri í jólatrésfćtinum.

Í sjóđandi vatn
Áđur en tré er sett í fót og tekiđ inn skal stinga neđri enda ţess í sjóđandi heitt vatn í nokkrar mínútur ţví ţađ eykur barrheldnina. Eftir ađ tré er komiđ inn stal gćta ţess ađ ţađ ţorni aldrei. Ćskilegt er ađ láta jólatréđ standa á köldum stađ, fjarri miđstöđvarofnum og viftum og eins langt frá arninum og hćgt er.

Vanafastir
Markađurinn fyrir jólatré tekur litlum breytingum hér á landi frá ári til árs. Ţó gervitré séu í sókn virđist íslenski markađurinn vera laus viđ tískusveiflur. Hvít jólatré hafa ekki enn náđ fótfestu hér ţó ţau megi sjá víđa erlendis. Ţeir sem gerst ţekkja segja Íslendinga vanafasta ţegar kemur ađ jólatrjám, ţeir hafi ákveđnar hugmyndir um hvađa tegund skuli velja og hvernig hún eigi ađ líta út.

Endurvinnsla
Í upphafi skyldi endirinn skođa. Ţegar jólin eru liđin og veitingamenn fara ađ huga ađ súrmatnum er rétt ađ minna á endurvinnslu jólatrjáa. Í mörgum sveitarfélögum er hirđing jólatrjáa auglýst sérstaklega í kring um ţrettándann. Fólk er ţá hvatt til ađ setja trén viđ lóđarmörk svo starfsmenn sveitarfélaganna geti hirt ţau. Trén eru yfirleitt notuđ til jarđvegsvinnslu.

 

Saga jólaskrauts (Jólahúsiđ)

Af hverju grenitré fyrir jólatré ?

Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en taliđ er ađ rćtur ţess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víđar skreyttu menn til dćmis í fornöld hús sín um nýáriđ međ grćnum trjágreinum eđa gáfu ţćr hver öđrum, og átti ţađ ađ bođa gćfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugsunar. Einnig er til fjöldinn allur af gođsögum og sögnum, ţar sem alheimstré er látiđ tákna heiminn. Ţađ ber ýmis nöfn, eftir ţví hvađan vitneskjan er runnin, en alltaf er ţađ sama uppi á teningnum: kenningin um „miđjuna“. Eitt ţessara trjáa er Askur Yggdrasils, úr trúarbrögđum norrćnna manna, og annađ er Lífsins tré í Eden.

Árni Björnsson ţjóđháttafrćđingur ritar í bókinni Saga daganna (1977):

Frá ţví um 1100 var tekiđ ađ sýna helgileiki innan kirkju og utan, ţar á međal söguna um sköpun mannsins, syndafalliđ og burtreksturinn úr aldingarđinum Eden. Stóđ skilningstréđ ţá tíđast á miđju sviđinu. Ţađ var grćnt tré og héngu á ţví epli og borđar. Líktist ţađ talsvert jólatré, nema kertin vantađi, en svo var einnig um ţau jólatré, sem fyrst eru spurnir um. En hversu sem orđiđ hefur siđur ađ reisa sígrćnt tré í húsum á jólum, er nćsta eđlilegt, ađ ţađ bćtti á sig ljósum međ tímanum. Kerti voru ćvinlega mikiđ um hönd höfđ á jólunum og engin undur, ţótt mönnum dytti í hug ađ reyna einnig ađ festa ţau á tréđ.

Fyrstu ţekktu heimildir um einskonar jólatré eru frá Strassburg og ţar um kring á 16. öld. En hinn fyrsti sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe, í sögu frá 1774. Fyrsta mynd af jólatré međ ljósum er hins vegar frá Zürich áriđ 1799. Nokkrum árum síđar, áriđ 1807, eru til sölu á markađi í Dresden í Ţýskalandi fullbúin jólatré, međal annars skreytt gylltum ávöxtum og kertum. Greinilegt er, ađ siđurinn er ţá búinn ađ ná öruggri fótfestu ţar um slóđir. Hann fór svo ađ berast til Norđurlanda eftir 1800. Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komiđ um 1850, í kaupstađi, ađallega hjá dönskum fjölskyldum. En fćstir landsmenn áttu ţess kost ađ eignast grenijólatré á ţeim tíma. Máliđ var leyst međ ţví ađ smíđa gervijólatré og klćđa ţađ međ sortulyngi, beitilyngi eđa eini. Elstu heimildir um slíkt eru frá 1880-1890. Um ţess konar tré yrkir Hannes Pétursson:

Jólatréđ okkar, stirđlegur
stautur af dökkum viđi
sem bíđur síns tíma
í tómlátu myrkri háaloftsins...

Nú höldum viđ af stađ
upp í hlíđina gömlu
ađ reyta handa ţví lyng.
Ţađ er logn og hvít jörđ.
Til ađ reyta berjalyng
handa blásnauđu trénu.

Jólin ađ koma - og lyngiđ
er lođiđ af mjöll.

Vongleđi
vćngjar skóhćlinn okkar!

Eins og gefur ađ skilja eru til margar helgisagnir um uppruna jólatrésins. Ţekktust er líklega sagan um englana ţrjá, sem Guđ bađ um ađ fara til jarđarinnar, ţegar halda átti jól í fyrsta sinn, og velja ţar tré, sem best hentađi tilefninu. Og allir völdu ţeir grenitréđ.

Önnur saga, ekki eins kunn, en ćttuđ frá Sikiley, er á ţessa leiđ:

Á fyrsta ćvikvöldi Jesúbarnsins komu lífverur hvađanćva af jörđinni í fjárhúsiđ í Betlehem til ađ heiđra konunginn nýfćdda og fćra honum gjafir. Meira ađ segja trén voru í ţeim hópi. Ólífutréđ gaf honum ávexti sína. Pálmatréđ fćrđi honum döđlur. Og öll hin áttu líka eitthvađ til ađ fćra honum ađ gjöf. Nema ţinurinn litli. Hann var kominn um langan veg og gat međ naumindum stađiđ uppréttur, ţegar áfangastađ var náđ. Hin stćrri trén áttu ţví auđvelt međ ađ stjaka viđ ţessum norđlćga gesti og fyrr en varđi stóđ hann einn afsíđis, fjarri ljómanum sem frá jötunni stafađi. Engill, sem var ţar hjá og sá ţađ sem gerđist, kenndi í brjósti um tréđ lágvaxna, fór upp til stjarnanna og bađ nokkrar ţeirra um ađ koma og setjast á greinar ţess. Sem ţćr og gerđu, lýsandi eins og björtust kerti. Ţegar Jesúbarniđ sá ţetta, fylltist hjarta ţess af gleđi og bros fćrđist yfir varir. Ţađ blessađi tréđ og mćlti svo um, ađ ţinurinn og ćttingjar hans skyldu ţađan í frá verđa prýdd á ađventu og jólum, til ađ verma hjörtu barnanna.

Helgisagnir á borđ viđ ţćr sem hér um getur varpa skemmtilegu ljósi á uppruna jólatrésins og skýra báđar á sinn hátt hvers vegna barrtré varđ fyrir valinu. Líklegast er sú venja ađ nota barrtré frekar en lauftré ţó tilkomin vegna ţess ađ ţau fella ekki barriđ (laufblöđin) heldur eru grćn á ţessum ársíma ólíkt lauftrjánum sem eru međ berar greinar.

Sigurđur Ćgisson - guđfrćđingur og ţjóđfrćđingur.  --  Vísindavefur Háskólans.

Sagan um jólatréđ

Hvers vegna er grenitréđ notađ sem jólatré?

Ţegar halda átti jól í fyrsta sinn sagđi Guđ ţremur englum sínum ađ fljúga út í heiminn til ţess ađ finna jólatré.
Ţađ voru englarnir ţrír sem honum ţótti vćnst um af öllum.

Engill trúarinnar
Engill vonarinnar,
Engill kćrleikans.

Englarnir flugu út yfir akra og engi í áttina til skógarins mikla. Ţađ var nístingskalt í veđri. Englarnir ţrír voru ađ tala saman. Engill trúarinnar er yndislegur hvítur engill međ blá augu sem ávallt horfa upp í himininn til Guđs. Hann tók fyrst til máls og sagđi: “Eigi ég ađ vera jólatré, ţá verđur ţađ ađ hafa krossmarkiđ á greinunum, en samt ađ vera beinvaxiđ og teygja sig upp til himins.”
Engill vonarinnar sagđi: “Ţađ tré sem ég kýs má ekki visna heldur verđur ţađ ađ vera grćnt og kraftmikiđ allan veturinn eins og lífiđ sem sigrar dauđann.”
Engill kćrleikans er yndislegastur ţeirra allra. Ţađ er hann sem elskar öll lítil börn og ber alltaf lítinn dreng á hćgri handlegg sér og litla stúlku á ţeim vinstri.
Hann mćlti: “Ţađ tré sem mér á ađ geđjast ađ verđur ađ vera skjólsćlt tré sem breiđir greinar sínar vinalega út til ađ skýla öllu litlu fuglunum.”
Hvađa tré ćtli ţeir hafi svo fundiđ?

Blessađ grenitréđ.

Ţađ hefur kross á öllum greinunum og er grćnt í vetrarsnjónum og veitir öllum litlum fuglum skjól. Ţegar ţeir höfđu fundiđ ţađ vildu ţeir líka hver fyrir sig gefa ţví gjöf.
Engill trúarinnar gaf ţví yndislegu jólakertin til ţess ađ stađiđ gćti af ţví himneskur ljómi eins og fyrstu jólanóttina.
Engill vonarinnar setti stóra tindrandi stjörnu á toppinn.
Engill kćrleikans hengdi gjafir á allt fallega grćna grenitréđ.

Og Guđ gladdist yfir góđu englunum sínum.

Úr blađinu Jólakveđja frá dönskum sunnudagaskólabörnum 1930.

Af vef ellimáladeildar kirkjunnar.

 

Jólatréð
Saga sem ég samdi fyrir nokkrum árum - Klikkiđ á litla tréđ.

 Júlíus Júlíusson  -    Jólavefur Júlla  1999 - 2000 - 2001 - 2002 - 2003 - 2004 - 2005 - 2006 - 2007 - 2008 - 2009 - 2010 - 2011-2012

Copyright  Jólavefur Júlla ©  

Póstur     

TIL BAKA