Jól hjá Gunnţóri
Ţví svo elskađi guđ heimin ađ hann gat son sinn eingetinn ... Ţessi
orđ standa skrifuđ og stađfest í helgri bók. Ţegar ég fćddist í
ţennan heim var ég ferskur eins og nýkreistur appelsínusafi, reyndar
finnst mér ég vera ţađ ennţá, enda ekki nema rétt 26 vetra
gamall. Ég var ekki eingetinn í ţennan heim frekar en önnur börn á
ţeim tíma. Ţegar ég átti mín fyrstu jól var ég engan veginn međ
á nótunum um helgihald og hefđir sem tilheyra jólum. Jól á Íslandi
eru skemmtilegur tími, ekki einungis vegna ţess ađ Krist(björn)
Arngrímsson góđur vinur minn og gamall bekkjarbróđir(1975) er fćddur
á jóladag, hann er sannkallađ jólabarn og skírđur í höfuđiđ á
Kristi Jesú. En hvađ um ţađ, ég hef lifađ rúm tuttugu jól á Íslandi
og einnig hef ég haldiđ jól í Ghana 1995 er ég var skiptiliđi ţar,
jólin 1998 hélt ég einnig í Afríku en ţá drjúgt sunnar eđa í
Namibíu ţar sem foreldrar mínir búa. Í fyrra hélt ég svo jólin
í Hollandi, nánar tiltekiđ í Rotterdam ţeirri merkilegu hafnarborg
sem hefur byggst upp međ geysilega skemmtilegum arkitektúr eftir
sprengjuregn í síđari heimsstyrjöldinni. Í Ghana var ekki veriđ ađ
hafa fyrir skreytingum eins og viđ gerum hér á Íslandi, á mínu
heimili var stórum pottablómum komiđ fyrir á víđ og dreif og hvítt
gervijólatré var skreytt međ jólakortum, ađsendum! Ţrátt fyrir
mikla kristni, kirkjusókn og almennt helgihald áriđ um kring var fariđ
afslappađ í jólin heima hjá mér í Tema. Á ađfangadag var slappađ
af, borđađ Fufu (Fúsi, ţú verđur ađ koma međ nćst til Ghana og
bragđa FufuJ) hér vitna ég í mörg og merkileg samtöl míns og Sigfúsar
Ţorvaldssonar togarasjómanns á Björgvin, góđur mađur og
afskaplega vel lesinn. Eftir magafylli af Fufu og reyndar nokkra eftirvćntingu
eftir jólastemmingunni sem reyndar kom aldrei fór ég međ Kwabena(fćddur
á miđvikudegi) vini mínum á veitingastađ um kvöldiđ ţar sem viđ
gúffuđum í okkur kjúkling og hrísgrjón og rćddum um íslenskar
konur. Á jóladag fór ég međ vinum mínum á ströndina ţar sem viđ
steiktum líkamann og chilluđum á kantinum.
Í Namibíu hélt ég jól međ Árnýju og Ara sem eru systrabörn mín
búsett á Bakka í Svarfađardal og Árný á heima í Hollandi, í
Namibíu er hásumar á jólum og hitinn mikill, viđ áttum yndisleg jól
međ mömmu og pabba, í stađ snjós er mikill hvítur sandur í Lüderitz
ţar sem ma&pa búa. Ţađ var afslappađ og huggulegt ađ vera í sól
og sćlu í henni Afríku, viđ snćddum saman namibískan svínahrygg
sem var afar góđur međ Stellenboch rauđvíni. Á annan í jólum fórum
viđ pabbi í leiđangur međ Ragga vélstjóra ađ veiđa humar í
einni vík sem fáir fara um. Ég lćrđi ţarna ađ leggja humargildrur
og veiđin var vonum framar enda var svo slegiđ upp humargrillveislu um
kvöldiđ fyrir alla Íslendingana í Lüderitz. Um áramótin söfnuđum
viđ feđgar í brennu sem samanstóđ af nokkrum stolnum brettum og
öđru drasli sem viđ tíndum til. Brennan var stađsett í fjörunni
skammt frá hótelinu og var í fyrstu ćtluđ okkur íslensku lúđunum
en fljótt dreif ađ ferđafólk og innfćdda sem ţótti uppátćkiđ
skemmtilegt og stemming myndađist, enda fátt skemmtilegra en ađ hafa
gaman saman eins og stendur.
Í Hollandi var ég um jólin 2000 í Rotterdam hjá Hermínu systur og
fjölskyldu ásamt Gumma og Ósk sjúkraţjálfum og börnum ţeirra en
ţau eru vinafólk Arnars og Hermínu. Ţađ var ósköp ţćgilegt ađ
vera í Hollandi, yfirvegađ samfélag og lítiđ um stress í fólki.
Gummi bar međ sér hreindýr sem hann skar til og snćddum viđ ţađ
ásamt öđru gómsćtu. Viđ höfđum á orđi á ađfangadagsmorgunn ađ
nú vantađi bara snjóinn, viti menn, uppúr hádegi byrjađi ađ mokhríđa
og jólin komu í hús, allir út ađ leika og göslast í snjónum. Viđ
hluti af eldra fólkinu fórum milli jóla og nýárs til Amsterdam og ađ
sjálfsögđu fórum viđ og fengum okkur kaldan drykk í Rauđa
hverfinu sem skartađi jólaljósum og litskrúđugu mannlífi. Ţađ
sem mér fannst ţćgilegast viđ dvölina í Hollandi var ađ mađur ţurfti
ekki ađ mćta eitt né neitt til dćmis í jólabođ, mađur slappađi
bara gjörsamlega af viđ spil og huggulegheit međ góđu fólki. Ekki
er ţar međ sagt ađ mér leiđist jólabođ, síđur en svo, ţegar ég
er heima á Dalvík á jólum er ómissandi ađ fara inní Steinnes á jóladag
og hitta föđurfjölskylduna ţar sem ávallt er kátt á hjalla. Svo
fer mađur til Siggu og Vals og auđvitađ til ömmu og afa. Mér finnst
gaman ađ hitta ćttingja ţví mađur er manns gaman.
Ţessi jólin verđ ég svo í Namibíu ásamt Hollandsgenginu og mömmu
og pabba. Jólin er tími sátta og samverustunda, margir eiga um sárt
ađ binda eftir ađ hafa misst ćttingja og vini á liđnu ári, ég hef
persónulega misst góđan vin sem ég minnist međ bros á vör ţví
er viđ hittumst var engin lognmolla í samrćđunum og mikiđ hlegiđ,
ég minnist Sveins Birkis sem góđs drengs. Ţađ er nauđsynlegt
hverri manneskju ađ tala um hlutina og ekki síst á svona tímum ţar
sem söknuđurinn er ţungbćr, viđ sameinumst og ađstođum hvert annađ
eins og Jesús kenndi okkur. En gleymum ekki ađ brosa og lifa
skemmtilegu lífi.
Ég vil nota tćkifćriđ og óska vinum og ćttingjum gleđilegra jóla
og farsćldar í framtíđinni,
Gunnţór Eyfjörđ G. mannfrćđinemi. Birtist í
Bćjarpóstinum Dalvík jólin 2001
|