Jólavefur Júlla 2012 - Jólatextar
|
Hvít jól (Stefán Jónsson/Irving Berlin) Ég man þau jólin, mild og góð er mjallhvít jörð í ljóma stóð. Stöfum stjörnum bláum, frá himni háum í fjarska kirkjuklukknahljóm. Ég man þau jól, hinn milda frið á mínum jólakortum bið að æfinlega eignist þið heiða daga, helgan jólafrið.
Það á að gefa börnum brauð |
Bráðum koma (Jóhannes úr Kötlum) Bráðum koma blessuð jólin börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta kerti´ og spil. Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá. Máske þú fáir menn úr tini, máske líka þetta kver. Við skulum bíða og sjá hvað setur seinna vitnast hvernig fer. En ef þú skyldir eignast kverið, ætlar það að biðja þig að fletta hægt og fara alltaf fjarskalega vel með sig. |
Skín í rauðar skotthúfur ( Friðrik Guðni Þórleifsson ) Jólin alls staðar
Þá nýfæddur Jesú |
Ég sá mömmu kyssa jólasvein (Hinrik Bjarnason/T Connor) Ég sá mömmu kyssa jólasvein, við jólatréð í stofunni í gær. Ég læddist létt á tá til að líta gjafir á, hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá, og ég sá mömmu kitla jólasvein og jólasveinnin út um skeggið hlær. Já sá hefði hlegið með hann pabbi minn hefð'ann séð mömmu kyssa jólasvein í gær. Jólasveinar ganga um gólf
Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrýn við hátt
og hýðir þá með vendi
Uppá hól Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
Uppá stól |
Réttur texti í Jólasveinar ganga um gólf. ???
|
Gekk ég yfir sjó og land Gekk ég yfir sjó og land og hitti þar einn gamlan mann, spurði hann og sagði svo: Hvar áttu heima? Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi, Klapplandi. Ég á heima á Klapplandi, Klapplandinu góða. (Stapplandi, Grátlandi,Hnerrlandi Hlælandi,Hvísllandi og Íslandi).
Hjálpsamur jólasveinn. ( Gylfi Garðarsson 1996)
En veiðimaður kofann fann, |
Á jólunum er gleði og gaman |
|
Hin fyrstu jól
(Texti: Kristján frá Djúpalæk. Lag: Ingibjörg Þorbergs
)
Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg Jól Þau lýsa fegurst er lækkar sól Ó, Jesúbarn ( Texti: Jakob Jóhannesson Smári ) Ó Jesú barn, þú kemur nú í nótt
|
Hátíð í bæ
( Bernhard /Ólafur Gaukur) Ljósadýrð loftin gyllir lítið hús yndi fyllir og hugurinn heimleiðis leitar því æ man ég þá er hátíð var í bæ. Ungan dreng ljósin laða litla snót geislum baðar Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ lífið þá er hátíð var í bæ. Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna, hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð. Sælli börn sjaldgæft er að finna ég syng um þau mitt allra besta ljóð. Söngur dvín svefnin hvetur, systkin tvö geta ei betur er sofna hjá mömmu ég man þetta æ man það þá er hátíð var í bæ.
|
|
Rúdólf með rauða trýnið(Elsa E. Guðjónsson )Síglaðir jólasveinar |
Þrettán dagar jóla (Hinrik Bjarnason) Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn annan hann Jónas færði mér tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn þriðja hann Jónas færði mér þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn fjórða hann Jónas færði mér fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn fimmta hann Jónas færði mér fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn sjötta hann Jónas færði mér sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn sjöunda hann Jónas færði mér sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn áttunda hann Jónas færði mér átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn níunda hann Jónas færði mér níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn tíunda hann Jónas færði mér tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn ellefta hann Jónas færði mér ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn tólfta hann Jónas færði mér tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein. Á jóladaginn þrettánda hann Jónas færði mér þrettán hesta þæga, tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa, tíu hús á torgi, níu skip í naustum, átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani, sex þýða þresti, fimmfaldan hring, fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn, tvær dúfur til einn talandi páfugl á grein.
Jólasveinar einn og átta Jólasveinar einn og átta ( Ég hef líka heyrt nafnið Ísleifur í stað Andrésar ) JJ. |
Fögur er foldin
Klukkurnar dinga-linga-ling
Nú skal segja.
Í Betlehem
Bjart er yfir Betlehem |
Við óskum þér góðra jóla (Hinrik Bjarnason / Enskt þjóðlag) Við óskum þér góðra jóla, við óskum þér góðra jóla, við óskum þér góðra jóla, og gleðilegs árs.
Góð tíðindi færum við
Við óskum þér góðra jóla,
En fáum við grjónagrautinn,
Góð tíðindi færum við
Því okkur finnst góður grautur,
Góð tíðindi færum við
Og héðan þá fyrst við förum,
Góð tíðindi færum við |
Magga litla og jólin hennar (Benedikt Gröndal/Rússneskt lag) Babbi segir, babbi segir: "Bráðum koma dýrðleg jól". Mamma segir, mamma segir: "Magga fær þá nýjan kjól". Hæ, hæ, ég hlakka til, hann að fá og gjafirnar. Bjart ljós og barnaspil, borða sætar lummurnar. Babbi segir, babbi segir: "Blessuð Magga ef starfar vel, henni gef ég, henni gef ég hörpudisk og gimburskel." Hæ, hæ, ég hlakka til hugljúf eignast gullin mín. Nú mig ég vanda vil, verða góða telpan þín. Mamma segir, mamma segir: "Magga litla ef verður góð, henni gef ég, henni gef ég haus á snoturt brúðufljóð." Hæ, hæ, ég hlakka til, hugnæm verður brúðan fín. Hæ, hæ, ég hlakka til, himnesk verða jólin mín. Litli bróðir, litli bróðir lúrir vært í ruggunni, allir góðir, allir góðir englar vaki hjá henni. Hæ, hæ, ég hlakka til honum sína gullin fín: Bjart ljós og barnaspil brúðuna og fötin mín. Alltaf kúrir, alltaf kúrir einhvers staðar fram við þil kisa lúrir, kisa lúrir. Kann hún ekki að hlakka til? Hún fær, það held ég þó, harðfiskbita og mjólkurspón, henni er það harla nóg, hún er svoddan erkiflón. Nú ég hátta, nú ég hátta niður í, babbi, rúmið þitt, ekkert þrátta, ekkert þrátta, allt les "Faðirvorið" mitt. Bíaðu, mamma, mér, mild og góð er höndin þín. Góða nótt gefi þér Guð, sem býr til jólin mín |
Meiri snjóEr lægst er á lofti sólin, Jólasveinninn kemur í kvöldNú hlustum við öll svo hýrleg og sett,ekki nein köll því áðan barst frétt: Jólasveinninn kemur í kvöld! Hann arkar um sveit og arkar í borg og kynja margt veit um kæti og sorg. Jólasveinninn kemur í kvöld! Hann sér þig er þú sefur, hann sér þig vöku í. og góðum börnum gefur hann svo gjafir, veistu' af því. Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett, ekki nein köll því áðan barst frétt: Jólasveinninn kemur í kvöld! Með flautur úr tré og fiðlur í sekk, bibbidíbe og bekkedíbekk. Jólasveinninn kemur í kvöld! Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól, flugvélar, skip og fínustu hjól. Jólasveinninn kemur í kvöld! Og engan þarf að hryggja því allir verða með er börnin fara' að byggja sér bæ og þorp við jólatréð. Hæ! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett, ekki nein köll því áðan barst frétt: Jólasveinninn kemur í kvöld. Hinrik Bjarnason |
Snæfinnur snjókarl
(Hinrik Bjarnason/Steve Nelson) |
Litla Jólabarn ( Ómar Ragnarsson ) Nóttin sú var ágæt ein |
Yfir fannvíta jörð ( Ólafur Gaukur ) Yfir fannhvíta jörð leggur frið Syng barnahjörð syng guði dýrð Rokkurinn suðar Rokkurinn suðar raular og kveður Þegar koma jólinÞað er svo gaman þegar koma jólin,þó að oss dyljist blessuð himinsólin. Þó vetur andi úti,er inni bjart og hlýtt, Sko, jólatréð með toppinn, það tindrar ljósum prýtt. Öll í hring, ungar stúlkur, drengir. Mamma syngur; svara æskustrengir svo í hring. |
Það heyrast jólabjöllur ( Ólafur Gaukur ) Það heyrast jólabjöllur
Kemur
hvað mælt var |
Á Betlehemsvöllum
Texti: Sigurður Björnsson. |
Boðskapur Lúkasar
Haukur Ágústsson/Lag erlent
Forðum í bænum Betlehem |
Við kveikjum einu kerti á (S. Muri/Þýddur úr norsku af Lilju Kristjánsdóttir frá Brautarhóli) Við kveikjum einu kerti á, Við kveikjum tveimur kertum á Við kveikjum þremur kertum á Við kveikjum fjórum kertum á; |
Það búa litlir dvergar
Það búa litlir dvergar Þegar koma jólin Það er svo gaman þegar koma jólin, |
Sjá himins opnast hlið (B. Halld.) Sjá, himins opnast hlið, heilagt englalið fylking sú hin fríða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal Yfir eymdardal: Í heimi' er dimt og hljótt, hjarðmenn sjá um nótt ljós í lofti glæðast, það ljós Guðs dýrðar er, hjörtu þeirra hræðast, en Herrans engill tér: "Óttist ekki þér" Með fegins fregn ég kem: Fæðst í Betlehem blessað barn það hefur, er birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð. Þökk sé Guði gjörð Já, þakka, sál mín, þú, þakka' og lofsyng nú fæddum friðargjafa, því frelsari' er hann þinn, seg þú: "Hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn Vinur velkominn" Ó Guðs hinn sanni son, sigur, líf og von rís með þér og rætist, þú réttlætisins sól, allt mitt angur bætist, þú ert mitt ljós og skjól. Ég held glaður jól Á hæstri hátíð nú hjartfólgin trú honum fagni' og hneigi, af himni' er kominn er, sál og tunga segi með sætum engla her: "Dýrð sé, Drottinn, þér"
Adam átti syni sjö Gefðu mér gott í skóinn ( JMarks/Ómar Ragn )
Gefðu mér gott í skóinn Það búa litlir dvergarÞað búa litlir dvergar Skreytum hús Skreytum hús með greinum grænum, Ungir, gamlir - allir syngja: Jólin koma Er nálgast jólin lifnar yfir öllum Ég sá mömmu kyssa jólasvein Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Guðs kristni í heimiGuðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága.Sjá konungur englanna fæddur er. Himnar og heimar lát lofgjörð hljóma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði, einn getinn, ei skapaður, sonur er. Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Sjá himnarnir opnast. Hverfur nætursorti, og himneskan ljóma af stjörnu ber. Heilagan lofsöng himinhvolfin óma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Á Betlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar. Guðs heilagur engill þeim fregn þá ber. Fæddur í dag er frelsari vor Kristur. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum, og dýrð sé hanns syni, er fæddur er. Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi: Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Valdimar Snævarr |
Nú er Gunna á nýju skónum (Ragnar Jóhannesson) Nú er Gunna á nýju skónum, nú eruað koma jól. Siggi er á síðum buxum, Solla á bláum kjól. Solla á bláum kjól Siggi er á síðum buxum, Solla á bláum kjól. Mamma er enn í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat. Pabbi enn í ógnarbasli á með flibbann sinn. "Fljótur, Siggi, finndu snöggvast flibbahnappinn minn". Kisu er eitthvað órótt líka, út fer brokkandi. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi. Jólatréð í stofu stendur, stjörnuna glampar á. Kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá. Mamma ber nú mat á borð Á borðinu ótal bögglar standa, Loksins hringja kirkjuklukkur, Nú er komin stóra stundin, Ungir og gamlir ganga í kringum, Stelpurnar fá stórar brúður, Síðan eftir söng og gleði Jólahjól Undir jóla hjóla tré Jólin jólin Jólin jólin jólin koma brátt, Jólasveinninn minnJólasveinninn minn,
Frá borg er nefnist
Betlehem |
Heims um ból Hljóða NóttHljóða nótt, heilaga nótt.Værð á fold, vaka tvö Jósep og María jötuna við, jól eru komin með himneskan frið. :/:Fætt er hið blessaða barn. :/: Hljóða nótt, heilaga nótt. Hirðum fyrst heyrin kunn gleðirík, fagnandi engilsins orð, ómfögur berast frá himni á storð: :/: Fæddur er frelsari þinn. :/: Hljóða nótt, heilaga nótt. Sonur guðs signir jörð. Myrkrið það hopar við hækkandi dag hvarvetna sungið er gleðinnar lag: :/: Kristur er kominn í heim. :/: Joseph Mohr – Sigurjón Guðjónsson
|
Gilsbakkaþula(Kolbeinn Þorsteinsson ) Kátt er á jólunum, koma þau
senn, |
Göngum við í kringum Göngum við í kringum einiberjarunn, einiberjarunn, einiberjarunn. Göngum við í kringum einiberjarunn, snemma á mánudagsmorgni. Svona gerum við er við þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott, svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott, snemma á mánudagsmorgni. Snemma á Þriðjudagsmorgni: Vindum okkar þvott Snemma á Miðvikudagsmorgni: Hengjum okkar þvott Snemma á Fimmtudagsmorgni: Teygjum okkar þvott Snemma á Föstudagsmorgni: Straujum okkar þvott Snemma á Laugardagsmorgni: Skúrum okkar gólf Snemma á Sunnudagsmorgni: Greiðum okkar hár Seint á Sunnudagsmorgni: Göngum kirkjugólf
Ég sá hvar bátar sigldu þrírÉg sá hvar bátar sigldu þrír á jóladag, á jóladag. Ég sá hvar bátar sigldu þrír á jóladag að morgni. Og hverja báru bátar þrír á jóladag, á jóldag. Og hverja báru bátar þrír á jóladag að morgni. Maríu sæla' og sjálfan Krist á jóladag, á jóldag. Maríu sæla' og sjálfan Krist á jóldag að morgni. Og hvert tók byrinn báta þrjá á jóladag, á jóldag. Og hvert tók byrinn báta þrjá á jóladag að morgni. Hann bar þá inn í Betlehem á jóladag, á jóldag. Hann bar þá inn í Betlehem á jóladag að morgni. Og klukkur allar klingi nú á jóladag, á jóladag. Og klukkur allar klingi nú á jóladag að morgni. Og englar himins syngi söng á jóladag, á jóldag. Og englar himins syngi söng á jóladag að morgni. Og mannkyn allt nú syngi söng á jóladag, á jóldag. Og mannkyn allt nú syngi söng á jóladag að morgni. Já, flýtum oss að fagna með á jóladag, á jóldag. Já, flýtum oss að fagna með á jóladag að morgni. (Hinrik Bjarnason) |
Jólasveinninn kemur í útvarpið Krakkar mínir, komið þið sæl, Sjáið þið karlinn, sem kemur þarna inn, Ég hef annars sjaldan séð |