Jólahefðir um heim allan

Kalle Anka Svíþjóð
Frá árinu 1959 hefur hálf sænska þjóðin sest niður fyrir framan sjónvarpið klukkan þrjú á aðfangadag og það brestur á þögn. Öll fjölskyldan safnast saman fyrir framan sjónvarpið til að horfa á Kalle Anka, eða Andrés Önd.  Walt Disney kynnir jólaþátt sinn „From All of Us to All of You“, eða „Kalle Anka och hans  vänner önskar God Jul“ sem á íslensku gæti útlagst „Andrés Önd og vinir hans óska öllum gleðilegra jóla.“  Enginn vill missa af þessum dagskrárlið.  Ungir sem aldnir kunna textann í þættinum utan bókar, en samt er hlegið dátt að öllum bröndurum sem fram koma.  Kalle Anka er stöðugt meðal fimm vinsælustu dagskrárliðanna sem sýndir eru á hverju ári, venjulega í næsta sæti á eftir Melodifestivalen (undankeppni Eurovision).  Sænska sjónvarpið hefur nokkrum sinnum íhugað að hætta að sýna Kalle Anka á aðfangadag, en alltaf hætt við það vegna mótmæla áhorfenda.  Teiknimyndirnar hafa verið óbreyttar síðan 1959.  

Súrsuð gúrka, Þýskaland
Hefðin í kringum súrsuðu gúrkuna hlýtur að vera ein af undarlegustu jólahefðunum, sérstaklega vegna þess að enginn veit hvaðan hún kemur.  Woolworth verslanirnar í Englandi byrjuðu að selja glerskraut frá Þýskalandi upp úr 1880, og sumt af því leit út eins og ávextir og grænmeti.  Súrar gúrkur virðast hafa verið hluti af þessu skrauti!  Um svipað leiti var því haldið fram að jóla-gúrkan væri forn þýsk hefð og að hún væri sett síðust á tréð.  Barnið sem fyrst fann gúrkuna fékk svo auka jólagjöf.  Bærinn Berrien Springs í Michigan (sem er kölluð jólagúrkuhöfuðborg heimsins) heldur árlega pikkleshátíð snemma í desember.

Köngulóarvefir, Úkraina

Undarlegasta jólahefð Úkraínu hefur með köngulóarvefi að gera.  Gömul saga segir að fátæk ekkja og börnin hennar hafi fundið jólatré í garðinum sínum, en áttu ekki peninga til að skreyta það.  Þegar þau vöknuðu morguninn efir var tréð þakið köngulóarvef, sem glitraði eins og silfur og gull í morgunsólinni.  Til  að minna á þessa sögu hengja Úkraínumenn skraut í líki köngulóarvefja á jólatrén sín, sem færir þeim lukku.

Mummering. Lettland
Mummering er hefð þar sem einstaklingar ganga á milli húsa í nágrenninu og syngja jólasöngva og skemmta grönnum sínum á ýmsan veg.  Mummering um jól í Lettlandi er, hinsvegar öðruvísi vegna þess að þátttakendur ganga með grímur sem sýna skógardýr eins og birni eða úlfa.  Grímurnar geta líka sýnt húsdýr, eins og hunda eða geitur.  Svipaðar grímur eru notaðar á kjötkveðjuhátíðinni eða á sprengidag, þegar fólk setur upp grímur til að hræða veturinn í burt.  Í Lettlandi er sprengidagur kallaður Meteni. Mummerar klæða sig upp í grímubúningi á aðfangadagskvöld og jafnvel oftar um jólahátíðina, heimsækja aðra þorpsbúa með söng og dansi og fá í staðinn ýmislegt góðgæti.  Stundum hafa þeir með sér vönd af sprekum sem þeir fara með inn í hús hjá fólki og „vanda um“ við fólk.  

El Caganer. Spánn

Í Katalóníuhéraði á Spáni er sérstaklega óvenjulegt skraut notað í líkön af fæðingarstað Jesú.  Einhvers staðar aftarlega og útí horni er el caganer eða hægðamaðurinn.  Þetta er venjulega ímynd manns sem húkir með buxurnar á hælunum og virðist vera að kúka.  Uppruni hans er óljós, en hann fór að sjást á 18. öld og er oft sýndur í hefðbundnum þjóðbúningi og með rauða húfu.  Í dag má jafnvel finna el caganer  útgáfur af frægu fólki.

Ljóskerahátíðin mikla á Filippseyjum

Ljóskerahátíðin mikla á Filipseyjum (Ligligan Parul Sampernandu) er haldin á hverju ári síðasta laugardag fyrir jól í bænum San Fernardo, „jólaborg“ Filippseyja.  Þátttakendur koma alls staðar af á landinu og erlendis frá líka.  Ellefu barangays (þorp) taka þátt í hátíðinni og samkeppnin er hörð þar sem þátttakendur keppast við að byggja íburðarmesta ljóskerin.  Upphaflega voru ljóskerin einföld, um hálfur metri í þvermál, búin til úr ‚papel de hapon‘ eða japönskum origami pappír, lýst upp með kerti.  Í dag eru ljóskerin búin til úr ýmsum efnum og hafa stækkað í allt að sex metra.  Þau eru lýst með rafljósum, sem geisla í öllum regnbogans litum og mynstrum. 

Svarti Pétur. Holland

Hol­lend­ingar eiga sinn jóla­svein og hann heitir Sinterkla­as. Hann á þjón sem kall­aður er Svarti Pétur eða Zwarte Piet. Hann er klæddur í 17. aldar föt, með krullað hár og svartur í fram­an. Sumir segja að hann sé Mári eða Eþíóp­íu­maður en aðrir að hann sé svartur í framan vegna sóts úr skor­steinum sem hann fær þegar hann og jóli gefa gjaf­ir. Hann gefur ein­ungis þægum börnum gjaf­ir. Óþekk börn flengir hann með kústi eða setur í poka og fer með til Spán­ar. 

Kentucky Fried jólamatur, Japan

Fjölskylda býr sig undir að fá sér úr KFC kjúklingafötu, furðuleg japönsk jólahefð.

Jólin hafa aldrei verið sérlega merkileg hátíð í Japan.  Fyrir utan nokkrar veraldlega hefðir, eins og að skiptast á gjöfum og hengja upp jólaljós, þá er jólahátíðin tiltölulega ný viðbót í japanska menningu.  Ný og undarleg „hefð“ hefur þó skapast hin síðustu ár, að fá jólamatinn tilbúinn í fjölskyldufötu frá KFC

Venesúela

Jólamaturinn í Venesúela er vefjur, eða ‚tamales‘.

Ef þú elskar jólin, en telur að það mætti bæta þau með smá hjólaskautafimi, þá ættir þú að heimsækja Caracas í Venesúela þetta árið.  Á aðfangadag fara íbúarnir í morgunmessu – sem þekkist líka annars staðar – en, af einhverjum ókunnum ástæðum gera þeir það á hjólaskautum.  Þessi einstaka hefð er svo vinsæl að götum um alla borg er lokað fyrir bílaumferð svo fólk geti rennt sér örugglega í kirkju og svo heim aftur til að borða tamales í jólamatinn, vefju sem búin er til úr blöndu af maísdeigi (masa) fyllt með kjöti og síðan gufusoðin.

Noregur

Ekki skilja góðan kúst eftir á glámbekk um jól í Noregi: honum verður líkast til stolið.

Ein sérstakastasta jólahefðin er frá Noregi, þar sem fólk felur kústa sína á aðfangadag.  Þessi hefð rekur ættir sínar margar aldir aftur í tímann þegar fólk trúði því að nornir og illir andar færu á stjá á aðfangadag að leita að kústum til að fljúga á.  Enn þann dag í dag er til fólk sem felur kústa sína á öruggum stað svo þeim verði ekki stolið.

Kveikt á þjóðar-Hanukkah Menorah, Washington, D.C. – USA

Hanukkah Menorah kertastjakinn 

Hanukkah, ljósahátíð Gyðinga er haldin með með miklum fögnuði um gjörvöll Bandaríkin og einn stærsti viðburðurinn á sér stað í höfuðborginni fyrir hönd allrar þjóðarinnar.  Síðan 1979 hefur níu metra hár, níu arma kertastjaki, eða Menorah, verði reistur á lóð Hvíta Hússins í Washongton í átta daga og nætur Hanukkah hátíðarinnar  Þessu fylgja ræðuhöld, tónlist og atburðir fyrir börn.

Krampus er hin Austurríski jólavættur eða Grýlan þeirra

Krampus, Austurríki
Krampus er ein hræðilegasta jólahefð sem fyrir finnst, notuð til að hræða jólaskap í börnin. 

Þetta er hroðaleg bestía sem læðist um götur borga, hræðir börnin og refsar þeim sem ekki haga sér vel.  Nei, þetta er ekki kvöldið fyrir allra heilagra messu, heldur aðstoðar „maður“ heilags Nikulásar.  Samkvæmt austurrískum hefðum verðlaunar heilagur Nikulás drengi stúlkur sem haga sér vel, en Krampus tekur þau sem hegða sér illa og fer burt með þau í poka sínum.  Í fyrstu viku desember klæða ungir menn sig upp sem Krampus (sérstaklega kvöldið fyrir Nikulásarmessu) og hræða litla krakka með því að hringla keðjum og bjöllum.

Ljósaflóðið, Toronto, Kanada

Fjölbreyttar ljósakreytingar þegar ljósaflóðið byrjar í Toronto

 Jólahátíðin byrjar opinberlega í vetrarkaldri Toronto borg með ljósaflóðinu.  Fyrsta ljósaflóðið var árið 1967 til að halda upp á að búið var að byggja nýtt ráðhús borgarinnar og Nathan Phillips torgið.  Torgið og jólatré eru skreytt með fleiri en 300.000 orkusparandi LED ljósum, sem loga frá rökkri til 11 fyrir hádegi fram að áramótum.  Þar að auki getur þú séð stórkostlegar flugeldasýningar og skautað utanhúss.

Gävle geitin, Svíþjóð

Fólk fylgist með geitinni í Gävle, rétt áður en kveikt er í henni.

Þrettán metra há jólageit hefur verið byggð á Kastalatorginu í Gävle í byrjun aðventu frá 1966, en þessi sænska jólahefð hefur óvart komið af stað annarri „hefð“ ef svo má segja, fólk reynir að brenna hana til grunna.  Frá árinu 1966 hefur 29 sinnum tekist að brenna geitina, síðast árið 2016.

Dagur litlu kertanna, Kólumbíu

Lýstu upp skammdegið þessi jólin með þessari yndislegu hefð frá Kólumbíu

Dagur litlu kertanna (Día de las Velitas), markar upphafið á jólunum um alla Kólumbíu.  Fólk setur kerti og pappírs luktir út í glugga, á svalir og í garða til heiður Maríu mey og flekklausa getnaðar hennar 8. desember.  Þessi hefð með kertin hefur vaxið og dafnað og bæir og borgir um allt landið eru fagurlega skreytt.  Sumar bestu skreytingarnar má finna í Quimbaya, þar sem hverfi keppa sín á millu um hver getur sett upp íburðarmestu skreytingarnar.

Nestisferð á ströndina í Ástralíu

Jólin eru um hásumar hjá and­fætling­um okkar og jóla­hefðirnar í þeim takti. Ein helsta jóla­hefð Ástr­ala er nestisferð á ströndina. Strend­urnar eru fullar af fólki. Fólk tekur með sér gervi­jóla­tré , fer í jólabúninga, skellir sér í sund og grillar rækj­ur. Auð­vitað eru brim­brettin ekki langt und­an. Í raun má segja að það sé eitt stórt jóla­partí á strönd­inni sem byrjar um það bil viku fyrir jóla­dag og endar ekki fyrr en á nýju ári. Stærsta partíið er á Bondi ströndinni við Sydn­ey.

Radísuhátíð – Mexikó

Í borg­inni Oaxaca í Mexíkó er á jól­unum haldin hátíð til heið­urs radís­um og þar er kepp í útksurði. Útskurð­ar­meist­arar af guðs náð skera út radísur og annað rót­ar­græn­meti. Radís­urnar eru sér­stak­lega rækt­aðar fyrir keppn­ina, þær eru  látnar vaxa lengi í jörð­inni og fá þá oft óvenju­lega lög­un. Þessi hefð er rúm­lega ald­ar­gömul og í seinni tíð hefur þetta haft áhrif á aukningu ferðamanna til borg­ar­inn­ar. Vegleg verð­laun eru veitt fyrir fal­leg­asta útskurð­inn.

Jóladrumbur Katalónía

Jóla­drumbur­inn Tio de Nadal er kata­lónskur sið­ur. Fólk tekur venju­legan tré­drumb og málar á hann and­lit. Frá 8. des­em­ber og fram að jólum þarf að gefa honum að borða á hverjum degi og breiða yfir hann teppi svo honum verði ekki kalt. Á jóla­dag er drumbur­inn tek­inn og settur hálfur í eld­stæði, þar sem honum er skipað að kúka. Þetta er gert með því að lemja hann með prikum og syngja lög um drumbinn. Drumbur­inn kúkar svo ýmsu góð­gæti eins og sæl­gæti, hnetum og fíkj­um. Að síðustu kúkar hann svo síld og lauk­

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is