Snjókarlar - Snjókonur

Snjókarl, hvaðan kom hann ? hver átti hugmyndina ? Hvenær fæddist fyrsti snjókarlinn ?

Fyndinn snjókarl, með húfu eða hatt, með trefil, gulrót sem nef og hnappa eða steina til að hneppa að sér.

Þeir sem elska snjókarla eða hafa gaman af því að búa þá til ókyrrast oft þegar að veðurfræðingar spá góðri snjókomu. Góður snjór er virkilega gott og ódýrt hráefni til að skapa, og kannski eitt af fáum skiptum sem við jafnt fullorðin sem börn sköpum eitthvað í mannsmynd í fullri stærð. Það skemmtilega við að búa til snjókarla, það eru engin aldurstakmörk og það þarf ekki sérstaka kunnáttu, það er engin rétt eða röng aðferð til en það þarf alltaf snjó.

Mögulega er hægt að segja að snjókarlagerð sé mjög gömul list. Það má m.a.  finna snjókarla á gömlum jóla og póstkortum, í þöglum myndum og auglýsingum. Það er ómögulegt að segja til um fyrsta snjókarlinn. Sumir fornleifafræðingar  telja líklegt að forsögulegt fólk hafi einnig notað snjó til að tákna sjálft sig. Hellamenn  notuðu leðju, tré, prik eða kol til að búa til sína list og því ekki snjó.

Jóla snjókarlakort frá ýmsum löndum.  Rússland 1920  –  Holland 1930  –  Bandaríkin 1910  –  Ungverjaland 1950  –  Eistland 1940

Skandinavískir snjókarlar – Ísland  snjókarl  – Finnland  ? –  Noregur snømann –  Svíþjóð snögubbe  –  Danmörk snemand

Snjókarlar sem verðir

Fyrsti skráði snjókarlinn í Bandaríkjunum tengist blóðugum fjöldamorðum í fyrri sögu Bandaríkjanna , þegar innfæddir Bandaríkjamenn og Frakkar réðust á Fort. Schenectady árið 1690. Árásarmennirnir ferðuðust í rúma viku í gegnum hnédjúpan krapa snjó niður Mohawk-dalinn og komu að lokum til bæjarins. Ferðin var svo erfið að þeir voru reiðubúnir að gefast upp ef þeir myndu mæta mótþróa en svo var ekki, hliðið var opið og tveir snjókarlar að gæta hliðsins. Samkvæmt munnlegri sögu og hefð höfðu gæslumennirnir tveir yfirgefið stöðu sína til að fá sér drykki á krá og skildu eftir tvo snjókarla í þeirra stað.

Heimsins stærstu snjópersónur

Stærstu snjópersónur í heimi samkvæmt „ Guinnes“ eru snjókona 37, 5 metra há og var hún  búin til af um 60 sjálfboðaliðum á öllum aldri í Bethel í Maine árið 2008. Hún var nefnd „Olympia“ eftir öldungadeildarþingmanninum Olympia Snowe.  Árið 2020 byggðu íbúar Donnersbachwald í Austurríki risastóran snjókarl að nafni Riesi. Að sögn náði Riesi 38,4 metrar hár og gerir hann að snjókarli sem sögur fara af.

The Snowman

Jólamyndin „The Snowman“  (1982)  er gerð eftir sögu breska teikni­mynda­höf­undarins  Raymond Briggs. Bókin kom út árið 1978 er klassískt ævintýri um snjókarl. 

Teikni­myndin var gerð fyrir sjónvarp , hún vann til  Bafta-verðlauna árið 1982 og var einnig  til­nefnd til Óskar­sverðlauna. 

Ævin­týrið um Snjó­karl­inn fjall­ar um ung­an dreng sem vakn­ar að morgni eft­ir snjó­mikla nótt, býr til snjó­karl sem vakn­ar svo til lífsins. Það er ljúf orka og góð tilfinning sem fylgir þessari dásamlegu mynd þar sem við sjáum m.a. hvali og mörgæsir og upplifum undursamlega flugferð.

Teiknimyndin fór fyrst í loftið á öðrum degi jóla í Bretlandi árið 1982 og hef­ur verið sýnd á hverju ári síðan.

Di­anne Jakc­son leik­stýrði mynd­inni en John Coa­tes fram­leiddi hana. Í mynd­inni hljóm­ar lag How­ards Bla­ke, Walk­ing in the Air, sem kórdreng­ur úr St. Paul’s Cat­hedral, Peter Auty, syng­ur. 

Der Schneemann - Þýsk teikmynd frá 1943

Ólafur snjókarl

Ólafur er persóna úr myndinni Frozen frá Walt Disney. Ólafur kemur fyrst fyrir í teiknimyndinni Frozen (2013) sem snjókarl sem Elsa og Anna sköpuðu í barnæsku.

Frosty the Snowman

Hér er teiknimyndin Frosty the Snowman í fullri lengd. Yndin kom út árið 1969 og er innblásin af samnefndu lagi frá 1950

Snæfinnur snjókarl

Árið 1975 kom út jólaplata með stórsöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Guðrúnu Á. Símonardóttur sem sungu jólalög úr ýmsum áttum. Öll eru lögin á plötunni erlend en við texta m.a. Ólafs Gauks og Jóhönnu G. Erlingsdóttur. Hér heyrum við flutning Guðmundar á Snæfinni snjókarli en lagið var samið af þeim Walter „Jack“ Rollins og Steve Nelson og fyrst flutt af Gene Autry og Cass County Boys árið 1950.

Snæfinnur snjókarl
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhátt,
gekk í gömlum skóm og með grófum róm
gat hann talað rétt og hratt.

Snæfinnur snjókarl
var að snuða‘ upp ævintýr,
segja margir menn en við munum enn
hve hann mildur var og hlýr.

En galdar voru geymdir
í gömlu skónum hans.
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðar í dans.

Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við
og í leik sér brá, æði léttur þá,
til að leita‘ í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl
sneri kolli himins til
og hann sagði‘ um leið: Nú er sólin heið
og ég soðna hér um bil.

Svo hljóp hann einn, var ekki seinn
og alveg niður á torg.
Og með sæg af börnum söng hann lög,
bæði í sveit og höfuðborg.

Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein nú sólin hrein
og hún var að bræða hann.

Á Pinterest síðu Jólavefs Júlla finnur þú mikið af fallegum myndum og kortum af snjókörlum.

Pinterest Jólavefs Júlla

Skoðaðu veglegt myndasafn á Pinterest síðu Jólavefs Júlla

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is