Jólabækur - Jólaplötur - Jólabíó

Upplýsingar um höfunda, teiknara útgefendur og fleira undir hverri mynd.

íslenskar jólabækur

Íslendingar eru mikil bókaþjóð og svokallað jólabókaflóð er jafnvel þekkt út fyrir landsteinana, að gefa bók í jólagjöf, að lesa alla jólanóttina og borða konfekt þetta þekkja allir.  Hér eru nokkrar kápur af bókum um jól og jólatengt efni.

Jólin á vínyl

Það er erfitt að hugsa um jól eða jólaundirbúning án tónlistar.

Jólatónlistin skiptir miklu máli í  undirbúningi jólanna og til að kalla fram réttu stemninguna yfir hátíðirnar.  Það getur verið mjög erfitt  að bíða þar til að „eðlilegt“  þyki að fara að hlusta. Sumir byrja í október enda nóg til af jólalögum. Töfrar jólanna endurspeglast oft í jólatónlistinni og  hún setur punktinn yfir iið og hjálpar afar mörgum við að komast í jólaskapið.

Þegar fólk er spurt um uppáhalds jólalög eru svörin mjög fjölbreytt, sumir nefna hátíðleg lög, aðrir sálma eða norræn. Jazzinn er ofarlega hjá sumum eða frískandi innlend eða erlend dægurlög. Sumir eiga uppáhalds jólalag fyrir hvert þroskaskeið í lífi sínu.

Í mörgum ef ekki flestum tilfellum á fólk lög sem vekja upp barnslegar minningar eða hlýjar jólaminningar frá æskustöðvunum eða frá þeim tíma þegar fólk byrjaði að búa og að skapa sínar hefðir.

Tónlistin birtist okkur á svo marga hátt, sumir vilja hlusta á vinyl, aðrir hlusta á ákveðið lag í aðeins eitt skipti alltaf á sama tíma við sama tækifæri. Nokkrir taka fram spiladósina sína og hún er trekkt upp á góðri stund og aðrir eiga „Playlista“ – jólalagalista á Spotify.

Kápur bokin.is – Albumm.is – glatkistan .is og eigin skönnun

Jólasaga - Jóladraumur eftir Charles Dickens

Jólasaga Dickens – Christmas Carol er ein kunnasta jólasaga veraldar, en boðskapur hennar er sígildur og á alltaf við. Jólasaga Dickens kom fyrst út 19. desember 1843 með teikningum eftir John Leech. Charles Dickens kallaði söguna lengi vel „litlu jólaskrudduna“, en bókin varð strax happasæl og seldist í yfir sex þúsund eintökum fyrstu vikuna, sem kom sér vel fyrir buddu Dickens sem upphaflega skrifaði jólasöguna til að borga niður skuldir. Samtímamenn Dickens gerðu athugasemdir við vinsældir sögunnar og sögðu hana spila vafasamt hlutverk í endurskilgreiningu á mikilvægi jólanna og viðhorfum til hátíðarinnar, en Jólasaga Dickens var skrifuð á þeim tíma þegar eldri jólahefðir voru á undanhaldi.

Sagan gerist í London og fjallar um gamlan nirfil að nafni Ebenezer Scrooge. Scrooge er ríkur og gráðugur viðskiptamaður sem ber enga hlýju til annars fólks, býr einn, heldur ekki upp á jólin, neitar að hjálpa fátæklingum sem til hans leita.
Hann þrælar út skrifara sínum, Bob Cratchit, fyrir lúsarlaun. Jólanótt eina er Scrooge vitjað af draugi fyrrum viðskiptafélaga síns, Jacob Marley, sem segir honum að hann hafi verið dæmdur til eilífrar útskúfunar og kvala eftir dauða sinn þar sem hann hafi stundað sömu iðju og Scrooge.  Marley tilkynnir Scrooge að hann eigi von á heimsókn þriggja anda jólanna sem muni hjálpa honum að bæta ráð sitt og forðast þannig glötun.

Jólasaga Dickens er sígild jólalesning, en hefur einnig verið ótal sinnum fest á filmu fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.

Hér að neðan má finna 12 útgáfur af kvikmyndinni í fullri lengd sú fyrsta gerð 1910. Að auki er Sýnishorn af fimm.

15 Klassískar uppáhalds jólakvikmyndir.

Margir eiga sínar jóluppáhaldsmyndir og nokkuð ljóst er að þær eru fjölbreyttar allt frá sykursætum ástarsögu myndum sem enda vel , ævintýramyndum eða hasarmyndum og þar er hægt að nefna Die Hard. Kvikmyndin It’s a Wonderful Life frá árinu 1946 er mjög ofarlega hjá mörgum og einnig National Lampoon´s Christmas Vacation,  The Nightmare Before Christmas  og nýjasta myndin sem er vinsæl kemur frá Netflix og er frá 2019 Klaus….það er hægt að birta langan lista yfir jólamyndir á slíkum lista mætti nefna Home Alone, Elf, og Love Actually sumar eru jólalegar og aðrar verða jólamyndir af því að þær eru frumsýndar á jólum. Hér fyrir neðan eru nokkur sýnishorn af ómissandi jólamyndum.

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is