Hvít jól

 

(Stefán Jónsson/Irving Berlin)

Ég man þau jólin, mild og góð

er mjallhvít jörð í ljóma stóð.

Stöfum stjörnum bláum,

frá himni háum

í fjarska kirkjuklukknahljóm.

Ég man þau jól, hinn milda frið

á mínum jólakortum bið

að æfinlega eignist þið

heiða daga, helgan jólafrið.

Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð

að bíta í á jólunum,

kertaljós og klæðin rauð,

svo komist þau úr bólunum,.

Væna flís af feitum sauð,

sem fjalla gekk á hólunum.

Nú er hún gamla Grýla dauð,

gafst hún upp á rólunum.

Skín í rauðar skotthúfur

Skín í rauðar skotthúfur

skuggalangan daginn,

jólasveinar sækja að

sjást um allan bæinn.

Ljúf í geði leika sér

lítil börn í desember,

inn í frið og ró, út í frost og snjó

því að brátt koma björtu jólin,

bráðum koma jólin.


Uppi á lofti, inni í skáp

eru jólapakkar,

titra öll af tilhlökkun

tindilfættir krakkar.

Komi jólakötturinn

kemst hann ekki  í bæinn inn,

inn í frið og ró, út í frost og snjó,

því að brátt koma björtu jólin,

bráðum koma jólin.


Stjörnur tindra stillt og rótt,

stafa geislum björtum.

Norðurljósin loga skær

leika á himni svörtum.

Jólahátíð höldum vér

hýr og glöð í desember

þó að feyki snjó þá í friði og ró

við höldum heilög jólin

heilög blessuð jólin.

( Friðrik Guðni Þórleifsson )

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

(Hinrik Bjarnason/T Connor)

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,

við jólatréð í stofunni í gær.

Ég læddist létt á tá

til að líta gjafir á,

hún hélt ég væri steinsofandi

Stínu dúkku hjá,

og ég sá mömmu kitla jólasvein

og jólasveinnin út um skeggið hlær.

Já sá hefði hlegið með

hann pabbi minn hefð’ann séð

mömmu kyssa jólasvein í gær.

Bráðum koma

(Jóhannes úr Kötlum)

Bráðum koma blessuð jólin

börnin fara að hlakka til.

Allir fá þá eitthvað fallegt

í það minnsta kerti´ og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,

vandi er um slíkt að spá.

En eitt er víst að alltaf verður

ákaflega gaman þá.

Máske þú fáir menn úr tini,

máske líka þetta kver.

Við skulum bíða og sjá hvað setur

seinna vitnast hvernig fer.

En ef þú skyldir eignast kverið,

ætlar það að biðja þig

að fletta hægt og fara alltaf

fjarskalega vel með sig.

Jólin alls staðar

(Jóhanna G. Erlingsson)

Jólin, jólin alls staðar

með jólagleði og gjafirnar.

Börnin stóreyg standa hjá

og stara jólaljósin á.

Jólaklukka boðskap ber

um bjarta framtíð handa þér

og brátt á himni hækkar sól,

við höldum heilög jól.

 

Þá nýfæddur Jesú

(Björgvin Jörgensson)

Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá

á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá,

þá sveimuðu englar frá himninum hans

því hann var nú fæddur í líkingu manns.


Þeir sungu „hallelúja“ með hátíðarbrag,

„nú hlotnast guðsbörnum friður í dag“,

og fagnandi hirðarnir fengu að sjá

hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.


Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá,

að dýrðina þína ég fái að sjá,

ó blessa þú, Jesú, öll börnin þín hér,

að búa þau fái á himnum með þér.

Jólasveinar ganga um gólf

(Friðrik Bjarnason/Þjóðvísa)


Jólasveinar ganga um gátt

með gildan staf í hendi

móðir þeirra hrýn við hátt

og hýðir þá með vendi

Uppá hól

stend ég og kanna;

níu nóttum fyrir jól

þá kem ég til manna.


Jólasveinar ganga um gólf

með gildan staf í hendi

móðir þeirra sópar gólf

og flengir þá með vendi

Uppá stól

stendur mín kanna;

níu nóttum fyrir jól

þá kem ég til manna.

Réttur texti í Jólasveinar ganga um gólf

Eldri dæmi […] tengjast hinsvegar ekki jólasveinum heldur Önnu sem dansar níu nóttum fyrir jól:

Uppá stól, stól, stól

stendur mín kanna;

níu nóttum fyrir jól

kemst eg til manna

og þá dansar hún Anna.

Svipaðar vísur eru vel þekktar úr Noregi:

Upp i lid og ned i strand

stend ei liti kanna.

Nie netter fyre jol

dansar jomfru Anna.

Aftur á móti þekktist þessi vísa, og þekkist enn á Norðurlandi.

Jólasveinar ganga um gátt

með gildan lurk í hendi.

Móðir þeirra hrín við hátt

og hýðir þá með vendi.

Í öðru afbrigði er sagt „staf“ fyrir „lurk“.

Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust.

Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hornströndum á miðri 19. öld:

Jólasveinar ganga um gólf

og hafa staf í hendi.

Móðir þeirra sópar gólf

og strýkir þá með vendi.

Skarpan hafa þeir skólann undir hendi.

Ekki er hægt annað en að verða svolítið veikur fyrir þessari gerð, einmitt vegna þess hvað rím og stuðlasetning eru óregluleg og sumt í henni torráðið. Enginn virðist hafa reynt að laga hana til. Hún birtist í dönsku tímariti árið 1851 og kom því ekki fyrir sjónir almennings á Íslandi. Rúmum hundrað árum seinna kunni þó kona frá Hornströndum f. 1902 vísuna svona:

Jólasveinar ganga um gólf

og hafa staf í hendi.

Móðir þeirra sópar gólf

og flengir þá með vendi

en í því skreppur skjóðan undan hendi.

Þetta bendir til þess að vísan hafi geymst í áþekkri gerð á þessum slóðum.

Hálfri öld eftir að vísan var fyrst skráð, árið 1898, gaf Ólafur Davíðsson út Íslenzkar þulur og þjóðkvæði. Hjá honum er hún svona:

Jólasveinar ganga um gólf

með gyltan staf í hendi.

Móðir þeirra sópar gólf

og strýkir þá með vendi.

Fleiri afbrigði þessarar gerðar hafa fundist og ber þar helst á milli hvort móðirin flengir, hýðir, siðar eða strýkir syni sína. Hér mætti láta sér detta í hug að einhver hafi viljað lagfæra stuðlasetninguna og gert staf jólasveinanna gylltan hversu trúlegt sem það væri í hreysi þeirrar fjölskyldu. Reyndar er ekki hægt að útiloka að hér sé um einhverja aðra jólasveina að ræða en þá sem við erum vön að telja syni Grýlu og Leppalúða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fleiri en einn hópur jólasveina hafa verið á kreiki.

Gerð Ólafs Davíðssonar kom fyrir augu fleiri Íslendinga en sú frá Hornströndum. Hvorki sést hún þó í stafrófskverum, lestrarbókum né barnablöðum á fyrstu áratugum 20. aldar. Í barnablaðinu Æskunni á jólum 1927 birtist loks lag við vísuna eftir Sigvalda Kaldalóns, en það virðist ekki hafa náð neinum vinsældum.

Árið 1981 varpaði Helgi Hálfdanarson fram þeirri tilgátu í Morgunblaðinu að jólasveinavísan kynni upphaflega að hafa verið eitthvað á þessa leið:

Jólasveinar ganga um gátt

með gildan staf í hendi

móðir þeirra hrín við hátt

og hýðir þá með vendi.

Hér er bragfræðin komin í lag og heimilisbragurinn orðinn öllu sennilegri en engin forn heimild hefur fundist að þessari gerð.

Af framansögðu má ljóst vera að ekki er til einfalt svar við spurningunni um réttan texta. Við höfum að minnsta kosti þrjá möguleika og verðum blátt áfram að láta smekk ráða.

Heimildir – Vísindavefurinn.

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land

og hitti þar einn gamlan mann,

spurði hann og sagði svo:

Hvar áttu heima?

Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,

Klapplandi.

Ég á heima á Klapplandi,

Klapplandinu góða.

(Stapplandi, Grátlandi,Hnerrlandi Hlælandi,Hvísllandi og Íslandi).

Á jólunum er gleði og gaman

(Friðrik Guðni/Spænskt þjóðlag)

 Á jólunum er gleði og gaman

fúm, fúm, fúm

Þá koma allir krakkar með

í kringum jólatréð.

Þá mun ríkja gleði og gaman,

allir hlæja og syngja saman

fúm, fúm, fúm!

Og jólasveinn með sekk á baki

fúm, fúm, fúm

Hann gægist inn um gættina

á góðu krakkana.

Þá mun ríkja gleði og gaman,

allir hlæja og syngja saman

fúm, fúm, fúm!

 Á jólunum er gleði og gaman

fúm, fúm, fúm

Þá klingja allar klukkur við

og kalla á gleði og frið.

Þá mun ríkja gleði og gaman,

allir hlæja og syngja saman

fúm, fúm, fúm!

 

Ó hve dýrðlegt er að sjá

( Lag: Danskt. Ljóð: Stefán Thorarensen )

Ó hve dýrðleg er að sjá
alstirnd himins festing blá
þar sem ljósin gullnu glitra
glöðu leika brosa´ og titra
og oss benda upp til sín
Nóttin helga hálfnuð var
huldust nærfellt stjörnurnar
þá frá himinboga að bragði
birti af stjörnu´ um jörðu lagði
ljómann hennar sem af sól.

Þegar stjarna á himni hátt
hauður lýsir miðja´ um nátt
sögðu fornar sagnir víða
sá mun fæðast meðal lýða
konunga sem æðstur er

Stjarnan skær þeim lýsti leið
leiðin þannig varð þeim greið
uns þeir sveinin fundu fríða
fátæk móðir vafði´ hinn blíða
helgri í sælu að hjarta sér

Hin fyrstu jól

(Texti: Kristján frá Djúpalæk. Lag: Ingibjörg Þorbergs )


Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg

í dvala sig strætin þagga

í bæn hlýtur svölun brotleg sál

frá brunni himneskra dagga

öll jörðin er sveipuð jólasnjó

og jatan er ungbarnsvagga.


Og stjarna skín gegn um skýjahjúp

með skærum lýsandi bjarma

og inn í fjárhúsið birtan berst

og barnið réttir út arma

en móðirin sælasti svanni heims

hún sefur með bros um hvarma


Og hjarðmaður birtist um húsið allt

ber höfga reykelsisangan

í huga flytur hann himni þökk

og hjalar við reifastrangann

svo gerir hann krossmark, krýpur fram

og kyssir barnið á vangann.

Ó, Jesúbarn

( Texti: Jakob Jóhannesson Smári )


Ó Jesú barn, þú kemur nú í nótt

og nálægð þína ég í hjarta finn

þú kemur enn, þú kemur undra hljótt

í kotin jafnt og hallir fer þú inn


Þú kemur enn til þjáðra í heimi hér

með huggun kærleiks þíns og æðsta von

í gluggaleysið geisla inn þú ber

því guðdómsljóminn skín um mannsins son


Sem ljós og hlýja í hreysi dimmt og kalt

þitt himneskt orð burt máir skugga og synd

þín heilög návisthelgar mannlegt allt

í hverju barni sé ég þína mynd.

Frá ljósanna hásal

( Höf: Jens Hermannsson)


Frá ljósanna hásal, ljúfar stjörnur stara

og stafa um næturhúmið geislakrans

Fylkingar engla, létt um loftin fara

og ljúfir söngvar hljóma

um lífsins helgidóma

um eilíft heilagt alveldi kærleikans

Ó heilaga stjarna, rjúf þú voðans veldi

og varðaðu jarðarbarnsins myrkra stig

Ljósanna faðir lát á helgu kveldi

hvert fávíst hjarta finna

til friðar barna þinna.

Gef föllnum heimi ráð til að nálgast þig.

Þrettán dagar jóla

(Hinrik Bjarnason)
Á jóladaginn fyrsta
hann Jónas færði mér
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn annan
hann Jónas færði mér
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn þriðja
hann Jónas færði mér
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn fjórða
hann Jónas færði mér
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn fimmta
hann Jónas færði mér
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn sjötta
hann Jónas færði mér
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn sjöunda
hann Jónas færði mér
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn áttunda
hann Jónas færði mér
átta kýr með klöfum,
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn níunda
hann Jónas færði mér
níu skip í naustum,
átta kýr með klöfum,
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn tíunda
hann Jónas færði mér
tíu hús á torgi,
níu skip í naustum,
átta kýr með klöfum,
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn ellefta
hann Jónas færði mér
ellefu hallir álfa,
tíu hús á torgi,
níu skip í naustum,
átta kýr með klöfum,
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn tólfta
hann Jónas færði mér
tólf lindir tærar,
ellefu hallir álfa,
tíu hús á torgi,
níu skip í naustum,
átta kýr með klöfum,
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Á jóladaginn þrettánda
hann Jónas færði mér
þrettán hesta þæga,
tólf lindir tærar,
ellefu hallir álfa,
tíu hús á torgi,
níu skip í naustum,
átta kýr með klöfum,
sjö hvíta svani,
sex þýða þresti,
fimmfaldan hring,
fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til
einn talandi páfugl á grein.

Hjálpsamur jólasveinn

( Hrefna Tynes/Erlent )

Í skóginum stóð kofi einn,

sat við gluggann jólasveinn.

Þá kom lítið héraskinn

sem vildi komast inn.

„Jólasveinn, ég treysti á þig,

veiðimaður skýtur mig!

„Komdu litla héraskinn,

því ég er vinur þinn.


( Gylfi Garðarsson  1996)

En veiðimaður kofann fann,

Jólasveinninn spurði hann;

„Hefur þú séð héraskinn

hlaupa um hagann þinn ? „

„Hér er ekki héraskott.

Haf skaltu þig á brott.“

Veiðimaður burtu gekk,

og engan héra fékk.

Hátíð fer að höndum ein

Ísl þjóðlag 2.-5. erindi Jóhannes úr Kötlum.

Hátíð fer að höndum ein

hana vér allir prýðum

lýðurinn tendri ljósin hrein

líður að tíðum

líður að helgum tíðum


Gerast mun nú brautin bein

bjart í geiminum víðum

ljómandi kerti á lágri grein

líður að tíðum

líður að helgum tíðum


Sæl mun dilla silkigrein

syninum undurfríðum

leið ei verður þá lundin nein

líður að tíðum

líður að helgum tíðum


Stjarnan á sinn augastein

anda mun geislum blíðum

loga fyrir hinn litla svein

líður að tíðum

líður að helgum tíðum


Heimsins þagna harmakvein

hörðum er linnir stríðum

læknast og þá hin leyndu mein

líður að tíðum

líður að helgum tíðum.

Jól

( Jórunn Viðar/Stefán frá Hvítadal )


Þau lýsa fegurst er lækkar sól

í bláma heiði, mín bernskujól.

Er hneig að jólum mitt hjarta brann

dásemd nýrri hver dagur rann.


Það lækkaði stöðugt á lofti sól

þau brostu í nálægð, mín bernskujól

og sífellt styttist við sérhvern dag

og húsið fylltist af helgibrag.


Ó, blessuð jólin er barn ég var

ó, mörg er gleðin að minnast þar

í gullnum ljóma hver gjöf mér skín.

En kærust voru mér kertin mín.


Ó. láttu, Kristur þau laun sín fá

er ljós þín kveiktu er lýstu þá.

L ýstu þeim héðan er lokast brá,

heilaga guðsmóðir, himnum frá.

Hátíð í bæ

( Bernhard /Ólafur Gaukur)


Ljósadýrð loftin gyllir

lítið hús yndi fyllir

og hugurinn heimleiðis leitar því æ

man ég þá er hátíð var í bæ.


Ungan dreng ljósin laða

litla snót geislum baðar

Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ

lífið þá er hátíð var í bæ.


Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna,

hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.

Sælli börn sjaldgæft er að finna

ég syng um þau mitt allra besta ljóð.


Söngur dvín svefnin hvetur,

systkin tvö geta ei betur

er sofna hjá mömmu ég man þetta æ

man það þá er hátíð var í bæ.

Rúdolf með rauða trýnið

 (Elsa E. Guðjónsson )

Síglaðir jólasveinar

sleðum aka niður´ í byggð,

og hreindýrin draga hreykin

hlössin þung af mestu dyggð.

En raunmæddur hreinninn Rúdolf

rauða trýnið strýkur æ,

útundan alltaf hafður:

„Aldrei með ég vera fæ.“


Þá rennur framhjá rammvilltur,

ragur jólasveinn:

„Þokan er svo þétt í nótt,

en þitt er trýnið skært og rjótt,

lýstu mér leið til bæja.“

Litli Rúdolf kættist þá,

en hreindýrin aldrei aftur

aumingjanum níddust á!


Af trénu Rúdolf ungur át

eintóm kerti rauð,

síðan æ ef brosir blítt

blikar ljós um trýni frítt.

Nú hreinarnir aldrei aftur

allir níðast Rúdolfi´ á,

en óska sér upp til hópa

einnig trýni rauð að fá!

Jólasveinar einn og átta

(Þjóðvísa/F Montrose)


Jólasveinar einn og átta,

ofan komu af fjöllunum,

í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,

fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta,

það átti að færa hann tröllunum.

Þá var hringt í Hólakirkju

Öllum jólabjöllunum.


Jólasveinar einn og átta

ofan koma af fjöllunum.

Í fyrrakvöld þá fór ég að hátta,

þeir fundu hann Jón á Völlunum.

En Andrés stóð þar utan gátta,

þeir ætluðu að færa hann tröllunum.

En hann beiddist af þeim sátta,

óhýrustu köllunum,

og þá var hringt öllum jólabjöllunum.

( Ég hef líka heyrt nafnið Ísleifur í stað Andrésar ) JJ.

Fögur er foldin

(M. Joch)


Fögur er foldin,

heiður er Guðs himinn,

indæl pílagríms ævigöng.

Fram, fram um víða

veröld og gistum

í Paradís með sigursöng.


Kynslóðir koma,

kynslóðir fara,

allar sömu ævigöng.

Gleymist þó aldrei

eilífa lagið

við pílagrímsins gleðisöng.


Fjárhirðum fluttu

fyrst þann söng Guðs englar,

unaðssöng , er aldrei þver:

Friður á foldu,

fagna þú, maður,

frelsari heimsins fæddur er.

Klukkurnar

(Ólafur Gaukur/ Wideman)


Klukkurnar dinga-linga-ling,
klingja um jól.
Börnin safnast saman,
sungin jólavísa,
komið er að kveldi,
kertin jóla lýsa.
Klukkurnar dinga-linga-ling
klinga um jól.

Klukkurnar dinga-linga-ling
klingja um jól.
Loftið fyllist friði,
fagra heyrum óma,
inn um opinn gluggann
allar klukkur hljóma.
Klukkurnar dinga-linga-ling
klinga um jól.

Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig litlar telpur gera:

Vagga brúðu, vagga brúðu

-og svo snúa þær sér í hring.


Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig litlir drengir gera:

Sparka bolta, sparka bolta

-og svo snúa þeir sér í hring.


Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig ungar stúlkur gera:

Þær sig hneigja, þær sig hneigja

-og svo snúa þær sér í hring.


Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig ungir piltar gera:

Taka ofan, taka ofan

-og svo snúa þeir sér í hring.


Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig gamlar konur gera:

Prjóna sokka, prjóna sokka

-og svo snúa þær sér í hring.


Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja

hvernig gamlir karlar gera:

Taka í nefið, taka í nefið

-og svo snúa þeir sér í hring.

Aattssjúu!!!

Bjart er yfir Betlehem

(Ingólfur Jónsson/Enskt lag)

Bjart er yfir Betlehem

blikar jólastjarna.

Stjarnan mín og stjarnan þín,

stjarna allra barna.

Var hún áður vitringum

vegaljósið skæra.

Barn í jötu borið var,

barnið ljúfa kæra.


Víða höfðu vitringar

vegi kannað hljóðir

fundið sínum ferðum á

fjöldamargar þjóðir.

Barst þeim allt frá Betlehem

birtan undur skæra.

Barn í jötu borið var,

barnið ljúfa kæra.


Barni gjafir báru þeir.

Blítt þá englar sungu.

Lausnaranum lýstu þeir,

lofgjörð drottni sungu.

Bjart er yfir Betlehem

blikar jólastjarna,

Stjarnan mín og stjarnan þín

stjarna allra barna.

Magga litla og jólin hennar

(Benedikt Gröndal/Rússneskt lag)

Babbi segir, babbi segir:

„Bráðum koma dýrðleg jól“.

Mamma segir, mamma segir:

„Magga fær þá nýjan kjól“.

Hæ, hæ, ég hlakka til,

hann að fá og gjafirnar.

Bjart ljós og barnaspil,

borða sætar lummurnar.


Babbi segir, babbi segir:

„Blessuð Magga ef starfar vel,

henni gef ég, henni gef ég

hörpudisk og gimburskel.“

Hæ, hæ, ég hlakka til

hugljúf eignast gullin mín.

Nú mig ég vanda vil,

verða góða telpan þín.


Mamma segir, mamma segir:

„Magga litla ef verður góð,

henni gef ég, henni gef ég

haus á snoturt brúðufljóð.“

Hæ, hæ, ég hlakka til,

hugnæm verður brúðan fín.

Hæ, hæ, ég hlakka til,

himnesk verða jólin mín.


Litli bróðir, litli bróðir

lúrir vært í ruggunni,

allir góðir, allir góðir

englar vaki hjá henni.

Hæ, hæ, ég hlakka til

honum sína gullin fín:

Bjart ljós og barnaspil

brúðuna og fötin mín.


Alltaf kúrir, alltaf kúrir

einhvers staðar fram við þil

kisa lúrir, kisa lúrir.

Kann hún ekki að hlakka til?

Hún fær, það held ég þó,

harðfiskbita og mjólkurspón,

henni er það harla nóg,

hún er svoddan erkiflón.


Nú ég hátta, nú ég hátta

niður í, babbi, rúmið þitt,

ekkert þrátta, ekkert þrátta,

allt les „Faðirvorið“ mitt.

Bíaðu, mamma, mér,

mild og góð er höndin þín.

Góða nótt gefi þér

Guð, sem býr til jólin mín

Nóttin sú var ágæt ein

Nóttin sú var ágæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsins þrautarmein,
að þekkja hann ei sem bæri.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.

Í Betlehem

(Valdimar Briem/Danskt þjóðlag)


Í Betlehem er  Barn oss fætt:

Því fagni gjörvöll Adamsætt.

Hallelúja


Það barn oss fæddi :/: fátæk mær

Hann er þó dýrðar Drottinn skær.

Hallelúja


Hann var í jötu  lagður lágt,

en ríkir þó á himnum hátt.

Hallelúja


Hann vegsömuðu  vitringar

hann tigna himins herskarar.

Hallelúja


Hann boðar frelsi’ og  frið á jörð

og blessun Drottins barnahjörð

Hallelúja


Vér undir tökum  englasöng

og nú finst oss ei nóttin löng.

Hallelúja


Vér fögnum komu  Frelsarans

vér erum systkin orðin hans.

Hallelúja


Hvert fátækt hreysi  höll nú er

Því Guð er sjálfur gestur hér.

Hallelúja


Í myrkrum ljómar  lífsins sól:

Þér, Guð sé lof fyrir gleðileg jól.

Hallelúja

Við óskum þér góðra jóla

(Hinrik Bjarnason / Enskt þjóðlag)

Við óskum þér góðra jóla,

við óskum þér góðra jóla,

við óskum þér góðra jóla,

og gleðilegs árs.


Góð tíðindi færum við

til allra hér:

Við óskum þér,góðra jóla

og gleðilegs árs.


Við óskum þér góðra jóla,

við óskum þér góðra jóla,

við óskum þér góðra jóla,

og gleðilegs árs.


En fáum við grjónagrautinn,

en fáum við grjónagrautinn,

en fáum við grjónagrautinn.

Já, grautinn hér út?


Góð tíðindi færum við

til allra hér:

Við óskum þér, góðra jóla

og gleðilegs árs.


Því okkur finnst góður grautur,

því okkur finnst góður grautur,

því okkur finnst góður grautur,

Já, grautur út hér.


Góð tíðindi færum við

til allra hér:

Við óskum þér, góðra jóla

og gleðilegs árs.


Og héðan þá fyrst við förum,

og héðan þá fyrst við förum,

og héðan þá fyrst við förum,

Er fáum við graut.


Góð tíðindi færum við

til allra hér:

Við óskum þér, góðra jóla

og gleðilegs árs.

Meiri snjó

Er lægst er á lofti sólin,

þá loksins koma jólin.

Við fögnum í friði og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Það gleðst allur krakkakórinn,

er kemur jólasnjórinn.

Og æskan fær aldrei nóg,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.


Það er barnanna besta stund,

þegar byrjar að snjóa á grund.

Úti á flötinni fæðist hratt,

feikna snjókall með nef og með hatt.

Svo leggjast öll börn í bólið,

því bráðum koma jólin.

Þau fagna í friði og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.


Þau fagna í friði og ró,

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Jólasveinninn kemur í kvöld

Hinrik Bjarnason

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann arkar um sveit og arkar í borg

og kynja margt veit um kæti og sorg.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Hann sér þig er þú sefur,

hann sér þig vöku í.

og góðum börnum gefur hann

svo gjafir, veistu’ af því.

Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Með flautur úr tré og fiðlur í sekk,

bibbidíbe og bekkedíbekk.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og brúður í kjól sem bleyta hvern stól,

flugvélar, skip og fínustu hjól.

Jólasveinninn kemur í kvöld!

Og engan þarf að hryggja

því allir verða með

er börnin fara’ að byggja sér

bæ og þorp við jólatréð.

Hæ! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett,

ekki nein köll því áðan barst frétt:

Jólasveinninn kemur í kvöld.

 

Snæfinnur snjókarl

(Hinrik Bjarnason/Steve Nelson)

Snæfinnur snjókarl

var með snjáðan pípuhatt,

Gekk í gömlum skóm

og með grófum róm

gat hann talað, rétt og hratt.

„Snæfinnur snjókarl!

Bara sniðugt ævintýr,“

segja margir menn,

en við munum enn

hve hann mildur var og hýr.

En galdrar voru geymdir

í gömlu skónum hanns:

Er fékk hann þá á fætur sér

fór hann óðara í dans.


Já, Snæfinnur snjókarl,

hann var snar að lifna við,

og í leik sér brá

æði léttur þá,

-uns hann leit í sólskinið.

Snæfinnur snjókarl

snéri kolli himins til,

og hann sagði um leið:

„Nú er sólin heið

og ég soðna, hér um bil.“


Undir sig tók hann

alveg feiknamikið stökk,

og á kolasóp

inn í krakkahóp

karlinn allt í einu hrökk.

Svo hljóp hann einn,

-var ekki seinn-

og alveg niðrá torg,

og með sæg af börnum söng hann lag

bæði í sveit og höfuðborg.

Já, Snæfinnur snjókarl

allt í snatri þetta vann,

því að yfir skein

árdagssólin hrein

og hún var að bræða hann.

Yfir fannhvíta jörð

( Ólafur Gaukur )

Yfir fannhvíta jörð leggur frið

þegar fellur mjúk logndrífa á grund

eins og heimurinn hikri´ aðeins við

haldi niðri í sér anda um stund

Eftirvæntingu´ í augum má sjá

allt er eitthvað svo spennandi í dag

jafnvel kisa hún tipplar á tá

þorir tæplega að mala sitt lag


Svo berst ómur

og samhljómur

til eyrna af indælum söng

tvíræð bros mætast

og börnin kætast

en biðin er börnunum löng.

Loksins kveikt er á kertum í bæ

þá er kátt um öll mannanna ból

og frá afskektum bæ út við sæ

ómar kveðjan um gleðileg jól.

Gleðileg jól.

Rokkurinn suðar

Rokkurinn suðar raular og kveður

rímlítil kvæðin sín

hlær mér í brjósti hugurinn glaður

hálfnuð er snældan mín

Jólin mín bíða ég fer til tíða

bara að ég sjái þann sem ég þrái

þá verður gleði nóg,

gaman og gleði nóg.

Það heyrast jólabjöllur

( Ólafur Gaukur )

Það heyrast jólabjöllur

og o´n úr fjöllunum fer

flokkur af jólaköllum til að

gantast við krakkana hér.

Beint niður fjallahlíðar

þeir fara á skíðum með söng

og flestir krakkar bíða

með óþreyju síðkvöldin löng.


Svo dynja hlátrasköllin

svo hristast fjöllin af því

hópur af jólaköllum

eru´ að tygja sig ferðina í.

Það bíða spenntir krakkar

sem kátir hlakka svo til

því kannski berast pakkar

og gjafir um miðnæturbil.


Komdu fljótt, komdu fljótt,

kæri jólasveinn

Það kveða við hróp

og börnin litlu bíða´

í stórum hóp.

Komdu fljótt, komdu fljót,

kæri jólasveinn

er kallað á ný

dammmm…..


Miklar annir eru á heimilinu allt á ferð

því nú elda skal nú krásirnar af bestu gerð.

Bæði hangikjöt, steik og rjúpur

svo er rauðkál afbragðs gott

þykkur rúsínugrautur settur er í bott.

Og á jólatrénu loga skæru ljósin smá

þar í löngum röðum bæði fagurgræn og blá

nú er stundin er renna upp

og koma aðfangadagskvöld

damm…..


Það heyrast jólabjöllur

og o´n úr fjöllunum fer

flokkur af jólaköllum til að

gantast við krakkana hér.

Beint niður fjallahlíðar

þeir fara á skíðum með söng

og flestir krakkar bíða

með óþreyju síðkvöldin löng.

Litla jólabarn

( Ómar Ragnarsson )

Jólaklukkur klingja,

kalda vetrarnótt.

Börnin sálma syngja

sætt og ofurhljótt.

Englaraddir óma

yfir freðna jörð.

Jólaljósin ljóma

lýsa upp myrkan svörð.


Litla jólabarn, litla jólabarn

ljómi þinn stafar geislum

um ís og hjarn.

Indæl ásýnd þín

yfir heimi skín,

litla saklausa jólabarn.


Ljúft við vöggu lága

lofum við þig nú.

Undrið ofursmáa

eflir von og trú.

Veikt og vesælt alið

varnarlaust og smátt,

en fjöregg er þér falið

framtíð heims þú átt.

Litla jólabarn………


Er þú hlærð og hjalar,

hrærist sála mín.

Helga tungu tala

tærblá augu þín.

Litla brosið bjarta

boðskap flytur enn.

Sigrar mirkrið svarta

sættir alla menn.

Litla jólabarn……….

Syng barnahjörð

( G.Fr. Händel/Jóhann Hannesson )

Syng barnahjörð syng guði dýrð

hann gaf sinn eigin son

bjóð honum heim, bú honum stað

,;með bæn og þakkargjörð;,

með bæn og hjartans þakkargjörð


Syng foldadrótt um frið á jörð

er gefa vill oss Guð

um lönd og höf, um loft og geim

,;allt lofi drottins náð;,

allt lofi drottins föðurnáð


Hverf burt frá allri synd og sorg

og sæst við alla menn

Guðs náðar lind, Guðs góði son

,;mun græða öll þín mein;,

mun græða öll þín sár og mein


Guðs ríki mun með rétti og náð

sér ryðja sigurbraut

Sjá Drottins náð, Guðs dýrð og vald

,;í dásemd kærleik hans;,

í dásemd, eilífs kærleik hans.

Þegar koma jólin

Það er svo gaman þegar koma jólin,
þó að oss dyljist blessuð himinsólin.
Þó vetur andi úti,er inni bjart og hlýtt,
Sko, jólatréð með toppinn,
það tindrar ljósum prýtt.
Öll í hring, ungar stúlkur, drengir.
Mamma syngur; svara æskustrengir
svo í hring.

Kemur hvað mælt var

Kemur hvað mælt var við mannkyn fram:

Móðir leggur barn í hálm.

Englar allt um kring

hefja sætan söng,

flytja þakkargjörð,

boða frið á jörð.


Sveinninn sem hlýtur þar hvílu’ í kró,

hverjum Drottni’ er æðri þó.

Englar allt um kring

hefja sætan söng,

flytja þakkargjörð,

boða frið á jörð.


Reisir sú barnshönd, sem ritað er,

ríki Guðs í heimi hér.

Englar allt um kring

hefja sætan söng,

flytja þakkargjörð,

boða frið á jörð.

  Þorsteinn Valdimarsson

Á Betlehemsvöllum

Texti: Sigurður Björnsson.


Á Betlehemsvöllum þar birtist um nótt,
hinn blessaði engill, sem boðar oss skjótt:
Nú fagnið og gleðjist því frelsarinn er
oss fæddur í heiminn á völlunum hér.

Í lágreista jötu hér lausnarinn fyr
var lagður í hálminn við fjárhússins dyr.
Þar stjarnan á himninum blikaði blítt,
og birtuna lagði um andlit hans frítt.

Og dýrin á völlunum vaka þá nótt,
en vindurinn sefur og allt er svo hljótt.
Nú barnið í jötunni brosir þér við,
og blessun því fylgir, það gefur þér frið.

Ó ver hjá mer Jesús, ó veit mér þá bón,
að vernda mig ætíð svo bíði ei tjón,
og blessa þú ávallt öll börnin þín smá,
sem biðja þess heitast að lifa þér hjá.

Boðskapur Lúkasar

Haukur Ágústsson/Lag erlent

Forðum í bænum Betlehem
var borinn sá sem er
sonur guðs sem sorg og þraut
og syndir manna ber


Viðlag:
,;Hlustið englar himnum af
þeim herra greina frá
sem lagður var í
lágan stall, en lýsir jörðu á;,

Hirðum sem vöktu heiðum á

og hjarða gættu um nótt
englar gleði fluttu fregn
um frelsun allri drótt


viðlag

Vitringum lýsti langan veg

sú leiðar stjarna hrein
sem ljóma heimi breyskum ber
og bætir hölda mein
viðlag

Við kveikjum einu kerti á

(S. Muri/Þýddur úr norsku af Lilju Kristjánsdóttir frá Brautarhóli)


Við kveikjum einu kerti á,

Hans koma nálgast fer,

sem fyrstu jól í jötu lá

og jesúbarnið er.


Við kveikjum tveimur kertum á

og komu bíðum hans.

Því Drottin sjálfur soninn þá

mun senda í líking manns.


Við kveikjum þremur kertum á

því konungs beðið er,

þótt Jesús sjálfur jötu og strá

á jólum kysi sér.


Við kveikjum fjórum kertum á;

brátt kemur gesturinn

og allar þjóðir þurfa að sjá

að það er frelsarinn.


Sjá himins opnast hlið

(B. Halld.)

Sjá, himins opnast hlið,
heilagt englalið
fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal,
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal
Yfir eymdardal:

Í heimi’ er dimt og hljótt,
hjarðmenn sjá um nótt
ljós í lofti glæðast,
það ljós Guðs dýrðar er,
hjörtu þeirra hræðast,
en Herrans engill tér:
„Óttist ekki þér“

Með fegins fregn ég kem:
Fæðst í Betlehem
blessað barn það hefur,
er birtir Guð á jörð,
frið og frelsi gefur
og fallna reisir hjörð.
Þökk sé Guði gjörð

Já, þakka, sál mín, þú,
þakka’ og lofsyng nú
fæddum friðargjafa,
því frelsari’ er hann þinn,
seg þú: „Hann skal hafa
æ hjá mér bústað sinn
Vinur velkominn“

Ó Guðs hinn sanni son,
sigur, líf og von
rís með þér og rætist,
þú réttlætisins sól,
allt mitt angur bætist,
þú ert mitt ljós og skjól.
Ég held glaður jól

Á hæstri hátíð nú
hjartfólgin trú
honum fagni’ og hneigi,
af himni’ er kominn er,
sál og tunga segi
með sætum engla her:
„Dýrð sé, Drottinn, þér“

Guðs kristni í heimi

Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága.
Sjá konungur englanna fæddur er.
Himnar og heimar lát lofgjörð hljóma.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði,
einn getinn, ei skapaður, sonur er.
Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Sjá himnarnir opnast. Hverfur nætursorti,
og himneskan ljóma af stjörnu ber.
Heilagan lofsöng himinhvolfin óma.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Á Betlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar.
Guðs heilagur engill þeim fregn þá ber.
Fæddur í dag er frelsari vor Kristur.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.

Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum,
og dýrð sé hanns syni, er fæddur er.
Lofsöngvar hljómi. – Himinhvolfin ómi:
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Ó, dýrð í hæstu hæðum.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Valdimar Snævarr

Jólahjól

Undir jóla hjóla tré
er pakki
Undir jóla hjóla tré
er voðalega stór pakki
í silfurpappír
og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

Skild’a vera jólahjól
Skild’etta vera jólahjól
Skild’a vera jólahjól
Skild’etta vera jólahjól

Úti í jólahjólabæ slær klukka
úti í jólahjólabæ hringir jólahjólaklukkan jólin inn
Ég mæni útum grá glugga
og jólasveinninn glottir bakvið ský
út í bæði

Skild’a vera jólahjól
Skild’etta vera jólahjól
Skild’a vera jólahjól
Skild’etta vera jólahjól

Mamma og pabbi
þegja og vilja ekkert segja

Skild’a vera jólahjól
Vona að þetta sé nú jólahjól
Að þetta sé nú jólahjól
óóóójeeeee

Undir jóla hjóla tré
er pakki
Undir jóla hjóla tré
er voðalega stór pakki
í silfurpappír
og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn
út í bæði.

Skild’a vera jólahjól
Skild’etta vera jólahjól
Skild’a vera jólahjól
Skild’etta vera jólahjól

skildetta vera hjólajól?
ætli það sé mótorhjól?

Það búa litlir dvergar

 

Það búa litlir dvergar

í björtum dal

á bak við fjöllin háu

í skógarsal.

Byggðu hlýja bæinn sinn,

brosir þangað sólin inn.

Fellin enduróma

allt þeirra tal.

Gefðu mér gott í skóinn

( JMarks/Ómar Ragnarsson )

Gefðu mér gott í skóinn
góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn,
inni sef ég vært og rótt.

Góði þú mátt ei gleyma,
glugganum er sef ég hjá.
Dásamlegt er að dreyma
dótið sem ég fæ þér frá.

Góði sveinki gættu að skó
gluggakistunni á,
og þú mátt ei arka hjá
án þess að setja neitt í þá.

Gefðu mér einhvað glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

Ó, hve skelfing yrði ég kát
ef þú gæfir mér,
eina dúkku, ígulker,
eða bara hvað sem er.

Gefðu mér einhvað glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.

Skreytum hús

(Elsa E. Guðjónsson / Jólalag frá Wales)

Skreytum hús með greinum grænum,
tra la la la la la la la la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la la la la la la la la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la la la la la la la la.
Tendrum jól í hverju hjarta
tra la la la la la la la la.

Ungir, gamlir – allir syngja:
Tra la la la la la la la la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la la la la la la la la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la la la la la la la la.
boða frið um veröld alla

Jólin koma

(S Torre/Ómar Ragnarsson)

Er nálgast jólin lifnar yfir öllum
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara uppá fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.

Jólin koma, jólin koma
og þeir kafa snjó á fullri fart.
Jólin koma, jólin koma
allir búast í sitt besta skart.

Hún mamma’er heima’ að skúra banka’ og bóna
og bakar sand af fínu tertunum
og niðri’í bæ er glás af fólki’ að góna
á gjafirnar í búðagluggunum.

Jólin koma, jólin koma
allir krakkar fá þá fallegt dót.
Jólin koma, jólin koma
þá er kátt og alls kyns mannamót.

Hann er svo blankur auminginn hann pabbi
að ekki gat hann gefið mömmu kjól
svo andvarpar hann úti’ á búðalabbi
það er svo dýrt að halda þessi jól.

Jólin koma, jólin koma
allt í flækju’ og menn í feikna ös.
Jólin koma, jólin koma
fólk og bílar allt í einni kös.

Nú er Gunna á nýju skónum

(Ragnar Jóhannesson)


Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eruað koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Solla á bláum kjól
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.

Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.

Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
„Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn“.

Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.

Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá.
Mamma ber nú mat á borð
og mjallahvítan dúk,
hún hefur líka sett upp svuntu,
sem er hvít og mjúk.

Á borðinu ótal bögglar standa,
bannað að gægjast í.
Kæru vinir, ósköp erfitt ,
er að hlýða því.

Loksins hringja kirkjuklukkur,
kvöldsins helgi inn.
á aftansöng í útvarpinu,
allir hlusta um sinn.

Nú er komin stóra stundin,
staðið borðum frá,
nú á að fara að kveikja á kertum,
kætast börnin smá.

Ungir og gamlir ganga í kringum,
græna jólatréð.
dansa og syngja kátir krakkar,
kisu langar með.

Stelpurnar fá stórar brúður,
strákurinn skíðin hál,
konan brjóstnál, karlinn vindla,
kisa mjólkurskál.

Síðan eftir söng og gleði
sofna allir rótt,
það er venja að láta ljósin
loga á jólanótt.

Jólin jólin

(P Asplin/Ólafur Gaukur)

Jólin jólin jólin koma brátt,

jólaskapið kemur smátt og smátt.

Snjórinn fellur flygsum í

nú fagna litlu börnin því.

Jólin jólin jólin koma brátt,

jólabörnin þvo sér hátt og lágt.

Klæðast fínu fötin í

og flétta hár og greiða.


Hæ hó og jólabjöllurnar

þær óma alls staðar

svo undur hljómfagrar.


Hæ hó og jólagjafirnar

þær eru undarlega lokkandi

svo óskaplega spennandi.


Hæ hó og jólasveinarnir

svo feikna fjörugir

og flestir gjafmildir.


Hæ hó og jólakökurnar

þær eru blátt áfram það besta sem ég fæ.

Frá borg er nefnist Betlehem

Frá borg er nefnist Betlehem
kom boðskapur svo hljótt
er fátæk móðir, ferðamædd,
í fjárhúsi tók sótt.
Hún fæddi þar sinn fyrsta son
þá fyrstu jólanótt.
Vér boðum þér fögnuð og frið,
fögnuð og frið.
Vér boðum þér fögnuð og frið.

Á hæðum gættu hirðar fjár
og heyrðu fögur hljóð
er herskaranna himnakór
söng hallelújaóð.
Með fögnuði hin fyrstu jól
þeir fluttu sigurljóð.
Vér boðum þér fögnuð og frið,
fögnuð og frið.
Vér boðum þér fögnuð og frið.

Hinrik Bjarnason

Jólasveinninn minn

Jólasveinninn minn,

jólasveinninn minn

ætlar að koma í dag

Með poka af gjöfum

og segja sögur

og syngja jólalag

Það verður gaman

þegar hann kemur

þá svo hátíðlegt er


Jólasveinninn minn,

káti karlinn minn

kemur með jólin með sér


Jólasveinninn minn,

jólasveinninn minn

ætlar að koma í kvöld

Ofan af fjöllum

með ærslum og köllum

hann labbar um um holtin köld

Hann er svo góður

og blíður við börnin

bæði fátæk og rík

Enginn lendir í

jólakettinum

allir fá nýja flík


Jólasveinninn minn,

jólasveinninn minn

arkar um holtin köld

Af því að litla

jólabarnið

á afmæli í kvöld

Ró í hjarta,

frið og fögnuð

flestir öðlast þá

Jólasveinninn minn,

komdu karlinn minn

kætast þá börnin smá.

Heims um ból

(Sveinbjörn Egilsson/Franz Gruber)

Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá

Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
konungur lífs vors og ljós

Heyra má himnum í frá
englasöng: Allelúja.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
samastað syninum hjá

Hljóða Nótt
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Værð á fold, vaka tvö
Jósep og María jötuna við,
jól eru komin með himneskan frið.
:/:Fætt er hið blessaða barn. :/:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hirðum fyrst heyrin kunn
gleðirík, fagnandi engilsins orð,
ómfögur berast frá himni á storð:
:/: Fæddur er frelsari þinn. :/:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Sonur guðs signir jörð.
Myrkrið það hopar við hækkandi dag
hvarvetna sungið er gleðinnar lag:
:/: Kristur er kominn í heim. :/:

Joseph Mohr – Sigurjón Guðjónsson

Gilsbakkaþula

(Kolbeinn Þorsteinsson )

Kátt er á jólunum, koma þau senn,

– þá munu upp líta Gilsbakkamenn,

upp munu þeir líta og undra það mest,

úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest,

úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð:

„Það sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð,

það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim.“


Út kemur hann góði Þórður einn með þeim,

út kemur hann góði Þórður allra fyrst,

hann hefur fyrri Guðrúnu kysst

hann hefur fyrri gefið henni brauð

– tekur hana af baki, svo tapar hún nauð,

tekur hana af baki og ber hana inn í bæ.


„Kom þú sæl og blessuð“ segir hann æ.

„Kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn,

kannski þú sjáir hann afa þinn,

kannski þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá,

þínar fjórar systur og bræðurna þrjá,

þínar fjórar systur fagna þér best;

af skal ég spretta og fóðra þinn hest,

af skal ég spretta reiðtygjum þín;

leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín,

leiðið þér inn stúlkuna og setjið hana í sess“


„Já“ segir Sigríður, „fús er ég til þess;“

„Já“ segir Sigríður – kyssir hún fljóð –

„rektu þig ekki í veggina, systir mín góð,

rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér.“

Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer;

koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð.

– þar situr fólkið við tedrykkjuborð,

þar situr fólkið og drekkur svo glatt,

fremst situr hann afi með parrukk og hatt,

fremst situr hann afi og ansar um sinn:


„Kom þú sæl, dóttir mín, velkomin inn,

kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér,

– nú er uppi teið og bagalega fer,

nú er uppi teið, en ráð er við því,

ég skal láta hita það aftur á ný,

ég skal láta helst vegna þín,

– heilsaðu öllu fólkinu, kindin mín.

heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt.“


Kyssir hún á hönd sína og þá er hún nett,

kyssir hún á hönd sína og heilsar án móðs;

allir í húsinu óska henni góðs,

allir í húsinu þegar í stað

taka til að gleðja hana, satt er það,

taka til að gleðja hana, ganga svo inn.

Guðný og Rósa með teketilinn,

Guðný og Rósa með glóðarker.


Ansar hann afi: „Nú líkar mé;“

ansar hann afi við yngri Jón þá:

„Taktu ofan bollana og skenktu þar á,

taktu ofan bollana og gáðu að því,

sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í,

sparaðu ekki sykrið því það hef ég til,

allt vil ég gera Guðrúnu í vil,

allt vil ég gera fyrir það fljóð;

langar þig í sýrópið, dóttir mín góð?

langar þig í sýrópið?“ afi kvað.


Æi ja ja, dáindi þykir mér það.

Æi ja ja, daindi þykir mér te“

„Má bjóða þér mjólkina?“ – „Meir en svo sé“

„Má bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við.

Sæktu fram rjóma í trogshornið,

sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst,

– vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst,

vertu ekki lengi, því nú liggur á.“


Jón fer að skenkja á bollana þá,

Jón fer að skenkja, ekki er það spé,

sírópið, mjólkina, sykur og te,

sírópið, mjólkina, sýpur hún á;

sætt mun það vera. „Smakkið þið á.“

Sætt mun það vera, sýpur hún af lyst,

þangað til ketillinn allt hefur misst,

þangað til ketillinn þurr er í grunn,

þakkar hún fyrir með hendi og munn,

þakkar hún fyrir og þykist nú hress.


„Sittu nokkuð lengur til samlætis.

sittu nokkuð lengur, sú er mín bón“

Kallar hann afi á eldra Jón,

kallar hann afi: „Kom þú til mín,

– sæktu ofan í kjallara messuvín,

sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð,

ég ætla að veita henni, svo hún verði glöð,

ég ætla að veita henni vel um stund.“


Brátt kemur Jón á föður síns fund,

brátt kemur Jón með brennivínsglas,

þrífur hann staupið, þó það sé mas,

þrífur hann staupið og steypir þar á;

til er henni drukkið og teygar hún þá,

til er henni drukkið ýmislegt öl,

glösin og skálarnar skerða hennar böl,

glösin og skálarnar ganga um kring,

gaman er að koma á svoddan þing,

– gaman er að koma þar Guðný ber

ljósið í húsið, þá húmið að fer.


Ljósið í húsið logar svo glatt,

amma gefur brauðið, og er það satt,

amma gefur brauðið og ostinn við;

Margrét er að skemmta að söngvara sið,

Margrét er að skemmta, það er henni sýnt,

– þá kemur Markús og dansar svo fínt,

þá kemur Markús í máldrykkjulok,

leikur hann fyrir með latínusprok,

leikur hann fyrir með lystugt þel

– Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel.

Göngum við í kringum

Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.

Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.

Snemma á Þriðjudagsmorgni: Vindum okkar þvott
Snemma á Miðvikudagsmorgni: Hengjum okkar þvott
Snemma á Fimmtudagsmorgni: Teygjum okkar þvott
Snemma á Föstudagsmorgni: Straujum okkar þvott
Snemma á Laugardagsmorgni: Skúrum okkar gólf
Snemma á Sunnudagsmorgni: Greiðum okkar hár
Seint á Sunnudagsmorgni: Göngum kirkjugólf

Ég sá hvar bátar sigldu þrír

Ég sá hvar bátar sigldu þrír
á jóladag, á jóladag.
Ég sá hvar bátar sigldu þrír
á jóladag að morgni.

Og hverja báru bátar þrír
á jóladag, á jóldag.
Og hverja báru bátar þrír
á jóladag að morgni.

Maríu sæla’ og sjálfan Krist
á jóladag, á jóldag.
Maríu sæla’ og sjálfan Krist
á jóldag að morgni.

Og hvert tók byrinn báta þrjá
á jóladag, á jóldag.
Og hvert tók byrinn báta þrjá
á jóladag að morgni.

Hann bar þá inn í Betlehem
á jóladag, á jóldag.
Hann bar þá inn í Betlehem
á jóladag að morgni.

Og klukkur allar klingi nú
á jóladag, á jóladag.
Og klukkur allar klingi nú
á jóladag að morgni.

Og englar himins syngi söng
á jóladag, á jóldag.
Og englar himins syngi söng
á jóladag að morgni.

Og mannkyn allt nú syngi söng
á jóladag, á jóldag.
Og mannkyn allt nú syngi söng
á jóladag að morgni.

Já, flýtum oss að fagna með
á jóladag, á jóldag.
Já, flýtum oss að fagna með
á jóladag að morgni.

(Hinrik Bjarnason)

Jólasveinninn kemur í útvarpið

(Þorstein Ö. Stephensen)

Krakkar mínir, komið þið sæl,
hvað er nú á seyði?
Áðan heyrði ég eitthvert væl
upp á miðja heiði.

Sjáið þið karlinn, sem kemur þarna inn,
kannske það sé blessaður jólasveinninn minn.

Ég hef annars sjaldan séð
svona marga krakka.
Eitthvað kannske er ég með,
sem ekki er vont að smakka.

Blessaður karlinn, já komdu hérna inn,
hvað er þarna í pokanum jólasveinninn minn.

Það fáið þið seinna að sjá,
svona, engin læti!
Ég er kominn fjöllum frá,
og fæ mér bara sæti.

Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð?
Seinna máttu gef okkur dáldinn jólaverð.

Eitthvað gaman gæti ég sagt,
og geri það líka feginn.
Ég hef mikið á mig lagt
ykkar vegna greyin.

Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð?
Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverð.

Um minn bústað enginn veit,
utan vetrarsólin.
En ég þramma o´ní sveit
alltaf fyrir jólin.

Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð?
Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverð.

Víða kem ég við á bæ,
varla er ég setztur
fyrr en börnin hrópa: „Hæ
hér er jólagestur“.

Velkominn sértu, og segðu okkur nú fljótt,
sástu ekki álfa og huldufólk í nótt?

Enga sá ég álfaþjóð,
enda var það bótin.
Álfar birtast, börnin góð,
bara um áramótin.

Ja, þú ert skrítinn og skemmtilegur karl,
skeggið þitt er úfið og bústaðurinn fjall.

Þegar ég kom í þessa borg,
það voru mikil læti.
Vagnarnir með óp og org
æða hér um stræti.

Þú ert úr fjöllunum, það er líka satt.
Þetta eru bílar, sem aka svona hratt.

Eitt er það sem mig undrar mest,
að þau farartæki,
skyldu ekki hafa hest
og hund, sem eftir ræki.

Aumingja karlinn, þú kannt þetta ekki vel.
Kerran heitir bifreið og gengur fyrir vél.

Það má leika á gamlan gest,
sem galdra þekkir lítið.
Enda líka finnst mér flest
furðulegt og skrítið.

Þú ert úr fjöllunum, það er svo sem von.
Þú munt heita Pottsleikir Leppalúðason.

Svo er það. – En segðu mér,
Siggi eða Gvendur,
til hvers þetta áhald er,
sem okkar á milli stendur.

Þetta er nú tækið, sem tala verður í
til þess að það heyrist um sveit og víðan bý.

Ef ég væri gömul geit
gætuð þið svona hjalað,
að það heyrist upp í sveit
allt, sem hér er talað!

Þér finnst það skrítið, en svona er það nú samt.
Syngdu bara meira, það heyrist langt og skammt.

Er það satt að okkar tal
eignist vængi slíka?
fljúgi yfir fjöll og dal,
og fram á sjóinn líka.

Þér finnst það skrítið, en svona er það nú samt.
Syngdu bara meira, það heyrist langt og skammt.

Heyrið börnin heil og sæl,
hausinn minn er þröngur.
Þetta, sem mér virtist væl,
var þá krakkasöngur?

Auðvitað góði, það vorum bara við –
við, sem hérna stöndum, að syngja í útvarpið.

Jólainnkaupin

(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)


Ég keypti upptrekktan karl handa Kristjáni,

ég náði‘ í kuldaskó fyrir Jón,

svo fékk ég bollapör handa Bergþóru

og stóð í biðröð eins og flón.


Nú hef ég verið í ótal verslunum

að reyna að velja á mig nýjan kjól.

Ég verð að finna‘ hann í hvelli það veit ég vel,

annars verða bara engin jól.


Nú hef ég arkað og hugsað og eytt um leið

öllum mínum peningum,

og staðið og prúttað og stunið hátt

stokkbólgin á fótunum.


Ég bráðum get ekki meir,

er að gefast upp í þessum gríðarlega skarkala.

Ef jólainnkaupum fer ekki að ljúka loks

ég verð að leggjast inn á spítala.

 

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is