Jólaþorp

Rovaniemi – Finnland

Rovaniemi í Finnlandi er sannkallaður jólabær.  Bærinn er höfuðstaður finnska hluta Lapplands. Hann liggur á heimskautsbaug og hafa heimamenn gert nokkuð úr því.  Þekktasti íbúi Rovaniemi er vafalaust jólasveinninn eða Joulupukin eins og hann heitir á finnsku. Alvar Alto arkitektinn heimsfrægi skipulagði hluta af gatnakerfi bæjarins þannig að ef ákveðnar götur eru lýstar upp, þá mynda þær hreindýrshöfuð með hornum. Jólasveinninn sjálfur tekur á móti í gestaskála rétt sunnan við heimskautsbaug.  Í nokkurra metra fjarlægð er svo jólaþorpið, þar sem aðstoðarmenn hans hafa komið upp verslunum með alls konar jólavarningi, verkstæði og ýmsu öðru.  Heimskautsbaugur liggur svo um mitt jólaþorpið og hefur verið strengd lína til að sýna gestum og gangandi hvar heimskautsbaugur liggur

Hafnarfjörður – Ísland

Í jólaþorpinu í Hafnarfirði finnur þú mild jólaljós, ljúfa tóna, freistandi vörur, blómstrandi menningu, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Einnig eru fjölbreyttar verslanir, veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð þar. Jólaþorpið í Hafnarfirði er jólamarkaður sem er opinn á aðventunni þar iðar allt af lífi og fjöri. Fagurlega skreyttu jólahúsin í jólaþorpinu eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmis konar gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun . Það er ekki hægt að minnast á jólaþorpið í Hafnarfirði nema minnast einnig  ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði  sem er  100 ára gamall og fallegur lystigarður í miðbæ Hafnarfjarðar og svo má fara á skauta á hjartasvellinu fyrir framan Bæjarbíó.

Norður Pólinn Alaska – Kanada

Í Alaska er jólabær sem heitir einfaldlega Norður pólinn ( North Pole) Frá árinu 1954 hafa þúsundir sjálfboðaliða í þessum mikla jólabæ tekið þátt í þeirri hefð að svara bréfum sem stíluð eru á jólasveininn á norðurpólnum, en póstþjónustan hefur sent bréfin þangað. M.a. heita götur í bænum nöfnum á borð við Jólasveinsgata og Nikulásarbraut. Bréfin sem að sjálboðaliðarnir svar eru talin í tugþúsundum ár hvert.

Það eru margir sem setja upp lítil og krúttleg jólaþorp heima hjá sér yfir jólin. Hjá sumum er varla hægt að kalla þetta lítil þorp, frekar kannski borg. 

Myndband frá Teresu Diller – Jólaþorp á heimili hennar.

Hér eru nokkur jólaleg þorp sem hægt er að heimasækja í huganum og láta sig dreyma

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is